„Gunnar getur unnið þá allra bestu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. febrúar 2014 14:37 Gunnar Nelson mætir Omari Akhmedov í mars. mynd/samsett „Hann mun án efa verða UFC meistari einn daginn, ég er ekki í nokkrum vafa um það," segir Renzo Gracie, fyrrum MMA bardagakappi og núverandi þjálfari, í samtali við The Telegraph. „Það er ljóst að mínu mati að hann getur unnið þá allra bestu í veltivigt . Það er í raun undir honum komið hvenær hann vill ná þeim árangri. Að mínu mati getur hann unnið alla í deildinni á næstu tveimur árum. Hann þarf ekki að hafa neinar áhyggjur á gólfinu. Það eiga allir eftir að þekkja nafnið Nelson á næstunni.“Snýr aftur í búrið í mars Bardagakappinn Gunnar Nelson snýr aftur í búrið í mars og berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í UFC-keppninni í blönduðum bardagalistum. Bardaginn fer fram í London. Þetta verður þriðji bardagi Gunnars í UFC en hann átti að berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí í fyrra en þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann fór síðan í aðgerð stuttu síðar þar sem í ljós kom að hann var með rifinn liðþófa í hné. Omari Akhmedov er enginn nýgræðingur í MMA. Hann hefur keppt í millivigt og unnið tólf bardaga, þar af sex með rothöggi, fjóra með uppgjöf og tvo með dómaraúrskurði. Renzo Gracie, fyrrum MMA bardagakappi og núverandi þjálfari, telur að bardagi Gunnars verði mikill stökkpallur fyrir hann á stóra sviðið í MMA. Renzo Gracie sá fyrst til Gunnars fyrir nokkrum árum og hefur fylgst grannt með honum í gegnum árin. Hann telur að Gunnar verði brátt handhafi UFC beltisins í millivigt. „Ég hitti Gunnar fyrst árið 2008 og fór meðal annars á æfingu með honum og nokkrum öðrum bardagaköppum á Íslandi,“ sagði Gracie í viðtali við The Telegraph. „Mig langaði að kíkja á æfingu á meðan ég dvaldi á Íslandi og þá fyrst sá ég hversu magnaður Gunnar Nelson er. Hann var allt öðruvísi en aðrir strákar sem ég hef séð í þessu sporti. Það skein úr augum hann gríðarleg einbeiting og ákveðni. Stílinn hans var allt öðruvísi en ég hafði séð áður.“ Þegar Renzo Gracie hafði fylgst með Gunnari á nokkrum æfingum bauð hann honum til New York nokkrum mánuðum síðar. „Ég sagði honum að hann væri með ótrúlega hæfileika og vildi endilega fá hann til að æfa hér í New York svo að hann gæti fengið bestu mögulegu þjálfun sem hægt væri að fá.“Gunnar æfði mikið með Renzo Gracie í New York Næstu fjögur ár fór Gunnar reglulega til New York til að æfa undir leiðsögn Renzo Gracie. „Ég sá strax að þarna var framtíðar meistari í UFC. Hann þurfti að fá leiðsögn frá bestu þjálfurum í heiminum og einbeita sér einungis að því að verða betri og betri. Þegar Gunnar fór til New York upplifði hann mikið menningarsjokk eftir að hafa farið frá 300.000 manna landi yfir í borg þar sem 19 milljónir manns búa. „Fólkið gekk ótrúlega hratt um götur borgarinnar, bílarnir keyrðu hraðar en ég var vanur,“ sagði Gunnar í viðtali við miðilinn. „Það var skrítið að sjá byggingar útum allt en ég er vanur að geta horft upp og sjá himininn. Loftið var öðruvísi, maður fann fyrir menguninni og öðru slíku. Það var í raun allt öðruvísi.“ Að sögn Gracie dvaldi Gunnar í New York í sex mánuði árið 2009 og æfði tvisvar til þrisvar á dag. „Á þeim tíma varð hann mjög góður bardagamaður. Það var í raun með ólíkindum hversu snögglega hann náði sér í svarta beltið.“ Íþróttir MMA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira
„Hann mun án efa verða UFC meistari einn daginn, ég er ekki í nokkrum vafa um það," segir Renzo Gracie, fyrrum MMA bardagakappi og núverandi þjálfari, í samtali við The Telegraph. „Það er ljóst að mínu mati að hann getur unnið þá allra bestu í veltivigt . Það er í raun undir honum komið hvenær hann vill ná þeim árangri. Að mínu mati getur hann unnið alla í deildinni á næstu tveimur árum. Hann þarf ekki að hafa neinar áhyggjur á gólfinu. Það eiga allir eftir að þekkja nafnið Nelson á næstunni.“Snýr aftur í búrið í mars Bardagakappinn Gunnar Nelson snýr aftur í búrið í mars og berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í UFC-keppninni í blönduðum bardagalistum. Bardaginn fer fram í London. Þetta verður þriðji bardagi Gunnars í UFC en hann átti að berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí í fyrra en þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann fór síðan í aðgerð stuttu síðar þar sem í ljós kom að hann var með rifinn liðþófa í hné. Omari Akhmedov er enginn nýgræðingur í MMA. Hann hefur keppt í millivigt og unnið tólf bardaga, þar af sex með rothöggi, fjóra með uppgjöf og tvo með dómaraúrskurði. Renzo Gracie, fyrrum MMA bardagakappi og núverandi þjálfari, telur að bardagi Gunnars verði mikill stökkpallur fyrir hann á stóra sviðið í MMA. Renzo Gracie sá fyrst til Gunnars fyrir nokkrum árum og hefur fylgst grannt með honum í gegnum árin. Hann telur að Gunnar verði brátt handhafi UFC beltisins í millivigt. „Ég hitti Gunnar fyrst árið 2008 og fór meðal annars á æfingu með honum og nokkrum öðrum bardagaköppum á Íslandi,“ sagði Gracie í viðtali við The Telegraph. „Mig langaði að kíkja á æfingu á meðan ég dvaldi á Íslandi og þá fyrst sá ég hversu magnaður Gunnar Nelson er. Hann var allt öðruvísi en aðrir strákar sem ég hef séð í þessu sporti. Það skein úr augum hann gríðarleg einbeiting og ákveðni. Stílinn hans var allt öðruvísi en ég hafði séð áður.“ Þegar Renzo Gracie hafði fylgst með Gunnari á nokkrum æfingum bauð hann honum til New York nokkrum mánuðum síðar. „Ég sagði honum að hann væri með ótrúlega hæfileika og vildi endilega fá hann til að æfa hér í New York svo að hann gæti fengið bestu mögulegu þjálfun sem hægt væri að fá.“Gunnar æfði mikið með Renzo Gracie í New York Næstu fjögur ár fór Gunnar reglulega til New York til að æfa undir leiðsögn Renzo Gracie. „Ég sá strax að þarna var framtíðar meistari í UFC. Hann þurfti að fá leiðsögn frá bestu þjálfurum í heiminum og einbeita sér einungis að því að verða betri og betri. Þegar Gunnar fór til New York upplifði hann mikið menningarsjokk eftir að hafa farið frá 300.000 manna landi yfir í borg þar sem 19 milljónir manns búa. „Fólkið gekk ótrúlega hratt um götur borgarinnar, bílarnir keyrðu hraðar en ég var vanur,“ sagði Gunnar í viðtali við miðilinn. „Það var skrítið að sjá byggingar útum allt en ég er vanur að geta horft upp og sjá himininn. Loftið var öðruvísi, maður fann fyrir menguninni og öðru slíku. Það var í raun allt öðruvísi.“ Að sögn Gracie dvaldi Gunnar í New York í sex mánuði árið 2009 og æfði tvisvar til þrisvar á dag. „Á þeim tíma varð hann mjög góður bardagamaður. Það var í raun með ólíkindum hversu snögglega hann náði sér í svarta beltið.“
Íþróttir MMA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira