Íslandsmetin féllu hvert á fætur öðru 25. janúar 2014 15:48 Keppni í lyftingum á Reykjavíkurleikunum lauk rétt í þessu. Hvorki meira né minna en níu Íslandsmet voru slegin í keppninni, þar af átta í kvennaflokki. Sigurvegarar mótsins voru þau Þuríður Erla Helgadóttir, Ármanni, og Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur en þau voru stigahæst í keppninni óháð þyngdarflokki. Þuríður Erla setti Íslandsmet í -63 kg flokki þegar hún jafnhattaði 93 kg. Annie Mist Þórisdóttir setti tvö met í -69 kg flokki. Annarsvegar í jafnhöttun þar sem hún lyfti 95 kg og sló 2 ára gamalt eigið met og hinsvegar í samanlögðu sem var 170 kg en gamla metið var 164 kg. Katrín Tanja Davíðsdóttir setti einnig met í -69 kg flokki en það var í snörun þegar hún lyfti 78 kg. Gamla metið átti hún sjálf sem var 76 kg. Hin stórefnilega lyftingakona, Lilja Lind Helgadóttir sem er aðeins 17 ára gömul og keppir í +75 kg flokki, gerði sér lítið fyrir og setti fjögur Íslandsmet á mótinu. Lilja Lind bætti Íslandsmetið í snörun um 10 kg þegar hún lyfti 80 kg. Síðan tvíbætti hún Íslandsmetið í jafnhöttun fyrst 93 kg og svo 96 kg en gamla metið var 90 kg. Samanlagt lyfti hún því 176 kg sem er 16 kg bæting á Íslandsmetinu í samanlögðu.Björgvin Karl Guðmundsson var eini karlinn sem setti Íslandsmet á mótinu en hann lyfti 112 kg í snörun sem var 1 kg bæting á hans eigin meti í -85 kg flokki. Þá má geta þess að Gísli Kristjánsson sem verður 50 ára í sumar hefði sett heimsmet í dag ef hann hefði verið að keppa á heimsmeistaramóti öldunga (masters). Aðeins er þó hægt að fá slíkt met skráð á heimsmeistaramótinu sjálfu.Verðlaunahafar í kvennaflokki – stigakeppni óháð þyngdarflokki 1. Þuríður Erla Helgadóttir, Ármann 2. Björk Óðinsdóttir, Lyftingafélagi Reykjavíkur 3. Anna Hulda Ólafsdóttir, Lyftingafélagi ReykjavíkurVerðlaunahafar í karlaflokki – stigakeppni óháð þyngdarflokki 1. Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur 2. Kristian Helleren, Noregi 3. Andri Gunnarsson, Lyftingafélagi Garðabæjar Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Sjá meira
Keppni í lyftingum á Reykjavíkurleikunum lauk rétt í þessu. Hvorki meira né minna en níu Íslandsmet voru slegin í keppninni, þar af átta í kvennaflokki. Sigurvegarar mótsins voru þau Þuríður Erla Helgadóttir, Ármanni, og Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur en þau voru stigahæst í keppninni óháð þyngdarflokki. Þuríður Erla setti Íslandsmet í -63 kg flokki þegar hún jafnhattaði 93 kg. Annie Mist Þórisdóttir setti tvö met í -69 kg flokki. Annarsvegar í jafnhöttun þar sem hún lyfti 95 kg og sló 2 ára gamalt eigið met og hinsvegar í samanlögðu sem var 170 kg en gamla metið var 164 kg. Katrín Tanja Davíðsdóttir setti einnig met í -69 kg flokki en það var í snörun þegar hún lyfti 78 kg. Gamla metið átti hún sjálf sem var 76 kg. Hin stórefnilega lyftingakona, Lilja Lind Helgadóttir sem er aðeins 17 ára gömul og keppir í +75 kg flokki, gerði sér lítið fyrir og setti fjögur Íslandsmet á mótinu. Lilja Lind bætti Íslandsmetið í snörun um 10 kg þegar hún lyfti 80 kg. Síðan tvíbætti hún Íslandsmetið í jafnhöttun fyrst 93 kg og svo 96 kg en gamla metið var 90 kg. Samanlagt lyfti hún því 176 kg sem er 16 kg bæting á Íslandsmetinu í samanlögðu.Björgvin Karl Guðmundsson var eini karlinn sem setti Íslandsmet á mótinu en hann lyfti 112 kg í snörun sem var 1 kg bæting á hans eigin meti í -85 kg flokki. Þá má geta þess að Gísli Kristjánsson sem verður 50 ára í sumar hefði sett heimsmet í dag ef hann hefði verið að keppa á heimsmeistaramóti öldunga (masters). Aðeins er þó hægt að fá slíkt met skráð á heimsmeistaramótinu sjálfu.Verðlaunahafar í kvennaflokki – stigakeppni óháð þyngdarflokki 1. Þuríður Erla Helgadóttir, Ármann 2. Björk Óðinsdóttir, Lyftingafélagi Reykjavíkur 3. Anna Hulda Ólafsdóttir, Lyftingafélagi ReykjavíkurVerðlaunahafar í karlaflokki – stigakeppni óháð þyngdarflokki 1. Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur 2. Kristian Helleren, Noregi 3. Andri Gunnarsson, Lyftingafélagi Garðabæjar
Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Sjá meira