Hápunktur frábærs tímabils í NFL-deildinni verður í kvöld þegar Denver Broncos og Seattle Seahawks eigast við í Super Bowl í New Jersey.
Tímabilið fram að leiknum hefur verið frábært og mörg mögnuð met slegin.
Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá samantekt af þeim helstu. Metin sem voru tíunduð eru eftirtalin:
Josh Gordon, útherji Cleveland, er fyrsti leikmaður sögunnar til að ná tveimur 200 jarda leikjum í röð.
Terrelle Pryor, leikstjórnandi Oakland Raiders, átti lengsta hlaup leikstjóranda frá upphafi eða 93 jarda.
Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, átti flestar endurnýjanir (40) í einum og sama leiknum.
Matt Prater, sparkari Denver Broncos, með lengsta vallarmark sögunnar - 64 jarda.
Nick Foles, leikstjórnandi Philadelphia Eagles og Peyton Manning, Denver Broncos, skoruðu gáfu báðir sjö snertimarkssendingar í einum og sama leiknum sem er metjöfnun.
Peyton Manning - flest snertimörk á einu og sama tímabilinu eða 55 talsins.
Peyton Manning - flestir sendingajardar á einu og sama tímabilinu eða 5477 talsins.
Super Bowl XLVIII milli Denver Broncos og Seattle Seahawks fer fram á Metlife Stadium í New Jersey verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD í kvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.
Sjáðu öll metin sem voru slegin í NFL í ár
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar