Sérstakur þáttur sjónvarpsins, Inför Eurovision, var sýndur í vikunni þar sem þau Malin Olsson, Christer Björkman, Kitty Störby Jutbring og Rennie Mirro fóru yfir annan helming keppenda í söngvakeppninni frægu.
Öll voru þau sammála um að lagið Engir fordómar með Pollapönki væri ferskt innslag inn í keppnina. Þau lofsömuðu boðskap lagsins og marglitaða búninga sveitarinnar.
„Mestu máli skiptir að þeir eru að hafa gaman að þessu og koma greinilega inn í keppnina með engar væntingar," sagði Björkman, sem er einn helsti Eurovision-spekingur Svía.
Mirre, sænskur leikari og dansari, var þó óviss um að lagið kæmist alla leið í keppninni.
Einnig kom fram að Eurovision-keppnin væri hálfgerð þjóðhátíð á Íslandi sem kom þeim öllum skemmtilega á óvart.