Áhorfandi greip boltann og sýndi miðfingurinn | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2014 23:30 Matt Adams, leikmaður hafnaboltaliðsins St. Louis Cardinals, lét áhorfanda úr röðum Cincinatti Reds hirða af sér boltann í leik liðanna í gær sem var frekar neyðarlegt fyrir Adams. Leikmaður Reds sló boltann til of langt til hægri en þó hann væri á leið upp í stúku gat Adams tekið hann úr leik með því að grípa boltann. Annars væri höggið dæmt ógilt og Reds-leikmaðurinn héldi áfram að slá. Adams gerði heiðarlega tilraun til að teygja sig á eftir boltanum upp í stúku en stuðningsmaður heimamanna í Cincinatti greip boltann á undan honum og gerði sínum manni sem var að slá mikinn greiða. Áhorfandinn stráði síðan salti í sár Adams með því að sýna honum miðfingurinn. Ekkert sérstaklega huggulegur. Sá hlær þó best sem síðast hlær því Adams, sem stendur ávallt vaktina í 1. höfn hjá Cardinals, átti frábæran leik. Hann komst þrívegis í höfn í þeim fimm tilraunum sem hann fékk til að slá og skilaði tveimur hlaupum, eða stigum, fyrir sína menn. St. Louis vann leikinn, 7-6, og lék Matt Adams lykilhlutverk í sigrinum. Stuðningsmaður Cincinatti sem sýndi honum fingurinn þurfti að fara heim með skottið á milli lappanna. Þetta skondna atvik má sjá í spilaranum hér að ofan. Íþróttir Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Matt Adams, leikmaður hafnaboltaliðsins St. Louis Cardinals, lét áhorfanda úr röðum Cincinatti Reds hirða af sér boltann í leik liðanna í gær sem var frekar neyðarlegt fyrir Adams. Leikmaður Reds sló boltann til of langt til hægri en þó hann væri á leið upp í stúku gat Adams tekið hann úr leik með því að grípa boltann. Annars væri höggið dæmt ógilt og Reds-leikmaðurinn héldi áfram að slá. Adams gerði heiðarlega tilraun til að teygja sig á eftir boltanum upp í stúku en stuðningsmaður heimamanna í Cincinatti greip boltann á undan honum og gerði sínum manni sem var að slá mikinn greiða. Áhorfandinn stráði síðan salti í sár Adams með því að sýna honum miðfingurinn. Ekkert sérstaklega huggulegur. Sá hlær þó best sem síðast hlær því Adams, sem stendur ávallt vaktina í 1. höfn hjá Cardinals, átti frábæran leik. Hann komst þrívegis í höfn í þeim fimm tilraunum sem hann fékk til að slá og skilaði tveimur hlaupum, eða stigum, fyrir sína menn. St. Louis vann leikinn, 7-6, og lék Matt Adams lykilhlutverk í sigrinum. Stuðningsmaður Cincinatti sem sýndi honum fingurinn þurfti að fara heim með skottið á milli lappanna. Þetta skondna atvik má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íþróttir Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira