Kerry fordæmdi aðgerðir Rússa á Krímskaga og hvatti til þess að hersveitir þeirra yrðu dregnar til baka. Þá sagði hann Bandaríkin styðja úkraínsku þjóðina.
Barack Obama Bandaríkjaforseti tók undir orð utanríkisráðherrans í ávarpi í dag. Hann sagði Rússa ekki vera að gæta hagsmuna rússneskra þegna á skaganum.
Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði á blaðamannafundi í dag að hagsmunir rússneskumælandi Úkraínumanna yrðu varðir með öllum tiltækum ráðum. Þá sagði hann að uppreisnin í Úkraínu væri brot á stjórnarskrá landsins og bæri öll merki vopnaðs valdaráns.
