Tíundi bikarmeistaratitill Blika Stefán Árni Pálsson skrifar 26. ágúst 2013 07:00 Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, lyftir hér bikarnum á laugardaginn. Greta Mjöll tók þátt í síðasta bikarúrslitaleik kvennaliðsins árið 2005 þegar liðið hafði betur gegn KR. Fréttablaðð/daníel Breiðablik varð um helgina bikarmeistari í knattspyrnu kvenna eftir frábæran sigur á Þór/KA, 2-1, á Laugardalsvellinum. Mikil stemning var á vellinum og mættu 1605 áhorfendur á leikinn en það mun vera áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna. Aðsókn á leiki sumarsins í kvennaknattspyrnunni hefur aukist jafnt og þétt. Breiðablik var að taka þátt í sínum fimmtánda bikarúrslitaleik í sögu kvennaliðsins og var þetta tíundi bikarmeistaratitill Blika. Þór/KA var í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og mun liðið eflaust setja þennan leik í reynslubankann.Akureyringurinn kláraði leikinn Það var Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi leikmaður Þórs/KA, sem tryggði Blikum sigurinn með öðru marki liðsins um hálftíma fyrir leikslok. Rakel gekk í raðir Breiðabliks fyrir síðasta tímabil og þurfti síðan að horfa á sína gömlu félega hampa Íslandsmeistaratitlinum undir lokin. Núna hefur hún unnið sinn eigin titil og fagnaði gríðarlega í leikslok á laugardaginn. „Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni, ég er svo glöð,“ segir Rakel Hönnudóttir, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Rakel var ánægð með hvernig liðið brást við mótlætinu þegar Þór/KA jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiksins. „Það er ekkert alltof skemmtilegt að keppa á móti mínum gömlu félögum en það eru að verða komin tvö ár síðan ég fór. Það hafa eflaust fleiri leikmenn skipt um lið en ég og fólk ætti að vera búið að jafna sig á þessu.“ Rakel var að vonum ánægð með úrslit leiksins og með að fá sinn eigin titil í hendurnar. „Það var mjög erfitt að sjá mitt gamla lið taka á móti Íslandsmeistaratitlinum í fyrra en þetta var bara mín ákvörðun og ég tel að hún hafi verið rétt. Núna er ég sæll og kátur bikarmeistari.“Kominn tími á bikar „Það þarf alltaf að hafa fyrir sigri og við fengum að finna fyrir því á laugardaginn. Ég er mjög stoltur af liðinu og virkilega ánægður með bikarinn. Það var kominn tími á bikar í Kópavog,“ segir Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Heilt yfir fannst mér við spila vel í leiknum en duttum niður á tímabili. Sérstaklega í upphafi seinni hálfleiks og þá hleyptum við þeim alltof mikið inn í leikinn á ný. Sem betur fer náðum við að klára leikinn og ná í dolluna.“ Hlynur Svan hafði sína skoðun á því hvernig er að þjálfa stelpur og stóð því ekki á skoðun sinni um umræðu síðustu viku um kvennalandsliðið í knattspyrnu. „Það er ekkert mál að þjálfa stelpur og við verðum að hætta þessari umræðu sem fyrst. Það er nauðsynlegt að halda áfram því frábæra starfi sem er í gangi í íslenskri kvennaknattspyrnu og einbeita sér betur að því.“ Hlynur Svan þjálfaði Þór/KA árið 2011 og lagði því einnig sína gömlu félaga að velli um helgina. Hann fékk Rakel Hönnudóttur yfir til Breiðabliks. Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira
Breiðablik varð um helgina bikarmeistari í knattspyrnu kvenna eftir frábæran sigur á Þór/KA, 2-1, á Laugardalsvellinum. Mikil stemning var á vellinum og mættu 1605 áhorfendur á leikinn en það mun vera áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna. Aðsókn á leiki sumarsins í kvennaknattspyrnunni hefur aukist jafnt og þétt. Breiðablik var að taka þátt í sínum fimmtánda bikarúrslitaleik í sögu kvennaliðsins og var þetta tíundi bikarmeistaratitill Blika. Þór/KA var í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og mun liðið eflaust setja þennan leik í reynslubankann.Akureyringurinn kláraði leikinn Það var Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi leikmaður Þórs/KA, sem tryggði Blikum sigurinn með öðru marki liðsins um hálftíma fyrir leikslok. Rakel gekk í raðir Breiðabliks fyrir síðasta tímabil og þurfti síðan að horfa á sína gömlu félega hampa Íslandsmeistaratitlinum undir lokin. Núna hefur hún unnið sinn eigin titil og fagnaði gríðarlega í leikslok á laugardaginn. „Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni, ég er svo glöð,“ segir Rakel Hönnudóttir, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Rakel var ánægð með hvernig liðið brást við mótlætinu þegar Þór/KA jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiksins. „Það er ekkert alltof skemmtilegt að keppa á móti mínum gömlu félögum en það eru að verða komin tvö ár síðan ég fór. Það hafa eflaust fleiri leikmenn skipt um lið en ég og fólk ætti að vera búið að jafna sig á þessu.“ Rakel var að vonum ánægð með úrslit leiksins og með að fá sinn eigin titil í hendurnar. „Það var mjög erfitt að sjá mitt gamla lið taka á móti Íslandsmeistaratitlinum í fyrra en þetta var bara mín ákvörðun og ég tel að hún hafi verið rétt. Núna er ég sæll og kátur bikarmeistari.“Kominn tími á bikar „Það þarf alltaf að hafa fyrir sigri og við fengum að finna fyrir því á laugardaginn. Ég er mjög stoltur af liðinu og virkilega ánægður með bikarinn. Það var kominn tími á bikar í Kópavog,“ segir Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Heilt yfir fannst mér við spila vel í leiknum en duttum niður á tímabili. Sérstaklega í upphafi seinni hálfleiks og þá hleyptum við þeim alltof mikið inn í leikinn á ný. Sem betur fer náðum við að klára leikinn og ná í dolluna.“ Hlynur Svan hafði sína skoðun á því hvernig er að þjálfa stelpur og stóð því ekki á skoðun sinni um umræðu síðustu viku um kvennalandsliðið í knattspyrnu. „Það er ekkert mál að þjálfa stelpur og við verðum að hætta þessari umræðu sem fyrst. Það er nauðsynlegt að halda áfram því frábæra starfi sem er í gangi í íslenskri kvennaknattspyrnu og einbeita sér betur að því.“ Hlynur Svan þjálfaði Þór/KA árið 2011 og lagði því einnig sína gömlu félaga að velli um helgina. Hann fékk Rakel Hönnudóttur yfir til Breiðabliks.
Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira