Körfubolti

LeBron tryggði sigurinn með þriggja stiga körfu | Myndband

LeBron James var hetja Miami Heat í nótt þegar liðið lagði Golden State Warriors, 111-100, í NBA-deildinni í körfubolta.

Gríðarleg spenna var á lokasekúndum leiksins en Stephen Curry kom heimamönnum yfir, 110-108, þegar 20 sekúndur voru eftir með glæsilegu sniðskoti eftir að fífla Mario Chalmers upp úr skónum.

LeBron fékk boltann í lokasókninni og negldi niður erfiðum þristi þegar innan við ein sekúnda var eftir og tryggði sínum mönnum frábæran útisigur.

Hann skoraði í heildina 36 stig og tók 13 fráköst og færði Miami nær Indiana á toppnum en Indiana tapaði fyrir Dallas Mavericks í nótt.

James Harden, leikmaður Houston, var einnig í hetjuham gegn washington Wizards í nótt en hann skoraði 36 stig fyrir sitt lið og tryggði því sigurinn, 113-112, með sniðskoti á lokasekúndu leiksins.

Þetta var ennfremur sjöundi sigurleikur Houston í röð og er liðið nú komið upp í þriðja sæti vesturdeildarinnar fyrir ofan Los Angeles Clippers sem vann reyndar  góðan sigur á Portland í nótt.

Úrslit næturinnar:

Indiana Pacers - Dallas Mavericks 73-81

Orlando Magic - Memphis Grizzlies 81-86

Toronto Raptors - Atlanta Hawks 104-83

Boston Celtics - San Antonio Spurs 92-104

Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 105-89

Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 89-93

New York Knicks - Sacramento Kings 101-106

Houston Rockets - Washington Wizards 113-112

Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 98-102

Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 117-90

Utah Jazz - Philadelphia 76ers 105-100

Golden State Warriors - Miami Heat 110-111

Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 122-117

Staðan í deildinni.

Í spilaranum hér að ofan má sjá LeBron James skora sigurkörfuna í nótt.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×