Apabúrið Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2013 08:21 Afi minn horfir reglulega á útsendingar frá Alþingi. Hann er með dyggari áhorfendum. Hann talar yfirleitt um Alþingi sem apabúrið. Ég verð að viðurkenna að þessi samlíking særði mig örlítið eftir að ég hlaut kosningu sem alþingismaður. Ákall um betri ásýnd Alþingis hefur verið hávært og mér heyrðist fyrir kosningar að allir flokkar væru einhuga um að svara því kalli. Ég hugsaði því með mér þegar afi kallaði Alþingi enn einu sinni apabúrið að ég ætlaði nú aldeilis að sýna honum að svona yrði þetta ekki. Nú væru breyttir tímar runnir upp.Lifandi umræða Við síðustu þingsetningu tóku rúmlega 40% þingmanna sæti á Alþingi í fyrsta sinn. Við fengum í upphafi kynningu á störfum Alþingis og spurðum nánast öll út í frammíköllin og um reglur um hegðun í þingsal, því öll vildum við jú standa okkur vel. Við fengum þau svör að frammíköll væru leyfileg en þau ættu að vera örstutt og helst hnyttin. Þau hleyptu lífi í umræðuna og því vildu menn ekki banna þau. Gott og vel.Ein af öpunum Þinghald hófst. Það fór kröftuglega af stað. Gagnrýnisraddir um svikin kosningaloforð strax í fyrstu viku þingsins voru háværar. Mikil gagnrýni var á forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar og svo framvegis. Þegar leið á þingið versnaði heldur í því. Apabúrið birtist ljóslifandi og því miður var ég ein af öpunum í búrinu. Ég var ekki stolt. Ég vil þó ekki setja alla undir sama hatt. Þingmenn Samfylkingarinnar höguðu sér langverst í þingsal. Stundum heyrðist ekki í ræðumönnum vegna frammíkalla þingmanna Samfylkingarinnar. Oft voru frammíköllin, að mínu mati, alveg á mörkunum að vera dónaleg. Hinir nýju þingmenn litu hver á annan og trúðu varla sínum eigin eyrum. Þingmenn Samfylkingar eru allir „reynslumiklir“ þingmenn og ég velti því fyrir mér hvort sú reynsla sé til bóta. Þeir virðast allavega eiga mjög erfitt með að bæta hegðun sína í þingsal. Þingmenn verða að standa saman í að bæta ásýnd Alþingis. Það er ekki verkefni ríkisstjórnarinnar heldur ALLRA þingmanna. Skiptumst á skoðunum, en verum kurteis, jákvæð og málefnaleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Afi minn horfir reglulega á útsendingar frá Alþingi. Hann er með dyggari áhorfendum. Hann talar yfirleitt um Alþingi sem apabúrið. Ég verð að viðurkenna að þessi samlíking særði mig örlítið eftir að ég hlaut kosningu sem alþingismaður. Ákall um betri ásýnd Alþingis hefur verið hávært og mér heyrðist fyrir kosningar að allir flokkar væru einhuga um að svara því kalli. Ég hugsaði því með mér þegar afi kallaði Alþingi enn einu sinni apabúrið að ég ætlaði nú aldeilis að sýna honum að svona yrði þetta ekki. Nú væru breyttir tímar runnir upp.Lifandi umræða Við síðustu þingsetningu tóku rúmlega 40% þingmanna sæti á Alþingi í fyrsta sinn. Við fengum í upphafi kynningu á störfum Alþingis og spurðum nánast öll út í frammíköllin og um reglur um hegðun í þingsal, því öll vildum við jú standa okkur vel. Við fengum þau svör að frammíköll væru leyfileg en þau ættu að vera örstutt og helst hnyttin. Þau hleyptu lífi í umræðuna og því vildu menn ekki banna þau. Gott og vel.Ein af öpunum Þinghald hófst. Það fór kröftuglega af stað. Gagnrýnisraddir um svikin kosningaloforð strax í fyrstu viku þingsins voru háværar. Mikil gagnrýni var á forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar og svo framvegis. Þegar leið á þingið versnaði heldur í því. Apabúrið birtist ljóslifandi og því miður var ég ein af öpunum í búrinu. Ég var ekki stolt. Ég vil þó ekki setja alla undir sama hatt. Þingmenn Samfylkingarinnar höguðu sér langverst í þingsal. Stundum heyrðist ekki í ræðumönnum vegna frammíkalla þingmanna Samfylkingarinnar. Oft voru frammíköllin, að mínu mati, alveg á mörkunum að vera dónaleg. Hinir nýju þingmenn litu hver á annan og trúðu varla sínum eigin eyrum. Þingmenn Samfylkingar eru allir „reynslumiklir“ þingmenn og ég velti því fyrir mér hvort sú reynsla sé til bóta. Þeir virðast allavega eiga mjög erfitt með að bæta hegðun sína í þingsal. Þingmenn verða að standa saman í að bæta ásýnd Alþingis. Það er ekki verkefni ríkisstjórnarinnar heldur ALLRA þingmanna. Skiptumst á skoðunum, en verum kurteis, jákvæð og málefnaleg.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar