Mál hjúkrunarfræðings hjá ríkissaksóknara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2013 07:00 Atvikið gerðist á gjörgæsludeild Landspítlans í október í fyrra. Mynd úr safni. Mynd/Vilhelm Lögreglurannsókn á máli hjúkrunarfræðings, sem grunaður er um mistök eða vanrækslu í starfi sem leiddi til þess að maður lést á gjörgæsludeild Landspítalans í október á síðasta ári, er nú lokið. Málið er komið á borð ríkissaksóknara og mun koma í ljós á næstunni hvort gefin verði út ákæra í málinu eða ekki. Það verður þá í fyrsta skipti sem heilbrigðisstarfsmaður á Íslandi er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í Svíþjóð kom upp mál fyrir um tíu árum þegar hjúkrunarfræðingur var dæmdur sekur í hæstarétti fyrir manndráp af gáleysi. Ákæran og dómsorðið vöktu sterk viðbrögð og gagnrýni, meðal annars vegna þess að bent var á einn ákveðinn blóraböggul í stað þess að greina kringumstæður málsins, verklag, skipulag og starfsaðstæður og fyrirbyggja að mistök hendi aftur. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir starfsfólk spítalans harma þetta atvik og verkferlar hafi verið bættir í kjölfar þess. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir starfsmenn spítalans hafa brugðist hárrétt við þegar upp kom grunur um mistök. „Starfsmenn létu vita af atvikinu og um leið hófst innri rannsókn hér á spítalanum. Þeirri rannsókn er lokið og kom í ljós að samverkandi þættir urðu þess valdandi að mistök urðu sem við höfum brugðist við með umbótum. Staða hjúkrunarfræðingsins í málinu er nýr veruleiki fyrir okkur og gríðarlegt áfall fyrir alla.“ Sigríður segir svona atburð breyta lífi allra sem koma að honum. „Umfram allt þá hörmum við að svona hafi farið. Við höfum verið í góðu sambandi við aðstandendur og hugur okkar er hjá þeim.“ Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir starfar ekki lengur á gjörgæsludeild þar sem atvikið átti sér stað heldur á annarri deild spítalans. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglurannsókn á máli hjúkrunarfræðings, sem grunaður er um mistök eða vanrækslu í starfi sem leiddi til þess að maður lést á gjörgæsludeild Landspítalans í október á síðasta ári, er nú lokið. Málið er komið á borð ríkissaksóknara og mun koma í ljós á næstunni hvort gefin verði út ákæra í málinu eða ekki. Það verður þá í fyrsta skipti sem heilbrigðisstarfsmaður á Íslandi er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í Svíþjóð kom upp mál fyrir um tíu árum þegar hjúkrunarfræðingur var dæmdur sekur í hæstarétti fyrir manndráp af gáleysi. Ákæran og dómsorðið vöktu sterk viðbrögð og gagnrýni, meðal annars vegna þess að bent var á einn ákveðinn blóraböggul í stað þess að greina kringumstæður málsins, verklag, skipulag og starfsaðstæður og fyrirbyggja að mistök hendi aftur. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir starfsfólk spítalans harma þetta atvik og verkferlar hafi verið bættir í kjölfar þess. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir starfsmenn spítalans hafa brugðist hárrétt við þegar upp kom grunur um mistök. „Starfsmenn létu vita af atvikinu og um leið hófst innri rannsókn hér á spítalanum. Þeirri rannsókn er lokið og kom í ljós að samverkandi þættir urðu þess valdandi að mistök urðu sem við höfum brugðist við með umbótum. Staða hjúkrunarfræðingsins í málinu er nýr veruleiki fyrir okkur og gríðarlegt áfall fyrir alla.“ Sigríður segir svona atburð breyta lífi allra sem koma að honum. „Umfram allt þá hörmum við að svona hafi farið. Við höfum verið í góðu sambandi við aðstandendur og hugur okkar er hjá þeim.“ Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir starfar ekki lengur á gjörgæsludeild þar sem atvikið átti sér stað heldur á annarri deild spítalans.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira