Pólitískar ofsóknir á Alþingi Kristinn H. Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2013 06:00 Það er miður að enn skuli vera efnt til pólitískra ofsókna á Alþingi. Allmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um skipan sérstakrar rannsóknarnefndar. Athuga á störf ráðherra og embættismanna sem komu að samningaviðræðum við bresk og hollensk stjórnvöld vegna Icesave. Hér er augljóslega verið að hefna Landsdómsréttarhaldanna yfir Geir Haarde og spjótunum beint að Steingrími J. Sigfússyni og Svavari Gestssyni. Íslensk stjórnmál setja verulega ofan við þennan tillöguflutning og var ekki á það bætandi eftir þær pólitísku ofsóknir sem landsmenn máttu fylgjast með í sölum Alþingis á síðasta kjörtímabili. Þessi hefndarleiðangur mun ekki skila neinum gagni en mörgum ógagni, helst Alþingi sjálfu. Sérhver ráðherra og embættismaður sem komið hefur að viðræðum og samningum vegna Icesave-málsins frá upphafi hefur unnið sitt verk samkvæmt bestu vitund og með almannahag að leiðarljósi. Það er ómaklegt að halda öðru fram. Það er skiljanlegt að eftir stóráföll eins og fall bankakerfisins verði menn nokkuð ráðvilltir á stjórnmálasviðinu. En það fráleitasta var að alþingismenn stæðu sjálfir í hlutverki ákæruvaldsins og beittu því gegn pólitískum samherjum og andstæðingum. Eðlilegt framhald af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem taldi að þrír ráðherrar hefðu sýnt af sér vanrækslu í störfum sínum, var að fela óvilhöllum aðilum rannsókn og eftir atvikum ákæruvald. Það var ekki gert og illt var gert verra með tillögu um ákæru á hendur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og oddvita Samfylkingarinnar. Þar var gengið gegn áliti rannsóknarnefndarinnar sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess fjalla um hennar störf, þar sem utanríkisráðuneytið fór ekki með nein þau mál sem snertu efnahagsmál. Hún gæti ekki sem utanríkisráðherra hafa brotið eða vanrækt nein lagaákvæði. Benti rannsóknarnefndin á að þáttur hennar einskorðaðist við stöðu hennar sem pólitískur oddviti Samfylkingarinnar (7. bindi, bls 291).Uppgjör á pólitískum vettvangi Pólitískt hlutverk er án nokkurrar lagalegrar stöðu og uppgjör við þau störf fara aðeins fram á pólitískum vettvangi, svo sem innan flokks og í almennum þingkosningum. Ráðherrar fara almennt einir með vald yfir sínum málaflokkum og heyra ekki undir aðra ráðherra, hvað þá oddvita stjórnmálaflokka. Hins vegar hafa formenn stjórnarflokka hverju sinni lengi haft tilhneigingu til þess að halda sem flestum þráðum í sinni hendi og hafa viljað stjórna öðrum ráðherrum. Slík þróun nær því aðeins fram að ganga að ráðherrarnir og þingmenn samþykki og framkvæmi í störfum sínum annarra vilja. En þeirra verður alltaf lagalega ábyrgðin að lokum, en ekki pólitísku oddvitanna. Stjórnskipan landsins er skynsamleg og skýr og engin ástæða til þess að breyta henni. Vandinn liggur í undirgefnum þingmönnum sem afhenda formönnum í stjórnmálaflokkunum meiri áhrif en stjórnarskráin mælir fyrir um. Aðförin að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur er einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu. Þrátt fyrir að hún axlaði strax pólitíska ábyrgð og steig af stjórnmálasviðinu var reynt að draga hana fyrir Landsdóm sem átti að breytast í pólitískan Hæstarétt og úrskurða um störf formanns Samfylkingarinnar. Ákærur á hendur öðrum fyrrverandi ráðherrum beindust að vanrækslu á störfum þeirra sem ráðherra og meint brot á lagalegum skyldum, en ekki að pólitísku hlutverki þeirra. Of margir þingmenn í of mörgum flokkum reyndust ekki valda ábyrgð sinni og blönduðu saman pólitísku hlutverki og opinberum skyldum ráðherra. Eflaust voru ástæður þeirra margvíslegar og sumar jafnvel settar fram í góðri trú. En það sama má segja um galdrabrennur 17. aldarinnar. Hver svo sem rökin hafa verið þá verður niðurstaðan alltaf sú sama, að fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar sætti grófum pólitískum ofsóknum. Sjálfstæðismenn stóðu þá gegn skrípaleik pólitískra réttarhalda og tillagan var að lokum felld. Þeir munu gera sjálfum sér og íslenskum stjórnmálum mest gagn með því að forðast sömu mistök og fyrrverandi stjórnarflokkar bera ábyrgð á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Landsdómur Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það er miður að enn skuli vera efnt til pólitískra ofsókna á Alþingi. Allmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um skipan sérstakrar rannsóknarnefndar. Athuga á störf ráðherra og embættismanna sem komu að samningaviðræðum við bresk og hollensk stjórnvöld vegna Icesave. Hér er augljóslega verið að hefna Landsdómsréttarhaldanna yfir Geir Haarde og spjótunum beint að Steingrími J. Sigfússyni og Svavari Gestssyni. Íslensk stjórnmál setja verulega ofan við þennan tillöguflutning og var ekki á það bætandi eftir þær pólitísku ofsóknir sem landsmenn máttu fylgjast með í sölum Alþingis á síðasta kjörtímabili. Þessi hefndarleiðangur mun ekki skila neinum gagni en mörgum ógagni, helst Alþingi sjálfu. Sérhver ráðherra og embættismaður sem komið hefur að viðræðum og samningum vegna Icesave-málsins frá upphafi hefur unnið sitt verk samkvæmt bestu vitund og með almannahag að leiðarljósi. Það er ómaklegt að halda öðru fram. Það er skiljanlegt að eftir stóráföll eins og fall bankakerfisins verði menn nokkuð ráðvilltir á stjórnmálasviðinu. En það fráleitasta var að alþingismenn stæðu sjálfir í hlutverki ákæruvaldsins og beittu því gegn pólitískum samherjum og andstæðingum. Eðlilegt framhald af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem taldi að þrír ráðherrar hefðu sýnt af sér vanrækslu í störfum sínum, var að fela óvilhöllum aðilum rannsókn og eftir atvikum ákæruvald. Það var ekki gert og illt var gert verra með tillögu um ákæru á hendur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og oddvita Samfylkingarinnar. Þar var gengið gegn áliti rannsóknarnefndarinnar sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess fjalla um hennar störf, þar sem utanríkisráðuneytið fór ekki með nein þau mál sem snertu efnahagsmál. Hún gæti ekki sem utanríkisráðherra hafa brotið eða vanrækt nein lagaákvæði. Benti rannsóknarnefndin á að þáttur hennar einskorðaðist við stöðu hennar sem pólitískur oddviti Samfylkingarinnar (7. bindi, bls 291).Uppgjör á pólitískum vettvangi Pólitískt hlutverk er án nokkurrar lagalegrar stöðu og uppgjör við þau störf fara aðeins fram á pólitískum vettvangi, svo sem innan flokks og í almennum þingkosningum. Ráðherrar fara almennt einir með vald yfir sínum málaflokkum og heyra ekki undir aðra ráðherra, hvað þá oddvita stjórnmálaflokka. Hins vegar hafa formenn stjórnarflokka hverju sinni lengi haft tilhneigingu til þess að halda sem flestum þráðum í sinni hendi og hafa viljað stjórna öðrum ráðherrum. Slík þróun nær því aðeins fram að ganga að ráðherrarnir og þingmenn samþykki og framkvæmi í störfum sínum annarra vilja. En þeirra verður alltaf lagalega ábyrgðin að lokum, en ekki pólitísku oddvitanna. Stjórnskipan landsins er skynsamleg og skýr og engin ástæða til þess að breyta henni. Vandinn liggur í undirgefnum þingmönnum sem afhenda formönnum í stjórnmálaflokkunum meiri áhrif en stjórnarskráin mælir fyrir um. Aðförin að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur er einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu. Þrátt fyrir að hún axlaði strax pólitíska ábyrgð og steig af stjórnmálasviðinu var reynt að draga hana fyrir Landsdóm sem átti að breytast í pólitískan Hæstarétt og úrskurða um störf formanns Samfylkingarinnar. Ákærur á hendur öðrum fyrrverandi ráðherrum beindust að vanrækslu á störfum þeirra sem ráðherra og meint brot á lagalegum skyldum, en ekki að pólitísku hlutverki þeirra. Of margir þingmenn í of mörgum flokkum reyndust ekki valda ábyrgð sinni og blönduðu saman pólitísku hlutverki og opinberum skyldum ráðherra. Eflaust voru ástæður þeirra margvíslegar og sumar jafnvel settar fram í góðri trú. En það sama má segja um galdrabrennur 17. aldarinnar. Hver svo sem rökin hafa verið þá verður niðurstaðan alltaf sú sama, að fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar sætti grófum pólitískum ofsóknum. Sjálfstæðismenn stóðu þá gegn skrípaleik pólitískra réttarhalda og tillagan var að lokum felld. Þeir munu gera sjálfum sér og íslenskum stjórnmálum mest gagn með því að forðast sömu mistök og fyrrverandi stjórnarflokkar bera ábyrgð á.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun