„Ummæli mín voru ósmekkleg en þau áttu við um uppvakninga en ekki fólk“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. apríl 2014 11:45 Pistorius mætir í réttarsalinn. vísir/afp Spretthlauparinn Oscar Pistorius bar vitni í réttarsal í Pretoríu í morgun, þriðja daginn í röð, en hann er ákærður fyrir morð á kærustu sinni, Reevu Steenkamp. Saksóknarinn Gerry Nel þjarmaði að Pistoriusi í vitnastúkunni. „Þú drapst manneskju, það er það sem þú gerðir,“ sagði Nel og spurði í kjölfarið hvort Pistorius væri ekki ábyrgur gjörða sinna. Ljósmynd af illa leiknu höfði Steenkamp var sýnd í fyrsta sinn og vakti hún óhug meðal viðstaddra. Pistorius brast í grát og var gert stutt hlé á vitnaleiðslunum. Fréttaritari BBC segir móður Steenkamp ekki hafa verið varaða við myndbirtingunni, og bætir því við að ögrandi framkoma saksóknarans leggist illa í viðstadda. Saksóknarinn spurði Pistorius út í ummæli hans á skotæfingasvæði eftir að hann skaut á vatnsmelónu. Þar sagði Pistorius að melónan væri ekki jafn mjúk og heili og vildi saksóknarinn vita hvort hann hefði verið að kanna hvaða áhrif samskonar skotfæri hefðu á manneskju. „Ummæli mín voru ósmekkleg en þau áttu við um uppvakninga en ekki fólk,“ sagði Pistorius við saksóknarann. Gert var stutt hádegishlé og héldu vitnaleiðslur áfram eftir hádegi. Saksóknari talaði um tvær rafknúnar viftur í svefnherbergi Pistoriusar og spurði hann í hvaða innstungur þær hefðu verið tengdar. Pistorius kvaðst ekki muna það og sagði saksóknari það sýna fram á að hann væri að ljúga. Hann hefði einnig haldið því fram áður að einungis ein vifta væri í svefnherberginu. „Ég er undir pressu og það er ekki auðvelt,“ sagði Pistorius. „Ég er að berjast fyrir lífi mínu.“ Þá sakaði saksóknarinn Pistorius um að vera búinn að æfa svör sín fyrirfram og sagði að það væri ekki gott fyrir hann. Pistorius hélt sig við sögu sína frá upphafi; að hann hafi haldið að innbrotsþjófur væri inni á baðherberginu og að hann hefði ekki ætlað að skjóta Steenkamp. „Ég tók í gikkinn. Ég hafði ekki tíma til að hugsa. Ég ætlaði aldrei að skjóta neinn. Ég skaut því ég hélt að einhver ætlaði að koma út og ráðast á mig.“ Réttarhöldin halda áfram í fyrramálið.Tweets about '#Pistorius' Oscar Pistorius Tengdar fréttir Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. 14. febrúar 2013 13:55 Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20 Réttarhöldin yfir Pistoriusi framlengd Munu standa yfir þar til um miðjan maí. 23. mars 2014 13:56 Finnur ennþá lykt af blóðinu Spretthlauparinn Oscar Pistorius bar vitni í Pretoríu í dag. 7. apríl 2014 14:00 Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40 Myndir af blóðugum Pistoriusi sýndar í réttarsal Myndirnar voru teknar skömmu eftir að lögreglumenn komu á vettvang en Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steenkamp, til bana í febrúar í fyrra. 14. mars 2014 09:39 Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum Spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi enn á ný á níunda degi réttarhaldanna. 13. mars 2014 14:20 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Spretthlauparinn Oscar Pistorius bar vitni í réttarsal í Pretoríu í morgun, þriðja daginn í röð, en hann er ákærður fyrir morð á kærustu sinni, Reevu Steenkamp. Saksóknarinn Gerry Nel þjarmaði að Pistoriusi í vitnastúkunni. „Þú drapst manneskju, það er það sem þú gerðir,“ sagði Nel og spurði í kjölfarið hvort Pistorius væri ekki ábyrgur gjörða sinna. Ljósmynd af illa leiknu höfði Steenkamp var sýnd í fyrsta sinn og vakti hún óhug meðal viðstaddra. Pistorius brast í grát og var gert stutt hlé á vitnaleiðslunum. Fréttaritari BBC segir móður Steenkamp ekki hafa verið varaða við myndbirtingunni, og bætir því við að ögrandi framkoma saksóknarans leggist illa í viðstadda. Saksóknarinn spurði Pistorius út í ummæli hans á skotæfingasvæði eftir að hann skaut á vatnsmelónu. Þar sagði Pistorius að melónan væri ekki jafn mjúk og heili og vildi saksóknarinn vita hvort hann hefði verið að kanna hvaða áhrif samskonar skotfæri hefðu á manneskju. „Ummæli mín voru ósmekkleg en þau áttu við um uppvakninga en ekki fólk,“ sagði Pistorius við saksóknarann. Gert var stutt hádegishlé og héldu vitnaleiðslur áfram eftir hádegi. Saksóknari talaði um tvær rafknúnar viftur í svefnherbergi Pistoriusar og spurði hann í hvaða innstungur þær hefðu verið tengdar. Pistorius kvaðst ekki muna það og sagði saksóknari það sýna fram á að hann væri að ljúga. Hann hefði einnig haldið því fram áður að einungis ein vifta væri í svefnherberginu. „Ég er undir pressu og það er ekki auðvelt,“ sagði Pistorius. „Ég er að berjast fyrir lífi mínu.“ Þá sakaði saksóknarinn Pistorius um að vera búinn að æfa svör sín fyrirfram og sagði að það væri ekki gott fyrir hann. Pistorius hélt sig við sögu sína frá upphafi; að hann hafi haldið að innbrotsþjófur væri inni á baðherberginu og að hann hefði ekki ætlað að skjóta Steenkamp. „Ég tók í gikkinn. Ég hafði ekki tíma til að hugsa. Ég ætlaði aldrei að skjóta neinn. Ég skaut því ég hélt að einhver ætlaði að koma út og ráðast á mig.“ Réttarhöldin halda áfram í fyrramálið.Tweets about '#Pistorius'
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. 14. febrúar 2013 13:55 Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20 Réttarhöldin yfir Pistoriusi framlengd Munu standa yfir þar til um miðjan maí. 23. mars 2014 13:56 Finnur ennþá lykt af blóðinu Spretthlauparinn Oscar Pistorius bar vitni í Pretoríu í dag. 7. apríl 2014 14:00 Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40 Myndir af blóðugum Pistoriusi sýndar í réttarsal Myndirnar voru teknar skömmu eftir að lögreglumenn komu á vettvang en Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steenkamp, til bana í febrúar í fyrra. 14. mars 2014 09:39 Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum Spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi enn á ný á níunda degi réttarhaldanna. 13. mars 2014 14:20 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. 14. febrúar 2013 13:55
Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20
Finnur ennþá lykt af blóðinu Spretthlauparinn Oscar Pistorius bar vitni í Pretoríu í dag. 7. apríl 2014 14:00
Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40
Myndir af blóðugum Pistoriusi sýndar í réttarsal Myndirnar voru teknar skömmu eftir að lögreglumenn komu á vettvang en Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steenkamp, til bana í febrúar í fyrra. 14. mars 2014 09:39
Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum Spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi enn á ný á níunda degi réttarhaldanna. 13. mars 2014 14:20
Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14