Hættur að svekkja sig á landsliðsvalinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2013 06:00 Bjarki Már (til hægri) ásamt Guðjón Val Sigurðssyni fyrir viðureign Kiel og Eisenach í haust.Mynd/Aðsend Óhætt er að segja að Bjarki Már Elísson hafi slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Hann fékk sig lausan frá HK í sumar og einsetti sér að halda í atvinnumennsku. Lítið virtist ganga í þeim efnum og fór svo að hann samdi við FH. „Ég gæti alveg eins hafa verið að spila í Hafnarfjarðarslagnum í síðustu viku,“ segir Bjarki sem tekur undir með blaðamanni að hlutirnir geti gerst hratt. Þannig hafi það svo sannarlega verið í þess tilfelli þegar síminn hringdi óvænt frá Aðalsteini Eyjólfssyni, þjálfara Eisenach. „Ég fékk símtal frá Alla á föstudegi og var kominn út á sunnudegi. Þetta var aðeins tíu dögum áður en ákvæði í samningi mínum um að mega yfirgefa FH átti að renna út,“ segir hornamaðurinn sem skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta leik með liðinu. Nú eftir 16 leiki er hann markahæstur Íslendinga í sterkustu deild í heimi með 64 mörk eða 4 mörk að meðaltali í leik. „Það hefur gengið mjög vel að aðlagast. Ég fæ að spila helling og nýt mikils trausts,“ segir Fylkismaðurinn uppaldi. Hann viðurkennir að hafa átt lélega leiki inn á milli en fleiri hafi verið góðir. „Ég er svo metnaðarfullur að mér finnst að ég ætti að vera kominn með 100 mörk en ekki 64. Mig langar að enda tímabilið á meðal 25 markahæstu leikmanna deildarinnar,“ segir Bjarki Már. Lykillinn í velgengninni sé spilatíminn enda hafi það vegið þungt þegar skrifað var undir samninginn. Mikil samkeppni er um stöðu vinstri hornamanns í íslenska landsliðinu. Guðjón Valur Sigurðsson hefur staðið vaktina þar lengi og erfitt fyrir nokkurn að veita Seltirningnum eldfljóta samkeppni. „Ég er svo oft búinn að svekkja mig á því að vera ekki valinn að ég myndi líta á það sem bónus,“ segir Bjarki Már um möguleika sína á að komast í landsliðshópinn fyrir EM í Danmörku í janúar. „Ég hef tvisvar verið í æfingahópi fyrir stórmót en ekki farið með. Það er auðvelt að leggjast í eitthvað svekkelsi en nú lít ég bara á það sem bónus.“ Aðspurður um stöðu Eisenach sem situr í fallsæti segir Bjarki Már að menn megi ekki gleyma stærð félagsins. Liðið hafi verið síðasta liðið til að koma upp úr b-deildinni síðastliðið vor og skrýtið að það komi fólki á óvart að liðið sé í botnbaráttu. „Við erum nýliðar og leikmenn með ekki það há laun. Við erum nokkuð ánægðir með stigin sjö á þessum tímapunkti. Þau gætu verið aðeins fleiri en einnig aðeins færri. Við erum bara á ágætu róli í dag.“ EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Óhætt er að segja að Bjarki Már Elísson hafi slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Hann fékk sig lausan frá HK í sumar og einsetti sér að halda í atvinnumennsku. Lítið virtist ganga í þeim efnum og fór svo að hann samdi við FH. „Ég gæti alveg eins hafa verið að spila í Hafnarfjarðarslagnum í síðustu viku,“ segir Bjarki sem tekur undir með blaðamanni að hlutirnir geti gerst hratt. Þannig hafi það svo sannarlega verið í þess tilfelli þegar síminn hringdi óvænt frá Aðalsteini Eyjólfssyni, þjálfara Eisenach. „Ég fékk símtal frá Alla á föstudegi og var kominn út á sunnudegi. Þetta var aðeins tíu dögum áður en ákvæði í samningi mínum um að mega yfirgefa FH átti að renna út,“ segir hornamaðurinn sem skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta leik með liðinu. Nú eftir 16 leiki er hann markahæstur Íslendinga í sterkustu deild í heimi með 64 mörk eða 4 mörk að meðaltali í leik. „Það hefur gengið mjög vel að aðlagast. Ég fæ að spila helling og nýt mikils trausts,“ segir Fylkismaðurinn uppaldi. Hann viðurkennir að hafa átt lélega leiki inn á milli en fleiri hafi verið góðir. „Ég er svo metnaðarfullur að mér finnst að ég ætti að vera kominn með 100 mörk en ekki 64. Mig langar að enda tímabilið á meðal 25 markahæstu leikmanna deildarinnar,“ segir Bjarki Már. Lykillinn í velgengninni sé spilatíminn enda hafi það vegið þungt þegar skrifað var undir samninginn. Mikil samkeppni er um stöðu vinstri hornamanns í íslenska landsliðinu. Guðjón Valur Sigurðsson hefur staðið vaktina þar lengi og erfitt fyrir nokkurn að veita Seltirningnum eldfljóta samkeppni. „Ég er svo oft búinn að svekkja mig á því að vera ekki valinn að ég myndi líta á það sem bónus,“ segir Bjarki Már um möguleika sína á að komast í landsliðshópinn fyrir EM í Danmörku í janúar. „Ég hef tvisvar verið í æfingahópi fyrir stórmót en ekki farið með. Það er auðvelt að leggjast í eitthvað svekkelsi en nú lít ég bara á það sem bónus.“ Aðspurður um stöðu Eisenach sem situr í fallsæti segir Bjarki Már að menn megi ekki gleyma stærð félagsins. Liðið hafi verið síðasta liðið til að koma upp úr b-deildinni síðastliðið vor og skrýtið að það komi fólki á óvart að liðið sé í botnbaráttu. „Við erum nýliðar og leikmenn með ekki það há laun. Við erum nokkuð ánægðir með stigin sjö á þessum tímapunkti. Þau gætu verið aðeins fleiri en einnig aðeins færri. Við erum bara á ágætu róli í dag.“
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira