105 þúsund mættu á íshokkíleik og settu heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2014 19:00 Áhorfendurnir létu ekki snjó og kulda eyðileggja stemmninguna. Mynd/NordicPhotos/Getty Það var mikil dramatík í sérstökum íshokkíleik á nýársdag þegar Toronto Maple Leafs unnu 3-2 sigur á Detroit Red Wings í NHL-deildinni í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Þetta var sögulegur leikur og ekki bara fyrir að þarna voru tvö af stofnliðum NHL-deildarinnar að mætast á fyrsta degi ársins heldur var þarna sett nýtt áhorfendamet á íshokkíleik. Toronto Maple Leafs komst tvisvar yfir í venjulegum leiktíma en Detroit Red Wings jafnaði í bæði skiptin. Ekkert var skorað í framlengingunni en liðsmenn Detroit klikkuðu tvisvar í vítakeppninni og því var sigurinn Toronto Maple Leafs. Leikurinn bar nafnið "2014 NHL Winter Classic" og fór fram utanhúss eða á Michigan leikvanginum í Ann Arbor. Alls komu 105.491 áhorfendur á leikinn og létu kulda (mínus ellefu gráður) og snjókomu trufla sig. Gamla heimsmetið var frá desember 2010 þegar Michigan Wolverines unnu Michigan State Spartans Í háskólaíshokkíinu en um þúsund fleiri mættu á leikinn í gær. Gamla metið á NHL-leik var hinsvegar 71.217 manns á leik árið 2008. Snjókoman gerði reyndar leikmönnum erfitt fyrir á ísnum enda ekki að glíma við venjulegar aðstæður en er þó einn af sex leikjum tímabilsins sem fara fram utandyra. Leikirnir eru hluti af Stadium Series en það verður einnig spilað á Dodger Stadium (Los Angeles), Yankee Stadium (New York, 2 leikir), Soldier Field (Chicago) og BC Place (Vancouver). Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá þessum sögulega leik í Michigan.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/Getty Íþróttir Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjá meira
Það var mikil dramatík í sérstökum íshokkíleik á nýársdag þegar Toronto Maple Leafs unnu 3-2 sigur á Detroit Red Wings í NHL-deildinni í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Þetta var sögulegur leikur og ekki bara fyrir að þarna voru tvö af stofnliðum NHL-deildarinnar að mætast á fyrsta degi ársins heldur var þarna sett nýtt áhorfendamet á íshokkíleik. Toronto Maple Leafs komst tvisvar yfir í venjulegum leiktíma en Detroit Red Wings jafnaði í bæði skiptin. Ekkert var skorað í framlengingunni en liðsmenn Detroit klikkuðu tvisvar í vítakeppninni og því var sigurinn Toronto Maple Leafs. Leikurinn bar nafnið "2014 NHL Winter Classic" og fór fram utanhúss eða á Michigan leikvanginum í Ann Arbor. Alls komu 105.491 áhorfendur á leikinn og létu kulda (mínus ellefu gráður) og snjókomu trufla sig. Gamla heimsmetið var frá desember 2010 þegar Michigan Wolverines unnu Michigan State Spartans Í háskólaíshokkíinu en um þúsund fleiri mættu á leikinn í gær. Gamla metið á NHL-leik var hinsvegar 71.217 manns á leik árið 2008. Snjókoman gerði reyndar leikmönnum erfitt fyrir á ísnum enda ekki að glíma við venjulegar aðstæður en er þó einn af sex leikjum tímabilsins sem fara fram utandyra. Leikirnir eru hluti af Stadium Series en það verður einnig spilað á Dodger Stadium (Los Angeles), Yankee Stadium (New York, 2 leikir), Soldier Field (Chicago) og BC Place (Vancouver). Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá þessum sögulega leik í Michigan.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/Getty
Íþróttir Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjá meira