Ný upplýsingaöld og ESB Einar Benediktsson skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Í ritstjórnargrein þann 12. ágúst um IPA-styrkina féll Morgunblaðið skör neðar í óviðeigandi ummælum um Ísland og Evrópusambandið. Nú komu skreiðin og Nígería óvænt til sögunnar. Á árum áður var mikill útflutningur skreiðar til Nígeríu, þá háður útflutningsleyfum. Væntanlega hafa útflytjendur fengið gjaldeyrisleyfi vegna sérstakra greiðslna við öflun innflutningsleyfa í Nígeríu, sem Morgunblaðið segir að hafi verið bókað sem „hagsmunafé“ hjá bönkunum. Þessar mútugreiðslur ber blaðið saman við drengilegar styrkveitingar Evrópusambandsins til þeirra sem knýja að dyrum, svo að meta megi betur hvernig dvölin er innandyra. Gjörspillt stjórnsýsla er Nígeríu til skaða og vansa og er því miður útbreitt fyrirbæri í Afríku. Þau mál eiga ekki erindi í Evrópuumræðu okkar. Það þarf að hægja á þessari léttvægu umræðu um IPA-styrkina og tilgang þeirra en taka fyrir með þeirri alvöru sem málinu ber. Á það skal lögð áhersla að Evrópusambandið hefur frá upphafi svarað kalli upplýsingaaldar nútímans um öflugan stuðning við síþróun kennslu og náms. Vegna náinna samningsbundinna tengsla hafa Íslendingar í marga áratugi þegið stórfellda ESB-styrki með sk. Rammaáætlun og samstarfi á ýmsum kennslustigum með Erasmus-, Leonardo- og Comenius-áætlunum. Svo sem bent er á á vefsíðum HÍ höfum við þannig getað tengst þeirri miklu gerjun sem er á lykilsviði upplýsingasamfélags nútímans. Mjög er þó miður að lítið af þessum hræringum skilar sér í innlenda fjölmiðla og til framkvæmda í menntakerfinu. Ein markverðasta framför okkar tíma var „stofnanagerð“ rannsókna- og þróunarstarfs. Í stað þess að vera tilviljanakennd og stopul iðja ýmissa áhuga- og fræðimanna hafa miklu öflugri rannsóknir leitt til feikilegs árangurs. Rannsóknir og þróun urðu að sjálfsögðum þætti í starfsemi stærri fyrirtækja og eru fastir liðir á fjárlögum iðnríkja. Það er deginum ljósara að fyrir smáríkið Ísland er starfsemi Evrópusambandsins til þess fallin að færa okkur inn í þróun þar sem Ísland eitt og sér skortir bæði yfirsýn og tengsl. Vilji Íslendingar ekki missa af lestinni í þessum efnum er brýnt að taka á þessu máli af alvöru.Bábilja Ég segi þessa starfsemi Evrópusambandsins þjóna vel á nýrri upplýsingaöld. Hugsað er þá til þess tímabils 18. og 19 aldar sem svo mjög skiptir sköpum í sögunni og nefnist upplýsingaöldin. Það var upphaf framfara með vísindalegum vinnubrögðum í Frakklandi og Þýskalandi að ógleymdu Bretlandi. Og þessi þróun nær með ýmsum hætti til Íslands frá og með 18. öld og leiðir til framfara í landbúnaði, garðrækt, og verksmiðjurekstri í Innréttingum Skúla Magnússonar í Reykjavík. Segi hver sitt um þau mál en markverðast fyrir mig var þó hið mikla átak Magnúsar Stephensen í menntunar- og fræðslumálum með prentverkinu í Viðey, nokkurs konar Evrópustofa síns tíma! Á 19. öld eru Evrópuáhrif á stjórnmálasviðinu driffjöður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Norður-Evrópuþjóðir verða sér meðvitaðar um að Íslendingar hafa varðveitt forna germanska tungu og mikil söguleg og menningarleg verðmæti. Án okkar vantar mikið í samfélag þeirra. Laugarvatn var afar heppilegt staðarval fyrir upphaf ríkisstjórnar þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna. Sá staður tengist minningu Jónasar Jónssonar frá Hriflu en hann var maður upplýsingarinnar og eru héraðsskólarnir stórmerkilegt átak í þeim anda. Og ekki var hann síður sterkur málsvari vestræns samstarfs. Þá tel ég það með afrekum Jónasar að hann stóð að því á fátæktarárum kreppunnar að kaupa herbergi fyrir íslenska stúdenta á Maison du Danemark í stúdentagörðum Sorbonne-háskólans. Ég átti ógleymanlegt samtal við hann um gildi þess að við gætum numið franska menningarsögu á þeirra tungu. Megi framsóknarmenn huga að alþjóðahyggju Jónasar frá Hriflu og ganga með þeirri reisn á erlendri grund, sem okkur bar til forna. Það mátti læra af Íslandssögu Jónasar sem kennd var í barnaskólum í mína tíð. Það er bábilja ein að við eigum ekki erindi sem aðildarríki að Evrópusambandinu þegar einmitt hið gagnstæða er raunveruleikinn. Það er svo m.a. vegna væntanlega breytts samstarfs sem varðar framtíðarheill okkar. Og við erum í raun aukaaðili en þó utangátta í ESB með úreltan EES-samning. Ljúkum því aðildarsamningum og leggjum fyrir þjóðina svo sem Alþingi ákvað. Og eru ekki IPA-styrkirnir okkur réttir í bróðerni og til góðs eins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í ritstjórnargrein þann 12. ágúst um IPA-styrkina féll Morgunblaðið skör neðar í óviðeigandi ummælum um Ísland og Evrópusambandið. Nú komu skreiðin og Nígería óvænt til sögunnar. Á árum áður var mikill útflutningur skreiðar til Nígeríu, þá háður útflutningsleyfum. Væntanlega hafa útflytjendur fengið gjaldeyrisleyfi vegna sérstakra greiðslna við öflun innflutningsleyfa í Nígeríu, sem Morgunblaðið segir að hafi verið bókað sem „hagsmunafé“ hjá bönkunum. Þessar mútugreiðslur ber blaðið saman við drengilegar styrkveitingar Evrópusambandsins til þeirra sem knýja að dyrum, svo að meta megi betur hvernig dvölin er innandyra. Gjörspillt stjórnsýsla er Nígeríu til skaða og vansa og er því miður útbreitt fyrirbæri í Afríku. Þau mál eiga ekki erindi í Evrópuumræðu okkar. Það þarf að hægja á þessari léttvægu umræðu um IPA-styrkina og tilgang þeirra en taka fyrir með þeirri alvöru sem málinu ber. Á það skal lögð áhersla að Evrópusambandið hefur frá upphafi svarað kalli upplýsingaaldar nútímans um öflugan stuðning við síþróun kennslu og náms. Vegna náinna samningsbundinna tengsla hafa Íslendingar í marga áratugi þegið stórfellda ESB-styrki með sk. Rammaáætlun og samstarfi á ýmsum kennslustigum með Erasmus-, Leonardo- og Comenius-áætlunum. Svo sem bent er á á vefsíðum HÍ höfum við þannig getað tengst þeirri miklu gerjun sem er á lykilsviði upplýsingasamfélags nútímans. Mjög er þó miður að lítið af þessum hræringum skilar sér í innlenda fjölmiðla og til framkvæmda í menntakerfinu. Ein markverðasta framför okkar tíma var „stofnanagerð“ rannsókna- og þróunarstarfs. Í stað þess að vera tilviljanakennd og stopul iðja ýmissa áhuga- og fræðimanna hafa miklu öflugri rannsóknir leitt til feikilegs árangurs. Rannsóknir og þróun urðu að sjálfsögðum þætti í starfsemi stærri fyrirtækja og eru fastir liðir á fjárlögum iðnríkja. Það er deginum ljósara að fyrir smáríkið Ísland er starfsemi Evrópusambandsins til þess fallin að færa okkur inn í þróun þar sem Ísland eitt og sér skortir bæði yfirsýn og tengsl. Vilji Íslendingar ekki missa af lestinni í þessum efnum er brýnt að taka á þessu máli af alvöru.Bábilja Ég segi þessa starfsemi Evrópusambandsins þjóna vel á nýrri upplýsingaöld. Hugsað er þá til þess tímabils 18. og 19 aldar sem svo mjög skiptir sköpum í sögunni og nefnist upplýsingaöldin. Það var upphaf framfara með vísindalegum vinnubrögðum í Frakklandi og Þýskalandi að ógleymdu Bretlandi. Og þessi þróun nær með ýmsum hætti til Íslands frá og með 18. öld og leiðir til framfara í landbúnaði, garðrækt, og verksmiðjurekstri í Innréttingum Skúla Magnússonar í Reykjavík. Segi hver sitt um þau mál en markverðast fyrir mig var þó hið mikla átak Magnúsar Stephensen í menntunar- og fræðslumálum með prentverkinu í Viðey, nokkurs konar Evrópustofa síns tíma! Á 19. öld eru Evrópuáhrif á stjórnmálasviðinu driffjöður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Norður-Evrópuþjóðir verða sér meðvitaðar um að Íslendingar hafa varðveitt forna germanska tungu og mikil söguleg og menningarleg verðmæti. Án okkar vantar mikið í samfélag þeirra. Laugarvatn var afar heppilegt staðarval fyrir upphaf ríkisstjórnar þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna. Sá staður tengist minningu Jónasar Jónssonar frá Hriflu en hann var maður upplýsingarinnar og eru héraðsskólarnir stórmerkilegt átak í þeim anda. Og ekki var hann síður sterkur málsvari vestræns samstarfs. Þá tel ég það með afrekum Jónasar að hann stóð að því á fátæktarárum kreppunnar að kaupa herbergi fyrir íslenska stúdenta á Maison du Danemark í stúdentagörðum Sorbonne-háskólans. Ég átti ógleymanlegt samtal við hann um gildi þess að við gætum numið franska menningarsögu á þeirra tungu. Megi framsóknarmenn huga að alþjóðahyggju Jónasar frá Hriflu og ganga með þeirri reisn á erlendri grund, sem okkur bar til forna. Það mátti læra af Íslandssögu Jónasar sem kennd var í barnaskólum í mína tíð. Það er bábilja ein að við eigum ekki erindi sem aðildarríki að Evrópusambandinu þegar einmitt hið gagnstæða er raunveruleikinn. Það er svo m.a. vegna væntanlega breytts samstarfs sem varðar framtíðarheill okkar. Og við erum í raun aukaaðili en þó utangátta í ESB með úreltan EES-samning. Ljúkum því aðildarsamningum og leggjum fyrir þjóðina svo sem Alþingi ákvað. Og eru ekki IPA-styrkirnir okkur réttir í bróðerni og til góðs eins?
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar