Hönnun er lykilatriði í nýsköpun og fjölgun atvinnutækifæra Halla Helgadóttir skrifar 24. desember 2013 06:00 Í síðustu viku voru í fyrsta sinn veittir styrkir úr nýstofnuðum samkeppnissjóði hönnunar. Yfir 200 umsóknir bárust og alls var sótt um yfir 400 miljónir króna sem sýnir fram á þá miklu fjármagnsþörf sem er innan greinarinnar. Hægt var sækja um styrki í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki auk ferðastyrkja. Í þessari úthlutun eru veittar 41 milljón króna til 29 verkefna, auk þess eru veittir 20 ferðastyrkir. Gróska nýrrar atvinnugreinar Í kjölfar stofnunar Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur orðið viðhorfsbreyting á Íslandi gagnvart mikilvægi hönnunar og arkitektúrs. Hönnun er ein af þeim atvinnugreinum sem varð fyrst verulega sýnileg í íslensku atvinnulífi í kreppunni og nú er einstök gróska í greininni. Ungt fólk sækir í hönnunarnám, það heldur óhrætt út í atvinnulífið og vinnur að því að skapa eigin atvinnutækifæri og byggja upp fyrirtæki. Þess vegna er svo brýnt einmitt núna að ýta undir og styðja við þá miklu nýsköpun í atvinnulífinu sem hönnuðir standa fyrir. Stofnun hönnunarsjóðs er afrakstur faglegrar stefnumótunarvinnu íslenskra hönnuða, arkitekta einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila að áeggjan mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Afrakstur þeirrar vinnu, Hönnunarstefna fyrir Ísland, bíður nú samþykktar nýrra stjórnvalda. Þar eru tillögur að 13 markvissum aðgerðum sem munu stuðla að hraðari þróun og vexti í greininni. Lítil fjárfesting Markmið Hönnunarmiðstöðvar er að koma á laggirnar 200 milljóna króna samkeppnissjóði á sviði hönnunar. Með stofnun hönnunarsjóðs upp á 45 milljónir var fyrsta skrefinu náð að þessu markmiði. Öll ný atvinnustarfsemi þarf á stuðningi og fjárfestingu að halda í upphafi til þess að hjólin fari að snúast af alvöru. Hönnun er ung atvinnugrein sem nýtur ekki þeirra forréttinda að vera með stór og öflug fyrirtæki á bak við sig hér á Íslandi eins og t.d. sjávarútveg eða orkuiðnað. Þess vegna var stofnun samkeppnissjóðs fyrir hönnuði gríðarlega mikilvægt skref í framþróun greinarinnar. Aðgangur að fjármagni er hindrun fyrir hönnuði og sprotafyrirtæki á því sviði. Hér hefur verið einstök gróska á tímum kreppu og óáranar, svo mikil að það eitt hefur vakið mikla athygli erlendis. Hönnunargreinar eru ein af þeim greinum sem blásið hafa þjóðinni bjartsýni í brjóst undanfarin ár. Kostnaður óverulegur Helstu rök fyrir mikilvægi þessarar fjárfestingar eru m.a.: lÞjóðir sem vilja tryggja sér samkeppnisforskot verða að fjárfesta í hönnun sem aðferð til nýsköpunar og þróunar. Atvinnulíf sem byggir á hönnunargreinum er í örustum vexti á Vesturlöndum og þjónustuhönnun er þar fremst í flokki. Fjárfesting í hverju starfi í hönnunargreinum er hverfandi miðað við flestar aðrar atvinnugreinar. Fjöldi ungra Íslendinga er að mennta sig í hönnun og arkitektúr. Tryggja þarf að hæfileikar og sérþekking nýtist samfélaginu til heilla, í arðbærum og góðum störfum í framtíðinni. Á Íslandi í dag er einstaklega kraftmikil grasrót á þessu sviði, svo kraftmikil að eftir því er tekið víða erlendis. Nýsköpun og tækifæri Ríkisstjórn sem leggur áherslu á nýsköpun og tækifæri í atvinnulífinu hlýtur að verja nýstofnaðan hönnunarsjóð. Það er mikið kappsmál að samfélagið fái sem best notið þess mikla mannauðs sem býr í góðum hönnuðum og arkitektum. Það er ljóst að hönnuðir munu færa þjóðarbúinu þessa fjárfestingu margfalt til baka, þar sem fjölbreytt og öflugt atvinnulíf verður undirstaða vaxtar og velferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Tíska og hönnun Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku voru í fyrsta sinn veittir styrkir úr nýstofnuðum samkeppnissjóði hönnunar. Yfir 200 umsóknir bárust og alls var sótt um yfir 400 miljónir króna sem sýnir fram á þá miklu fjármagnsþörf sem er innan greinarinnar. Hægt var sækja um styrki í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki auk ferðastyrkja. Í þessari úthlutun eru veittar 41 milljón króna til 29 verkefna, auk þess eru veittir 20 ferðastyrkir. Gróska nýrrar atvinnugreinar Í kjölfar stofnunar Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur orðið viðhorfsbreyting á Íslandi gagnvart mikilvægi hönnunar og arkitektúrs. Hönnun er ein af þeim atvinnugreinum sem varð fyrst verulega sýnileg í íslensku atvinnulífi í kreppunni og nú er einstök gróska í greininni. Ungt fólk sækir í hönnunarnám, það heldur óhrætt út í atvinnulífið og vinnur að því að skapa eigin atvinnutækifæri og byggja upp fyrirtæki. Þess vegna er svo brýnt einmitt núna að ýta undir og styðja við þá miklu nýsköpun í atvinnulífinu sem hönnuðir standa fyrir. Stofnun hönnunarsjóðs er afrakstur faglegrar stefnumótunarvinnu íslenskra hönnuða, arkitekta einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila að áeggjan mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Afrakstur þeirrar vinnu, Hönnunarstefna fyrir Ísland, bíður nú samþykktar nýrra stjórnvalda. Þar eru tillögur að 13 markvissum aðgerðum sem munu stuðla að hraðari þróun og vexti í greininni. Lítil fjárfesting Markmið Hönnunarmiðstöðvar er að koma á laggirnar 200 milljóna króna samkeppnissjóði á sviði hönnunar. Með stofnun hönnunarsjóðs upp á 45 milljónir var fyrsta skrefinu náð að þessu markmiði. Öll ný atvinnustarfsemi þarf á stuðningi og fjárfestingu að halda í upphafi til þess að hjólin fari að snúast af alvöru. Hönnun er ung atvinnugrein sem nýtur ekki þeirra forréttinda að vera með stór og öflug fyrirtæki á bak við sig hér á Íslandi eins og t.d. sjávarútveg eða orkuiðnað. Þess vegna var stofnun samkeppnissjóðs fyrir hönnuði gríðarlega mikilvægt skref í framþróun greinarinnar. Aðgangur að fjármagni er hindrun fyrir hönnuði og sprotafyrirtæki á því sviði. Hér hefur verið einstök gróska á tímum kreppu og óáranar, svo mikil að það eitt hefur vakið mikla athygli erlendis. Hönnunargreinar eru ein af þeim greinum sem blásið hafa þjóðinni bjartsýni í brjóst undanfarin ár. Kostnaður óverulegur Helstu rök fyrir mikilvægi þessarar fjárfestingar eru m.a.: lÞjóðir sem vilja tryggja sér samkeppnisforskot verða að fjárfesta í hönnun sem aðferð til nýsköpunar og þróunar. Atvinnulíf sem byggir á hönnunargreinum er í örustum vexti á Vesturlöndum og þjónustuhönnun er þar fremst í flokki. Fjárfesting í hverju starfi í hönnunargreinum er hverfandi miðað við flestar aðrar atvinnugreinar. Fjöldi ungra Íslendinga er að mennta sig í hönnun og arkitektúr. Tryggja þarf að hæfileikar og sérþekking nýtist samfélaginu til heilla, í arðbærum og góðum störfum í framtíðinni. Á Íslandi í dag er einstaklega kraftmikil grasrót á þessu sviði, svo kraftmikil að eftir því er tekið víða erlendis. Nýsköpun og tækifæri Ríkisstjórn sem leggur áherslu á nýsköpun og tækifæri í atvinnulífinu hlýtur að verja nýstofnaðan hönnunarsjóð. Það er mikið kappsmál að samfélagið fái sem best notið þess mikla mannauðs sem býr í góðum hönnuðum og arkitektum. Það er ljóst að hönnuðir munu færa þjóðarbúinu þessa fjárfestingu margfalt til baka, þar sem fjölbreytt og öflugt atvinnulíf verður undirstaða vaxtar og velferðar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun