Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2014 13:43 Upp úr sauð í fyrri hálfleik í dag. Vísir/Daníel Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. Íslenska liðið situr nú í 2. sæti riðilsins, stigi á eftir Dönum og stigi á undan Spánverjum. Bæði lið eiga þó leik inni á eftir þegar Spánverjar mæta Austurríki og Danir mæta Ungverjum. Íslenska liðið hefði kosið að vinna stærri sigur þar sem Ungverjar, sem höfðu jafnmörg stig og Íslendingar fyrir leik dagsins, unnu sex marka sigur á Makedónum á dögunum. Markatala gæti ráðið úrslitum fari svo að Ísland og Ungverjaland ljúki leik í riðlinum með jafnmörg stig. Okkar menn mættu værukærir til leiks og lentu 4-0 undir. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tók í kjölfarið leikhlé og í kjölfarið bættu strákarnir leik sinn. Þeir skoruðu sex mörk gegn einu upp úr miðjum hálfleiknum og breyttu stöðunni úr 7-3 í 8-10. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson dró vagninn í sókninni. Íslenska liðið hélt dampi út hálfleikinn og mark Snorra Steins Guðjónssonar á lokasekúndu hálfleiksins gaf liðinu þriggja marka forskot í hálfleik, 14-11. Aftur mættu okkar menn illa stemmdir til leiks í síðari hálfleik og Makedóníumenn voru fljótir að jafna í 14-14. Íslenska liðið hélt frumkvæðinu en forskotið varð aldrei þægilegt. Mótherjinn andaði ofan í hálsmálið á strákunum okkar allt til enda en mark Gunnars Steins Jónssonar skoraði tuttugu sekúndum fyrir leikslok og tryggði tveggja marka sigur. Íslenska liðið getur spilað mun betur en það gerði í dag. Það er þó jákvætt að sigur vannst þrátt fyrir það. Tæpur sigur gæti kostað liðið þegar uppi verður staðið enda unnu Ungverjar þægilegan sigur á Makedóníumönnum. Ásgeir Örn og Björgvin stóðu upp úr hjá íslenska liðinu auk þess sem Róbert Gunnarsson nýtti færi sín á línunni vel. Flest allir geta leikið miklu betur og þurfa að gera það gegn Dönum á miðvikudag.Lazarov var markahæstur Makedóníumanna eins og svo oft áður.Vísir/DaníelBjörgvin átti frábæran leik í íslenska markinu, sérstaklega í fyrri hálfleik.Vísir/Daníel EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. Íslenska liðið situr nú í 2. sæti riðilsins, stigi á eftir Dönum og stigi á undan Spánverjum. Bæði lið eiga þó leik inni á eftir þegar Spánverjar mæta Austurríki og Danir mæta Ungverjum. Íslenska liðið hefði kosið að vinna stærri sigur þar sem Ungverjar, sem höfðu jafnmörg stig og Íslendingar fyrir leik dagsins, unnu sex marka sigur á Makedónum á dögunum. Markatala gæti ráðið úrslitum fari svo að Ísland og Ungverjaland ljúki leik í riðlinum með jafnmörg stig. Okkar menn mættu værukærir til leiks og lentu 4-0 undir. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tók í kjölfarið leikhlé og í kjölfarið bættu strákarnir leik sinn. Þeir skoruðu sex mörk gegn einu upp úr miðjum hálfleiknum og breyttu stöðunni úr 7-3 í 8-10. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson dró vagninn í sókninni. Íslenska liðið hélt dampi út hálfleikinn og mark Snorra Steins Guðjónssonar á lokasekúndu hálfleiksins gaf liðinu þriggja marka forskot í hálfleik, 14-11. Aftur mættu okkar menn illa stemmdir til leiks í síðari hálfleik og Makedóníumenn voru fljótir að jafna í 14-14. Íslenska liðið hélt frumkvæðinu en forskotið varð aldrei þægilegt. Mótherjinn andaði ofan í hálsmálið á strákunum okkar allt til enda en mark Gunnars Steins Jónssonar skoraði tuttugu sekúndum fyrir leikslok og tryggði tveggja marka sigur. Íslenska liðið getur spilað mun betur en það gerði í dag. Það er þó jákvætt að sigur vannst þrátt fyrir það. Tæpur sigur gæti kostað liðið þegar uppi verður staðið enda unnu Ungverjar þægilegan sigur á Makedóníumönnum. Ásgeir Örn og Björgvin stóðu upp úr hjá íslenska liðinu auk þess sem Róbert Gunnarsson nýtti færi sín á línunni vel. Flest allir geta leikið miklu betur og þurfa að gera það gegn Dönum á miðvikudag.Lazarov var markahæstur Makedóníumanna eins og svo oft áður.Vísir/DaníelBjörgvin átti frábæran leik í íslenska markinu, sérstaklega í fyrri hálfleik.Vísir/Daníel
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira