Meira fyrir minni peninga Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2013 06:00 Óhætt er að fullyrða að Þýskaland er helsta forysturíki ESB. Kanslara Þýskalands má telja einn valdamesta stjórnmálamann Evrópu. Á Angelu Merkel kanslara hvílir mikil ábyrgð og vandamálin sem bíða hennar eru risavaxin. Skuldasöfnun, mikið atvinnuleysi og hallarekstur hins opinbera er ríkjandi vandi í Evrópulöndunum. Ekkert ríki uppfyllir Maastricht-skilyrðin en þau eru forsenda þess að viðkomandi ríki geti verið þátttakandi í evrusamstarfinu.7%, 25% og 50% Merkel er ekki yfirlýsingaglaður stjórnmálamaður en það velkist enginn í vafa um hvað hún telur vera stóra verkefni evrópskra stjórnmála. Það er að tryggja efnahagslega velferð á 21. öldinni. Kanslarinn þreytist ekki á að benda á að 7% af íbúum heimsins búa í Evrópu. VLF er 25% af framleiðslu heimsins og útgjöld til velferðamála eru 50% af heildarútgjöldum jarðarbúa.Aukum fjárfestingu og framleiðni Til að tryggja efnahagslega velferð í Þýskalandi á 21. öldinni þá verður að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar. Það nákvæmlega sama á við um önnur ríki álfunnar, sama hvort þau eru þátttakendur í ESB eða ekki. Fyrir okkur Íslendinga þýðir það að við þurfum að auka fjárfestingu og framleiðni til að viðhalda velferðinni. Við þurfum að auka tekjur okkar, tekjur heimilanna, fyrirtækjanna og hins opinbera. Lausnin felst ekki í að skattleggja meira þá sem þegar greiða mikil gjöld. Verkefnið er að breikka skattstofnana og auka tekjurnar. Gefa fólki tækifæri til að auka verðmætin er hagur okkar allra.Forgangsröðum í þágu fólks Við Íslendingar höfum verið talin ung þjóð í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. En það er að breytast og á næstu árum munu stórir árgangar fara á lífeyrisaldur. Það hefur í för með sér aukið álag á heilbrigðis- og félagsmálaþjónustuna okkar. Nauðsynlegt er því sem aldrei fyrr að forgangsraða. Við erum sammála um að við viljum halda hér háu þjónustustigi fyrir fólkið sem þarf á þjónustu að halda. Því ber okkur að forgangsraða í þágu þess fólks. Við Íslendingar erum ekki einir á báti. Verkefnin eru hin sömu hjá nágrannalöndum okkar. Til að ná árangri þarf góðan undirbúning, samvinnu aðila og upplýsta umræðu. Vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að Þýskaland er helsta forysturíki ESB. Kanslara Þýskalands má telja einn valdamesta stjórnmálamann Evrópu. Á Angelu Merkel kanslara hvílir mikil ábyrgð og vandamálin sem bíða hennar eru risavaxin. Skuldasöfnun, mikið atvinnuleysi og hallarekstur hins opinbera er ríkjandi vandi í Evrópulöndunum. Ekkert ríki uppfyllir Maastricht-skilyrðin en þau eru forsenda þess að viðkomandi ríki geti verið þátttakandi í evrusamstarfinu.7%, 25% og 50% Merkel er ekki yfirlýsingaglaður stjórnmálamaður en það velkist enginn í vafa um hvað hún telur vera stóra verkefni evrópskra stjórnmála. Það er að tryggja efnahagslega velferð á 21. öldinni. Kanslarinn þreytist ekki á að benda á að 7% af íbúum heimsins búa í Evrópu. VLF er 25% af framleiðslu heimsins og útgjöld til velferðamála eru 50% af heildarútgjöldum jarðarbúa.Aukum fjárfestingu og framleiðni Til að tryggja efnahagslega velferð í Þýskalandi á 21. öldinni þá verður að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar. Það nákvæmlega sama á við um önnur ríki álfunnar, sama hvort þau eru þátttakendur í ESB eða ekki. Fyrir okkur Íslendinga þýðir það að við þurfum að auka fjárfestingu og framleiðni til að viðhalda velferðinni. Við þurfum að auka tekjur okkar, tekjur heimilanna, fyrirtækjanna og hins opinbera. Lausnin felst ekki í að skattleggja meira þá sem þegar greiða mikil gjöld. Verkefnið er að breikka skattstofnana og auka tekjurnar. Gefa fólki tækifæri til að auka verðmætin er hagur okkar allra.Forgangsröðum í þágu fólks Við Íslendingar höfum verið talin ung þjóð í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. En það er að breytast og á næstu árum munu stórir árgangar fara á lífeyrisaldur. Það hefur í för með sér aukið álag á heilbrigðis- og félagsmálaþjónustuna okkar. Nauðsynlegt er því sem aldrei fyrr að forgangsraða. Við erum sammála um að við viljum halda hér háu þjónustustigi fyrir fólkið sem þarf á þjónustu að halda. Því ber okkur að forgangsraða í þágu þess fólks. Við Íslendingar erum ekki einir á báti. Verkefnin eru hin sömu hjá nágrannalöndum okkar. Til að ná árangri þarf góðan undirbúning, samvinnu aðila og upplýsta umræðu. Vilji er allt sem þarf.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar