Möglað um mosku Helgi Hrafn Gunnarsson og Þórgnýr Thoroddsen skrifar 17. júlí 2013 08:00 Nýlega barst Pírötum bréf þar sem borið var undir flokkinn að taka afstöðu gegn byggingu bænahúss múslíma í Reykjavík. Það skal tekið fram strax að Píratar munu ekki beita sér gegn byggingu bænahúss múslima, eða nokkurra annarra trúarbragða. Einu áþreifanlegu rökin sem færð voru fyrir því að moska skyldi ekki rísa í Reykjavík voru þau „[...] að þessi trúarbrögð byggjast á mjög róttækri hugmyndafræði og eru mikil öfgaöfl, einnig standast þau engan veginn jafnréttislög á Íslandi“. Það verður að teljast í meira lagi undarlegt að ætla abrahamískum trúarbrögðum samhljóm með jafnrétti eða þá öðrum grundvallarréttindum ef út í það er farið. „Konan á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni. Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát. Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins, ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun, samfara hóglæti.“ – Fyrra Tímóteusarbréf, 2:11-15 (Nýja testamenti).Rétta leiðin að nýta tjáningarfrelsið Íslenskt samfélag hefur sem betur fer þroskast úr því að taka ríkistrúna of alvarlega, en sú þróun átti sér ekki stað með banni á kirkjum, bænahaldi, Biblíulestri eða trúboði. Ekki þarf boð eða bönn til að almenningur hætti að taka mark á Biblíunni. Árangursríkasta leiðin til að sporna við neikvæðri hugmyndafræði er efling borgararéttinda, ekki takmörkun þeirra. Ef fólk hefur áhyggjur af hugmyndafræði íslams, eða þá annarra trúarbragða, þá er rétta leiðin sú að nýta þau borgararéttindi sem bjóðast, nefnilega trú-, skoðana- og tjáningarfrelsið til þess að gagnrýna þau efnislega. Svo mikið er víst að af nógu er að taka. Trúfrelsi, rétt eins og tjáningarfrelsi, byggir nefnilega ekki á því að fólk fari eingöngu með sannar og fallegar staðhæfingar, heldur á því að næg sé samkeppnin á vettvangi hugmyndaskiptanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Hrafn Gunnarsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Nýlega barst Pírötum bréf þar sem borið var undir flokkinn að taka afstöðu gegn byggingu bænahúss múslíma í Reykjavík. Það skal tekið fram strax að Píratar munu ekki beita sér gegn byggingu bænahúss múslima, eða nokkurra annarra trúarbragða. Einu áþreifanlegu rökin sem færð voru fyrir því að moska skyldi ekki rísa í Reykjavík voru þau „[...] að þessi trúarbrögð byggjast á mjög róttækri hugmyndafræði og eru mikil öfgaöfl, einnig standast þau engan veginn jafnréttislög á Íslandi“. Það verður að teljast í meira lagi undarlegt að ætla abrahamískum trúarbrögðum samhljóm með jafnrétti eða þá öðrum grundvallarréttindum ef út í það er farið. „Konan á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni. Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát. Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins, ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun, samfara hóglæti.“ – Fyrra Tímóteusarbréf, 2:11-15 (Nýja testamenti).Rétta leiðin að nýta tjáningarfrelsið Íslenskt samfélag hefur sem betur fer þroskast úr því að taka ríkistrúna of alvarlega, en sú þróun átti sér ekki stað með banni á kirkjum, bænahaldi, Biblíulestri eða trúboði. Ekki þarf boð eða bönn til að almenningur hætti að taka mark á Biblíunni. Árangursríkasta leiðin til að sporna við neikvæðri hugmyndafræði er efling borgararéttinda, ekki takmörkun þeirra. Ef fólk hefur áhyggjur af hugmyndafræði íslams, eða þá annarra trúarbragða, þá er rétta leiðin sú að nýta þau borgararéttindi sem bjóðast, nefnilega trú-, skoðana- og tjáningarfrelsið til þess að gagnrýna þau efnislega. Svo mikið er víst að af nógu er að taka. Trúfrelsi, rétt eins og tjáningarfrelsi, byggir nefnilega ekki á því að fólk fari eingöngu með sannar og fallegar staðhæfingar, heldur á því að næg sé samkeppnin á vettvangi hugmyndaskiptanna.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar