
Þrír fílar
Greining Ólafs er að mörgu leyti rétt, en fílarnir eru fleiri en einn. Að mínu mati eru fílarnir í postulínsbúðinni a.m.k. þrír og þeir eru allstórir.
Sá fíll sem Ólafur nefnir er að mínu mati ekki sá mikilvægasti, þ.e.a.s. að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk starfi á alþjóðlegum samkeppnismarkaði, og geti fengið betur borgaða vinnu nánast hvar sem er í hinum vestræna heimi. Vissulega skiptir þetta máli, en launakjör hafa aldrei verið það sem togað hefur íslenska lækna heim aftur að loknu sérnámi erlendis. Þar hafa meiru ráðið fjölskylduþættir og tækifæri til að byggja upp góða þjónustu.
Fíll númer tvö er sú staðreynd að starfsfólk Landspítalans hefur sl. áratugi, allt frá því að undirritaður byrjaði að fylgjast þar með, ekki getað treyst því að spítalinn virði gerða kjarasamninga. Öll vafaatriði hafa alltaf verið túlkuð spítalanum í hag, yfirvinna greidd seint, illa eða ekki. Hvíldartími ekki virtur, frítökuréttur ekki virtur og þannig mætti lengi telja. Ef starfsmenn spítalans gætu alltaf treyst því að þeir fengju alla sína vinnu og framlag til spítalans greitt þá myndi viðhorf þeirra til spítalans sem vinnuveitenda sennilega breytast.
Stærsti fíllinn
En stærsti fíllinn er líklega spítalinn sjálfur. Aðstaðan sem starfsfólki er boðin upp á og aðstaðan sem er ætlast til að við sem starfsfólk bjóðum veiku fólki upp á er fyrir neðan allar hellur og langt frá því sem er ásættanlegt. Læknar sem hafa verið í sérnámi erlendis á vel búnum háskólasjúkrahúsum á góðum launum, með vinnuveitendur sem meta þá mikils, hafa ekki mikið að sækja á Landspítalann. Unglæknar sem fara utan í sérnám um þessar mundir kveðja ekki spítalann með söknuði.
Alla þessa fíla þarf heilbrigðisráðherra að sjá og reka út úr búðinni. Um fíl nr. 1 verður líklega tekist á í kjarasamningum og ráðherra getur beitt sér til að samningamenn hans horfi þar á stöðuna eins og hún er. Fíll nr. 2 fellur líklega undir húsbóndavald ráðherrans gagnvart yfirstjórn spítalans og ætti að vera auðrekinn. Fíl nr. 3 þarf ráðherra hins vegar að koma út úr ríkisstjórnarherberginu. Hann þarf að koma ráðherrum ríkisstjórnarinnar í skilning um að án ákvörðunar um að byggja nýjan spítala eru allar hinar aðgerðirnar og inngripin bara tímabundinn plástur á sárin.
Skoðun

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar

Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar
Sigvaldi Einarsson skrifar

Enginn skilinn eftir á götunni
Dagmar Valsdóttir skrifar

Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna
Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar

Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman?
Guðmundur Edgarsson skrifar

Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota?
Svanur Guðmundsson skrifar

Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við
Ian McDonald skrifar

Málþóf á kostnað ungs fólks
Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar

Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar