Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2014 13:43 Upp úr sauð í fyrri hálfleik í dag. Vísir/Daníel Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. Íslenska liðið situr nú í 2. sæti riðilsins, stigi á eftir Dönum og stigi á undan Spánverjum. Bæði lið eiga þó leik inni á eftir þegar Spánverjar mæta Austurríki og Danir mæta Ungverjum. Íslenska liðið hefði kosið að vinna stærri sigur þar sem Ungverjar, sem höfðu jafnmörg stig og Íslendingar fyrir leik dagsins, unnu sex marka sigur á Makedónum á dögunum. Markatala gæti ráðið úrslitum fari svo að Ísland og Ungverjaland ljúki leik í riðlinum með jafnmörg stig. Okkar menn mættu værukærir til leiks og lentu 4-0 undir. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tók í kjölfarið leikhlé og í kjölfarið bættu strákarnir leik sinn. Þeir skoruðu sex mörk gegn einu upp úr miðjum hálfleiknum og breyttu stöðunni úr 7-3 í 8-10. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson dró vagninn í sókninni. Íslenska liðið hélt dampi út hálfleikinn og mark Snorra Steins Guðjónssonar á lokasekúndu hálfleiksins gaf liðinu þriggja marka forskot í hálfleik, 14-11. Aftur mættu okkar menn illa stemmdir til leiks í síðari hálfleik og Makedóníumenn voru fljótir að jafna í 14-14. Íslenska liðið hélt frumkvæðinu en forskotið varð aldrei þægilegt. Mótherjinn andaði ofan í hálsmálið á strákunum okkar allt til enda en mark Gunnars Steins Jónssonar skoraði tuttugu sekúndum fyrir leikslok og tryggði tveggja marka sigur. Íslenska liðið getur spilað mun betur en það gerði í dag. Það er þó jákvætt að sigur vannst þrátt fyrir það. Tæpur sigur gæti kostað liðið þegar uppi verður staðið enda unnu Ungverjar þægilegan sigur á Makedóníumönnum. Ásgeir Örn og Björgvin stóðu upp úr hjá íslenska liðinu auk þess sem Róbert Gunnarsson nýtti færi sín á línunni vel. Flest allir geta leikið miklu betur og þurfa að gera það gegn Dönum á miðvikudag.Lazarov var markahæstur Makedóníumanna eins og svo oft áður.Vísir/DaníelBjörgvin átti frábæran leik í íslenska markinu, sérstaklega í fyrri hálfleik.Vísir/Daníel EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. Íslenska liðið situr nú í 2. sæti riðilsins, stigi á eftir Dönum og stigi á undan Spánverjum. Bæði lið eiga þó leik inni á eftir þegar Spánverjar mæta Austurríki og Danir mæta Ungverjum. Íslenska liðið hefði kosið að vinna stærri sigur þar sem Ungverjar, sem höfðu jafnmörg stig og Íslendingar fyrir leik dagsins, unnu sex marka sigur á Makedónum á dögunum. Markatala gæti ráðið úrslitum fari svo að Ísland og Ungverjaland ljúki leik í riðlinum með jafnmörg stig. Okkar menn mættu værukærir til leiks og lentu 4-0 undir. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tók í kjölfarið leikhlé og í kjölfarið bættu strákarnir leik sinn. Þeir skoruðu sex mörk gegn einu upp úr miðjum hálfleiknum og breyttu stöðunni úr 7-3 í 8-10. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson dró vagninn í sókninni. Íslenska liðið hélt dampi út hálfleikinn og mark Snorra Steins Guðjónssonar á lokasekúndu hálfleiksins gaf liðinu þriggja marka forskot í hálfleik, 14-11. Aftur mættu okkar menn illa stemmdir til leiks í síðari hálfleik og Makedóníumenn voru fljótir að jafna í 14-14. Íslenska liðið hélt frumkvæðinu en forskotið varð aldrei þægilegt. Mótherjinn andaði ofan í hálsmálið á strákunum okkar allt til enda en mark Gunnars Steins Jónssonar skoraði tuttugu sekúndum fyrir leikslok og tryggði tveggja marka sigur. Íslenska liðið getur spilað mun betur en það gerði í dag. Það er þó jákvætt að sigur vannst þrátt fyrir það. Tæpur sigur gæti kostað liðið þegar uppi verður staðið enda unnu Ungverjar þægilegan sigur á Makedóníumönnum. Ásgeir Örn og Björgvin stóðu upp úr hjá íslenska liðinu auk þess sem Róbert Gunnarsson nýtti færi sín á línunni vel. Flest allir geta leikið miklu betur og þurfa að gera það gegn Dönum á miðvikudag.Lazarov var markahæstur Makedóníumanna eins og svo oft áður.Vísir/DaníelBjörgvin átti frábæran leik í íslenska markinu, sérstaklega í fyrri hálfleik.Vísir/Daníel
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira