Liðsfélagar lögðu upp flest mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2013 07:30 Sam Tillen og Ólafur Páll fengu verðlaun fyrir afrek sitt í sumar. Mynd/Daníel FH-ingarnir Ólafur Páll Snorrason og Sam Tillen gáfu flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla í sumar en verðlaunin fyrir stoðsendingar voru afhent í gær í útgáfuteiti bókarinnar Íslensk knattspyrna 2013. FH-ingurinn Ólafur Páll Snorrason gaf flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla í fótbolta sumarið 2013 eða einni fleiri en liðsfélagi hans Sam Tillen. Saman gáfu þeir félagar 21 stoðsendingu á félaga sína í FH-liðinu. Stjörnustúlkan Rúna Sif Stefánsdóttir gaf flestar stoðsendingar hjá konunum, sextán, eða tveimur fleiri en liðsfélagi hennar og markadrottning deildarinnar, Harpa Þorsteinsdóttir. Víðir Sigurðsson og bókaútgáfan Tindur afhentu í gær verðlaun fyrir flestar stoðsendingar í deildunum í tilefni af útgáfu bókarinnar Íslensk knattspyrna 2013. Það er ekki á hverju sumri sem tveir liðsfélagar leggja upp flest mörk í úrvalsdeild karla í fótbolta og Fréttablaðið skoðaði aðeins nánar stoðsendingar FH-inganna. Hér að neðan má sjá samanburð á stoðsendingunum Ólafs og Sam í Pepsi-deild karla sumarið 2013. Stoðsendingar Ólafs Páls eru vinstra megin á vellinum (4 úr horni, 4 eftir fyrirgjafir, 1 eftir aukaspyrnu og 2 með öðrum hætti) en stoðsendingar Sam Tillen eru sundurliðaðar hægra megin (7 úr horni, 2 eftir fyrirgjafir og 1 eftir aukaspyrnu).Þetta er í annað skiptið sem tveir liðsfélagar ná því að brjóta tíu stoðsendinga múrinn á sama sumri. KR-ingarnir Guðmundur Benediktsson og Gunnar Örn Jónsson náðu því 2009. Þetta er í þriðja sinn sem Ólafur Páll gefur flestar stoðsendingar á tímabili en hann var einnig með flestar stoðsendingar 2005 og 2011. Það eru bara Haraldur Ingólfsson (5 sinnum) og Guðmundur Benediktsson (3 sinnum) sem hafa náð því síðan byrjað var að taka stoðsendingar saman sumarið 1992. Sam Tillen spilaði sitt fyrsta tímabil með FH og fór að raða inn stoðsendingunum seinni hluta móts. Ólafur Páll var því nánast búinn að missa titilinn til félaga síns á lokasprettinum því Sam gaf alls átta stoðsendingar í seinni umferðinni. Ólafur Páll gaf aftur á móti meira en helming stoðsendinga sinna í júnímánuði. Ólafur Páll jafnaði met Guðmundar Benediktssonar með því að gefa tíu stoðsendingar eða fleiri á sínu þriðja tímabili en því náði FH-ingurinn einnig þegar hann vann stoðsendingatitilinn í hin tvö skiptin. Guðmundur Benediktsson afrekaði þetta tvisvar með KR (1999 og 2009) og einu sinni með Val (2005). Ólafur Páll og Sam Tillen voru einnig þeir leikmenn sem áttu þátt í undirbúningi flestra marka. Þar eru taldar með sendingar sem eiga beinan þátt í marki án þess að vera síðasta sending á þann sem skorar. Ólafur Páll kom að fimmtán mörkum en Tillen fjórtán.Óli Palli og Sam Tillen.Mynd/Samsett Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
FH-ingarnir Ólafur Páll Snorrason og Sam Tillen gáfu flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla í sumar en verðlaunin fyrir stoðsendingar voru afhent í gær í útgáfuteiti bókarinnar Íslensk knattspyrna 2013. FH-ingurinn Ólafur Páll Snorrason gaf flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla í fótbolta sumarið 2013 eða einni fleiri en liðsfélagi hans Sam Tillen. Saman gáfu þeir félagar 21 stoðsendingu á félaga sína í FH-liðinu. Stjörnustúlkan Rúna Sif Stefánsdóttir gaf flestar stoðsendingar hjá konunum, sextán, eða tveimur fleiri en liðsfélagi hennar og markadrottning deildarinnar, Harpa Þorsteinsdóttir. Víðir Sigurðsson og bókaútgáfan Tindur afhentu í gær verðlaun fyrir flestar stoðsendingar í deildunum í tilefni af útgáfu bókarinnar Íslensk knattspyrna 2013. Það er ekki á hverju sumri sem tveir liðsfélagar leggja upp flest mörk í úrvalsdeild karla í fótbolta og Fréttablaðið skoðaði aðeins nánar stoðsendingar FH-inganna. Hér að neðan má sjá samanburð á stoðsendingunum Ólafs og Sam í Pepsi-deild karla sumarið 2013. Stoðsendingar Ólafs Páls eru vinstra megin á vellinum (4 úr horni, 4 eftir fyrirgjafir, 1 eftir aukaspyrnu og 2 með öðrum hætti) en stoðsendingar Sam Tillen eru sundurliðaðar hægra megin (7 úr horni, 2 eftir fyrirgjafir og 1 eftir aukaspyrnu).Þetta er í annað skiptið sem tveir liðsfélagar ná því að brjóta tíu stoðsendinga múrinn á sama sumri. KR-ingarnir Guðmundur Benediktsson og Gunnar Örn Jónsson náðu því 2009. Þetta er í þriðja sinn sem Ólafur Páll gefur flestar stoðsendingar á tímabili en hann var einnig með flestar stoðsendingar 2005 og 2011. Það eru bara Haraldur Ingólfsson (5 sinnum) og Guðmundur Benediktsson (3 sinnum) sem hafa náð því síðan byrjað var að taka stoðsendingar saman sumarið 1992. Sam Tillen spilaði sitt fyrsta tímabil með FH og fór að raða inn stoðsendingunum seinni hluta móts. Ólafur Páll var því nánast búinn að missa titilinn til félaga síns á lokasprettinum því Sam gaf alls átta stoðsendingar í seinni umferðinni. Ólafur Páll gaf aftur á móti meira en helming stoðsendinga sinna í júnímánuði. Ólafur Páll jafnaði met Guðmundar Benediktssonar með því að gefa tíu stoðsendingar eða fleiri á sínu þriðja tímabili en því náði FH-ingurinn einnig þegar hann vann stoðsendingatitilinn í hin tvö skiptin. Guðmundur Benediktsson afrekaði þetta tvisvar með KR (1999 og 2009) og einu sinni með Val (2005). Ólafur Páll og Sam Tillen voru einnig þeir leikmenn sem áttu þátt í undirbúningi flestra marka. Þar eru taldar með sendingar sem eiga beinan þátt í marki án þess að vera síðasta sending á þann sem skorar. Ólafur Páll kom að fimmtán mörkum en Tillen fjórtán.Óli Palli og Sam Tillen.Mynd/Samsett
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti