Knattspyrnulið HK, sem leikur í 1. deild á komandi sumri, mun spila alla sína heimaleiki innandyra í knattspyrnuhöllinni Kórnum.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins en hingað til hefur HK leikið á Kópavogsvelli og í Fagralundi.
„HK mun brjóta blað í íslenskri knattspyrnusögu á komandi keppnistímabili því meistaraflokkur karla verður fyrsta liðið í efri deildum til að vera með knattspyrnuhöll sem fastan heimavöll sinn á Íslandsmóti,“ segir á HK.is.
„Við lítum ekki lengur á Kópavogsvöll sem okkar heimavöll, enda fluttum við nær alfarið af honum um mitt síðasta sumar og spiluðum seinni hluta tímabilsins í Fagralundi. Auðvitað myndum við kjósa að spila áfram heimaleikina í Fagralundi en því miður er hvorki hægt að spila þar né á grasvellinum við Kórinn í 1. deild vegna skorts á aðstöðu fyrir áhorfendur,“ segir ennfremur.
HK, sem komst upp úr 2. deild í sumar, hefur spilað einn leik í Kórnum en það var 1. deildar leikur gegn ÍR 2009.
Kórinn rúmar 1.452 áhorfendur í sæti og er húsið löglegt fyrir landsleiki. A-landslið Íslands hefur spilað þrjá vináttuleiki við Færyja í knattspyrnuhúsinu.
HK spilar heimaleiki sína Kórnum í sumar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn