Eins og fram kom á Vísi í gær var útherji Tampa Bay Buccaneers, Mike Williams, stunginn af bróður sínum síðasta sunnudag.
Í allan gærdag stóð yfir leit að bróðurnum en hún bar engan árangur. Bróðirinn, Eric Baylor, gaf sig þó fram við lögregluna í dag.
Hann verður ákærður fyrir árás en hann stakk bróðir sinn í lærið. Williams segir að þeir hafi verið að glíma heima hjá honum og í öllum látunum hafi hann óvart verið stunginn. Hvernig menn lenda í því að fá óvænt hníf frá öðrum í lærið í glímu var ekki útskýrt frekar.
Vitni hafa aftur á móti sagt að þeir hafi verið að rífast og rifrildið hafi endað með þessari hnífstungu.
Segist hafa fengið hnífinn óvart í lærið í glímu við bróðir sinn

Tengdar fréttir

Stunginn af bróður sínum
Útherji NFL-liðsins Tampa Bay, Mike Williams, tekur ekki þátt í æfingum á næstunni eftir að hafa verið stunginn af bróður sínum.