„Ummæli mín voru ósmekkleg en þau áttu við um uppvakninga en ekki fólk“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. apríl 2014 11:45 Pistorius mætir í réttarsalinn. vísir/afp Spretthlauparinn Oscar Pistorius bar vitni í réttarsal í Pretoríu í morgun, þriðja daginn í röð, en hann er ákærður fyrir morð á kærustu sinni, Reevu Steenkamp. Saksóknarinn Gerry Nel þjarmaði að Pistoriusi í vitnastúkunni. „Þú drapst manneskju, það er það sem þú gerðir,“ sagði Nel og spurði í kjölfarið hvort Pistorius væri ekki ábyrgur gjörða sinna. Ljósmynd af illa leiknu höfði Steenkamp var sýnd í fyrsta sinn og vakti hún óhug meðal viðstaddra. Pistorius brast í grát og var gert stutt hlé á vitnaleiðslunum. Fréttaritari BBC segir móður Steenkamp ekki hafa verið varaða við myndbirtingunni, og bætir því við að ögrandi framkoma saksóknarans leggist illa í viðstadda. Saksóknarinn spurði Pistorius út í ummæli hans á skotæfingasvæði eftir að hann skaut á vatnsmelónu. Þar sagði Pistorius að melónan væri ekki jafn mjúk og heili og vildi saksóknarinn vita hvort hann hefði verið að kanna hvaða áhrif samskonar skotfæri hefðu á manneskju. „Ummæli mín voru ósmekkleg en þau áttu við um uppvakninga en ekki fólk,“ sagði Pistorius við saksóknarann. Gert var stutt hádegishlé og héldu vitnaleiðslur áfram eftir hádegi. Saksóknari talaði um tvær rafknúnar viftur í svefnherbergi Pistoriusar og spurði hann í hvaða innstungur þær hefðu verið tengdar. Pistorius kvaðst ekki muna það og sagði saksóknari það sýna fram á að hann væri að ljúga. Hann hefði einnig haldið því fram áður að einungis ein vifta væri í svefnherberginu. „Ég er undir pressu og það er ekki auðvelt,“ sagði Pistorius. „Ég er að berjast fyrir lífi mínu.“ Þá sakaði saksóknarinn Pistorius um að vera búinn að æfa svör sín fyrirfram og sagði að það væri ekki gott fyrir hann. Pistorius hélt sig við sögu sína frá upphafi; að hann hafi haldið að innbrotsþjófur væri inni á baðherberginu og að hann hefði ekki ætlað að skjóta Steenkamp. „Ég tók í gikkinn. Ég hafði ekki tíma til að hugsa. Ég ætlaði aldrei að skjóta neinn. Ég skaut því ég hélt að einhver ætlaði að koma út og ráðast á mig.“ Réttarhöldin halda áfram í fyrramálið.Tweets about '#Pistorius' Oscar Pistorius Tengdar fréttir Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. 14. febrúar 2013 13:55 Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20 Réttarhöldin yfir Pistoriusi framlengd Munu standa yfir þar til um miðjan maí. 23. mars 2014 13:56 Finnur ennþá lykt af blóðinu Spretthlauparinn Oscar Pistorius bar vitni í Pretoríu í dag. 7. apríl 2014 14:00 Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40 Myndir af blóðugum Pistoriusi sýndar í réttarsal Myndirnar voru teknar skömmu eftir að lögreglumenn komu á vettvang en Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steenkamp, til bana í febrúar í fyrra. 14. mars 2014 09:39 Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum Spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi enn á ný á níunda degi réttarhaldanna. 13. mars 2014 14:20 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Spretthlauparinn Oscar Pistorius bar vitni í réttarsal í Pretoríu í morgun, þriðja daginn í röð, en hann er ákærður fyrir morð á kærustu sinni, Reevu Steenkamp. Saksóknarinn Gerry Nel þjarmaði að Pistoriusi í vitnastúkunni. „Þú drapst manneskju, það er það sem þú gerðir,“ sagði Nel og spurði í kjölfarið hvort Pistorius væri ekki ábyrgur gjörða sinna. Ljósmynd af illa leiknu höfði Steenkamp var sýnd í fyrsta sinn og vakti hún óhug meðal viðstaddra. Pistorius brast í grát og var gert stutt hlé á vitnaleiðslunum. Fréttaritari BBC segir móður Steenkamp ekki hafa verið varaða við myndbirtingunni, og bætir því við að ögrandi framkoma saksóknarans leggist illa í viðstadda. Saksóknarinn spurði Pistorius út í ummæli hans á skotæfingasvæði eftir að hann skaut á vatnsmelónu. Þar sagði Pistorius að melónan væri ekki jafn mjúk og heili og vildi saksóknarinn vita hvort hann hefði verið að kanna hvaða áhrif samskonar skotfæri hefðu á manneskju. „Ummæli mín voru ósmekkleg en þau áttu við um uppvakninga en ekki fólk,“ sagði Pistorius við saksóknarann. Gert var stutt hádegishlé og héldu vitnaleiðslur áfram eftir hádegi. Saksóknari talaði um tvær rafknúnar viftur í svefnherbergi Pistoriusar og spurði hann í hvaða innstungur þær hefðu verið tengdar. Pistorius kvaðst ekki muna það og sagði saksóknari það sýna fram á að hann væri að ljúga. Hann hefði einnig haldið því fram áður að einungis ein vifta væri í svefnherberginu. „Ég er undir pressu og það er ekki auðvelt,“ sagði Pistorius. „Ég er að berjast fyrir lífi mínu.“ Þá sakaði saksóknarinn Pistorius um að vera búinn að æfa svör sín fyrirfram og sagði að það væri ekki gott fyrir hann. Pistorius hélt sig við sögu sína frá upphafi; að hann hafi haldið að innbrotsþjófur væri inni á baðherberginu og að hann hefði ekki ætlað að skjóta Steenkamp. „Ég tók í gikkinn. Ég hafði ekki tíma til að hugsa. Ég ætlaði aldrei að skjóta neinn. Ég skaut því ég hélt að einhver ætlaði að koma út og ráðast á mig.“ Réttarhöldin halda áfram í fyrramálið.Tweets about '#Pistorius'
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. 14. febrúar 2013 13:55 Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20 Réttarhöldin yfir Pistoriusi framlengd Munu standa yfir þar til um miðjan maí. 23. mars 2014 13:56 Finnur ennþá lykt af blóðinu Spretthlauparinn Oscar Pistorius bar vitni í Pretoríu í dag. 7. apríl 2014 14:00 Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40 Myndir af blóðugum Pistoriusi sýndar í réttarsal Myndirnar voru teknar skömmu eftir að lögreglumenn komu á vettvang en Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steenkamp, til bana í febrúar í fyrra. 14. mars 2014 09:39 Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum Spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi enn á ný á níunda degi réttarhaldanna. 13. mars 2014 14:20 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. 14. febrúar 2013 13:55
Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20
Finnur ennþá lykt af blóðinu Spretthlauparinn Oscar Pistorius bar vitni í Pretoríu í dag. 7. apríl 2014 14:00
Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40
Myndir af blóðugum Pistoriusi sýndar í réttarsal Myndirnar voru teknar skömmu eftir að lögreglumenn komu á vettvang en Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steenkamp, til bana í febrúar í fyrra. 14. mars 2014 09:39
Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum Spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi enn á ný á níunda degi réttarhaldanna. 13. mars 2014 14:20
Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14