Auglýst eftir ábyrgð! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 6. september 2013 06:00 Að undanförnu hafa stjórnarliðar fært fyrir því kostuleg rök að auðlegðarskattur hljóti nú að leggjast af. Þeir telja að sökum þess að lagaákvæði þar um hafi ekki ótímabundið gildi verði skatturinn að hverfa. Ekki er nú hátt risið á slíkum málflutningi þegar betur er að gáð. Nægur tími er til stefnu út þetta ár að gera fullnægjandi ráðstafanir hvað tekjuöflun á þessum forsendum eins og öðrum varðar, samhliða afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2014. Ekki hef ég heldur frétt af því að nýja ríkisstjórn skorti þingstyrk til að koma þeim málum fram sem hún vill og tengjast hag ríkisins. Viljinn til þess er allt annað mál og hann virðist skorta í þessu tilviki. Annaðhvort vilja menn eða vilja ekki framlengja það fyrirkomulag að nokkur þúsund efnuðustu einstaklingar og fjölskyldur samfélagsins leggi lítils háttar aukalega af mörkum á þessum erfiðu tímum og í samræmi við auð sinn. Ekki skorti þingstyrk þegar stjórnin kom þeim til hjálpar sl. vor sem hún augljóslega mat í mestri þörf fyrir ívilnandi ráðstafanir, sem eins og kunnugt er voru sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan. Eins má spyrja hvort til standi að beita sömu röksemdum víðar og þannig t.d. ekki uppfæra til verðlags ýmsa tekjupósta bundna föstum krónutölum í lögum til árs í senn? Vonandi ekki og þar með hrynur málsvörnin. Ríkisstjórnin mun væntanlega leggja til við Alþingi í ráðstöfunarfrumvörpum eða í bandormi margs konar uppfærslur til verðlags, framlengingu ráðstafana með tímabundið gildi o.s.frv. Ábyrgðin á slíkum ráðstöfunum og meðferð ríkisfjármála í heild liggur hjá sitjandi ríkisstjórn og meirihluta hennar hverju sinni og hvergi annars staðar.Margs konar ráðstafanir með tímabundið gildi Auðlegðarskattar, stóreigna- eða eignaskattar eru vel þekkt fyrirbæri að gömlu og nýju. Skattandlagið er auður, þ.e. yfirleitt hreinar eignir fólks umfram skuldir, samkvæmt nánari skilgreiningu. Hér var valin sú leið að taka upp raunverulegan auðlegðar- eða stóreignaskatt þar sem einungis yrði greitt af hreinni eign ofan við tiltölulega há fjárhæðarmörk á íslenskan mælikvarða, enda greiðendurnir aðeins nokkur þúsund auðugustu einstaklingar og fjölskyldur landsins eins og áður sagði. Tiltölulega hliðstæður skattur er við líði í Noregi svo dæmi sé tekið og nefnist þar „formue“-skattur. Í mörgum öðrum löndum þar sem glímt hefur verið við efnahagserfiðleika hafa menn að undanförnu ýmist tekið upp einhverjar hliðstæður eða áforma að gera það. Auðlegðarskatturinn var innleiddur sem liður í fjölþættum og viðamiklum aðgerðum til að forða ríkissjóði Íslands frá gjaldþroti. Mjög margar þessara ráðstafana voru, a.m.k. í fyrstu, innleiddar til eins eða nokkurra ára í senn. Gilti það bæði um tekjuöflunaraðgerðir, sparnaðarráðstafanir og ívilnandi eða hvetjandi ráðstafanir. Má í þeim hópi nefna; kolefnisgjald (sem seinna var gert ótímabundið), auðlindagjald á orku, fjársýsluskatt á fjármálaþjónustu, 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðhalds og endurbóta á íbúðarhúsnæði og húsnæði sveitarfélaga („allir vinna“ átakið), heimild til úttektar séreignasparnaðar, minni frádráttarbærni vegna inngreiðslna í séreignarsjóði og þannig mætti áfram telja. Ýmsar ástæður voru fyrir þessu. Sumar voru nýmæli og því líklegt að einhverjar breytingar kynnu að vera gerðar samhliða framlengingu. Stundum var verið að innleiða breytingar í áföngum. Í öðrum tilvikum þótti með tímabundnu gildi ástæða til að undirstrika að viðkomandi ráðstöfunum væri ekki endilega ætlað að standa óbreyttum að eilífu og allt þetta auðvitað háð framvindu efnahags- og ríkisfjármálanna.Afnám auðlegðarskatts = 8-9 milljarða niðurskurður? Aðalatriði málsins er þó að allar þessar víðtæku aðgerðir voru og eru hluti af áætlun í ríkisfjármálum til meðallangs tíma. Fyrst áætlun í ríkisfjármálum 2009-2013, svo 2012-2015 (Herðubreið) og loks 2013-2016 (Keilir). Í þessum áætlunum eða ritum, sem og í greinargerðum með fjárlagafrumvörpum og víðar, hefur alltaf verið gerð grein fyrir því að viðkomandi ráðstafanir séu hluti af forsendum ríkisfjármálaáætlunarinnar. Með öðrum orðum, taki þær breytingum til lækkunar eða hverfi, þurfa aðrar jafngildar ráðstafanir að koma til á móti svo forsendur áætlunarinnar haldi. Það er undan þessum veruleika sem núverandi ríkisstjórn kemst ekki með útúrsnúningum. Ef mikilvægur tekjupóstur eins og auðlegðarskatturinn hverfur á einu bretti, tekjur upp á 8-9 milljarða króna, er stórt skarð höggvið í ríkisfjármálaáætlun næstu ára í viðbót við það sem fór fyrir borð í vor. Með því að breyta einu einasta ártali í lögum um tekju- og eignaskatt má framlengja auðlegðarskattinn til eins eða fleiri ára í senn. Ef stjórnarmeirihlutinn ræður ekki við það tæknilega má vera honum innan handar. Pólitíska ábyrgðin er meirihlutans hvernig sem fer. En hér er fyrst og fremst lýst eftir ábyrgð almennt. Ábyrgð og aftur ábyrgð í ríkisfjármálum er það sem gildir. Annað er landinu stórhættulegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa stjórnarliðar fært fyrir því kostuleg rök að auðlegðarskattur hljóti nú að leggjast af. Þeir telja að sökum þess að lagaákvæði þar um hafi ekki ótímabundið gildi verði skatturinn að hverfa. Ekki er nú hátt risið á slíkum málflutningi þegar betur er að gáð. Nægur tími er til stefnu út þetta ár að gera fullnægjandi ráðstafanir hvað tekjuöflun á þessum forsendum eins og öðrum varðar, samhliða afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2014. Ekki hef ég heldur frétt af því að nýja ríkisstjórn skorti þingstyrk til að koma þeim málum fram sem hún vill og tengjast hag ríkisins. Viljinn til þess er allt annað mál og hann virðist skorta í þessu tilviki. Annaðhvort vilja menn eða vilja ekki framlengja það fyrirkomulag að nokkur þúsund efnuðustu einstaklingar og fjölskyldur samfélagsins leggi lítils háttar aukalega af mörkum á þessum erfiðu tímum og í samræmi við auð sinn. Ekki skorti þingstyrk þegar stjórnin kom þeim til hjálpar sl. vor sem hún augljóslega mat í mestri þörf fyrir ívilnandi ráðstafanir, sem eins og kunnugt er voru sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan. Eins má spyrja hvort til standi að beita sömu röksemdum víðar og þannig t.d. ekki uppfæra til verðlags ýmsa tekjupósta bundna föstum krónutölum í lögum til árs í senn? Vonandi ekki og þar með hrynur málsvörnin. Ríkisstjórnin mun væntanlega leggja til við Alþingi í ráðstöfunarfrumvörpum eða í bandormi margs konar uppfærslur til verðlags, framlengingu ráðstafana með tímabundið gildi o.s.frv. Ábyrgðin á slíkum ráðstöfunum og meðferð ríkisfjármála í heild liggur hjá sitjandi ríkisstjórn og meirihluta hennar hverju sinni og hvergi annars staðar.Margs konar ráðstafanir með tímabundið gildi Auðlegðarskattar, stóreigna- eða eignaskattar eru vel þekkt fyrirbæri að gömlu og nýju. Skattandlagið er auður, þ.e. yfirleitt hreinar eignir fólks umfram skuldir, samkvæmt nánari skilgreiningu. Hér var valin sú leið að taka upp raunverulegan auðlegðar- eða stóreignaskatt þar sem einungis yrði greitt af hreinni eign ofan við tiltölulega há fjárhæðarmörk á íslenskan mælikvarða, enda greiðendurnir aðeins nokkur þúsund auðugustu einstaklingar og fjölskyldur landsins eins og áður sagði. Tiltölulega hliðstæður skattur er við líði í Noregi svo dæmi sé tekið og nefnist þar „formue“-skattur. Í mörgum öðrum löndum þar sem glímt hefur verið við efnahagserfiðleika hafa menn að undanförnu ýmist tekið upp einhverjar hliðstæður eða áforma að gera það. Auðlegðarskatturinn var innleiddur sem liður í fjölþættum og viðamiklum aðgerðum til að forða ríkissjóði Íslands frá gjaldþroti. Mjög margar þessara ráðstafana voru, a.m.k. í fyrstu, innleiddar til eins eða nokkurra ára í senn. Gilti það bæði um tekjuöflunaraðgerðir, sparnaðarráðstafanir og ívilnandi eða hvetjandi ráðstafanir. Má í þeim hópi nefna; kolefnisgjald (sem seinna var gert ótímabundið), auðlindagjald á orku, fjársýsluskatt á fjármálaþjónustu, 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðhalds og endurbóta á íbúðarhúsnæði og húsnæði sveitarfélaga („allir vinna“ átakið), heimild til úttektar séreignasparnaðar, minni frádráttarbærni vegna inngreiðslna í séreignarsjóði og þannig mætti áfram telja. Ýmsar ástæður voru fyrir þessu. Sumar voru nýmæli og því líklegt að einhverjar breytingar kynnu að vera gerðar samhliða framlengingu. Stundum var verið að innleiða breytingar í áföngum. Í öðrum tilvikum þótti með tímabundnu gildi ástæða til að undirstrika að viðkomandi ráðstöfunum væri ekki endilega ætlað að standa óbreyttum að eilífu og allt þetta auðvitað háð framvindu efnahags- og ríkisfjármálanna.Afnám auðlegðarskatts = 8-9 milljarða niðurskurður? Aðalatriði málsins er þó að allar þessar víðtæku aðgerðir voru og eru hluti af áætlun í ríkisfjármálum til meðallangs tíma. Fyrst áætlun í ríkisfjármálum 2009-2013, svo 2012-2015 (Herðubreið) og loks 2013-2016 (Keilir). Í þessum áætlunum eða ritum, sem og í greinargerðum með fjárlagafrumvörpum og víðar, hefur alltaf verið gerð grein fyrir því að viðkomandi ráðstafanir séu hluti af forsendum ríkisfjármálaáætlunarinnar. Með öðrum orðum, taki þær breytingum til lækkunar eða hverfi, þurfa aðrar jafngildar ráðstafanir að koma til á móti svo forsendur áætlunarinnar haldi. Það er undan þessum veruleika sem núverandi ríkisstjórn kemst ekki með útúrsnúningum. Ef mikilvægur tekjupóstur eins og auðlegðarskatturinn hverfur á einu bretti, tekjur upp á 8-9 milljarða króna, er stórt skarð höggvið í ríkisfjármálaáætlun næstu ára í viðbót við það sem fór fyrir borð í vor. Með því að breyta einu einasta ártali í lögum um tekju- og eignaskatt má framlengja auðlegðarskattinn til eins eða fleiri ára í senn. Ef stjórnarmeirihlutinn ræður ekki við það tæknilega má vera honum innan handar. Pólitíska ábyrgðin er meirihlutans hvernig sem fer. En hér er fyrst og fremst lýst eftir ábyrgð almennt. Ábyrgð og aftur ábyrgð í ríkisfjármálum er það sem gildir. Annað er landinu stórhættulegt.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun