Hættur að svekkja sig á landsliðsvalinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2013 06:00 Bjarki Már (til hægri) ásamt Guðjón Val Sigurðssyni fyrir viðureign Kiel og Eisenach í haust.Mynd/Aðsend Óhætt er að segja að Bjarki Már Elísson hafi slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Hann fékk sig lausan frá HK í sumar og einsetti sér að halda í atvinnumennsku. Lítið virtist ganga í þeim efnum og fór svo að hann samdi við FH. „Ég gæti alveg eins hafa verið að spila í Hafnarfjarðarslagnum í síðustu viku,“ segir Bjarki sem tekur undir með blaðamanni að hlutirnir geti gerst hratt. Þannig hafi það svo sannarlega verið í þess tilfelli þegar síminn hringdi óvænt frá Aðalsteini Eyjólfssyni, þjálfara Eisenach. „Ég fékk símtal frá Alla á föstudegi og var kominn út á sunnudegi. Þetta var aðeins tíu dögum áður en ákvæði í samningi mínum um að mega yfirgefa FH átti að renna út,“ segir hornamaðurinn sem skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta leik með liðinu. Nú eftir 16 leiki er hann markahæstur Íslendinga í sterkustu deild í heimi með 64 mörk eða 4 mörk að meðaltali í leik. „Það hefur gengið mjög vel að aðlagast. Ég fæ að spila helling og nýt mikils trausts,“ segir Fylkismaðurinn uppaldi. Hann viðurkennir að hafa átt lélega leiki inn á milli en fleiri hafi verið góðir. „Ég er svo metnaðarfullur að mér finnst að ég ætti að vera kominn með 100 mörk en ekki 64. Mig langar að enda tímabilið á meðal 25 markahæstu leikmanna deildarinnar,“ segir Bjarki Már. Lykillinn í velgengninni sé spilatíminn enda hafi það vegið þungt þegar skrifað var undir samninginn. Mikil samkeppni er um stöðu vinstri hornamanns í íslenska landsliðinu. Guðjón Valur Sigurðsson hefur staðið vaktina þar lengi og erfitt fyrir nokkurn að veita Seltirningnum eldfljóta samkeppni. „Ég er svo oft búinn að svekkja mig á því að vera ekki valinn að ég myndi líta á það sem bónus,“ segir Bjarki Már um möguleika sína á að komast í landsliðshópinn fyrir EM í Danmörku í janúar. „Ég hef tvisvar verið í æfingahópi fyrir stórmót en ekki farið með. Það er auðvelt að leggjast í eitthvað svekkelsi en nú lít ég bara á það sem bónus.“ Aðspurður um stöðu Eisenach sem situr í fallsæti segir Bjarki Már að menn megi ekki gleyma stærð félagsins. Liðið hafi verið síðasta liðið til að koma upp úr b-deildinni síðastliðið vor og skrýtið að það komi fólki á óvart að liðið sé í botnbaráttu. „Við erum nýliðar og leikmenn með ekki það há laun. Við erum nokkuð ánægðir með stigin sjö á þessum tímapunkti. Þau gætu verið aðeins fleiri en einnig aðeins færri. Við erum bara á ágætu róli í dag.“ EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Sjá meira
Óhætt er að segja að Bjarki Már Elísson hafi slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Hann fékk sig lausan frá HK í sumar og einsetti sér að halda í atvinnumennsku. Lítið virtist ganga í þeim efnum og fór svo að hann samdi við FH. „Ég gæti alveg eins hafa verið að spila í Hafnarfjarðarslagnum í síðustu viku,“ segir Bjarki sem tekur undir með blaðamanni að hlutirnir geti gerst hratt. Þannig hafi það svo sannarlega verið í þess tilfelli þegar síminn hringdi óvænt frá Aðalsteini Eyjólfssyni, þjálfara Eisenach. „Ég fékk símtal frá Alla á föstudegi og var kominn út á sunnudegi. Þetta var aðeins tíu dögum áður en ákvæði í samningi mínum um að mega yfirgefa FH átti að renna út,“ segir hornamaðurinn sem skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta leik með liðinu. Nú eftir 16 leiki er hann markahæstur Íslendinga í sterkustu deild í heimi með 64 mörk eða 4 mörk að meðaltali í leik. „Það hefur gengið mjög vel að aðlagast. Ég fæ að spila helling og nýt mikils trausts,“ segir Fylkismaðurinn uppaldi. Hann viðurkennir að hafa átt lélega leiki inn á milli en fleiri hafi verið góðir. „Ég er svo metnaðarfullur að mér finnst að ég ætti að vera kominn með 100 mörk en ekki 64. Mig langar að enda tímabilið á meðal 25 markahæstu leikmanna deildarinnar,“ segir Bjarki Már. Lykillinn í velgengninni sé spilatíminn enda hafi það vegið þungt þegar skrifað var undir samninginn. Mikil samkeppni er um stöðu vinstri hornamanns í íslenska landsliðinu. Guðjón Valur Sigurðsson hefur staðið vaktina þar lengi og erfitt fyrir nokkurn að veita Seltirningnum eldfljóta samkeppni. „Ég er svo oft búinn að svekkja mig á því að vera ekki valinn að ég myndi líta á það sem bónus,“ segir Bjarki Már um möguleika sína á að komast í landsliðshópinn fyrir EM í Danmörku í janúar. „Ég hef tvisvar verið í æfingahópi fyrir stórmót en ekki farið með. Það er auðvelt að leggjast í eitthvað svekkelsi en nú lít ég bara á það sem bónus.“ Aðspurður um stöðu Eisenach sem situr í fallsæti segir Bjarki Már að menn megi ekki gleyma stærð félagsins. Liðið hafi verið síðasta liðið til að koma upp úr b-deildinni síðastliðið vor og skrýtið að það komi fólki á óvart að liðið sé í botnbaráttu. „Við erum nýliðar og leikmenn með ekki það há laun. Við erum nokkuð ánægðir með stigin sjö á þessum tímapunkti. Þau gætu verið aðeins fleiri en einnig aðeins færri. Við erum bara á ágætu róli í dag.“
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Sjá meira