Mikilvægum áfanga náð með samstöðu um lagningu sæstrengs Hörður Arnarson skrifar 29. júní 2013 07:00 Ráðgjafahópur um lagningu sæstrengs til Evrópu hefur skilað tillögum sínum í skýrslu til iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Tillögur ráðgjafahópsins eru mikilvægur áfangi í þeirri vegferð sem Landsvirkjun hefur verið í að kanna möguleika og hagkvæmni þess að tengjast evrópskum orkumörkuðum með lagningu sæstrengs. Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir Landsvirkjun, sem hefur alla tíð lagt áherslu á nauðsyn breiðrar sáttar um svo stórt verkefni, hversu góð samstaða varð í ráðgjafahópnum og að enginn hafi skilað séráliti. Rannsóknum verði haldið áfram Í skýrslunni kemur fram að vísbendingar eru um að lagning sæstrengs milli Íslands og Bretlands geti reynst þjóðhagslega arðsöm að nokkrum skilyrðum uppfylltum, meðal annars ef tækist að semja við gagnaðila um hagstæð kjör á seldri orku með tiltölulega miklu öryggi og til nokkuð langs tíma. Ráðgjafahópurinn var samhljóða í ályktun sinni að leggja til að haldið yrði áfram að kortleggja alla þætti verkefnisins um leið og leitað yrði svara um möguleg rekstrar- og eignarhaldsmódel hjá viðsemjendum í Bretlandi. Einstakt viðskiptatækifæri Landsvirkjun hefur unnið að því að meta sæstreng um nokkurt skeið og höfum við kynnt almenningi afrakstur þeirrar vinnu á árs- og haustfundum okkar. Tenging við evrópska raforkumarkaði eins og breskan markað getur verið einstakt tækifæri fyrir Íslendinga til að hámarka afraksturinn af orkuauðlindunum. Við getum selt þá umframorku sem er alla jafna í kerfinu en iðnaður getur ekki nýtt, orkuöflunarmöguleikum getur fjölgað, sveigjanleiki vatnsaflsins yrði nýttur betur, áhættudreifing aukin og orkuöryggi Íslands betur tryggt með því að rjúfa einangrun raforkukerfisins. Fjölmörg ný og spennandi störf og tækifæri geta skapast. Verðmætasköpunin getur orðið umtalsverð. Samkeppnishæf kjör á Íslandi Fyrir utan breiða sátt um verkefnið hefur Landsvirkjun lagt áherslu á að tvennt komi til lagningar sæstrengs. Annars vegar að iðnfyrirtækjum verði áfram tryggð samkeppnishæf kjör á raforku þannig að þau geti áfram vaxið á Íslandi. Hins vegar að raforkuverð til almennings hækki ekki óhóflega. Engar líkur eru til þess að raforkuverð til almennings margfaldist eins og stundum er haldið fram, enda er munur milli landa ekki margfaldur í dag. Norðmönnum hefur tekist vel til við að sætta sjónarmið hagsmunaaðila og nýta þau tækifæri sem felast í raforkusölu á evrópska markaði. Það er gert án þess að tilveru iðnaðar í Noregi sé ógnað. Ákvörðun möguleg eftir nokkur ár Iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun nú fara yfir tillögur hópsins og ákveða næstu skref en íslensk stjórnvöld þurfa að móta sér afstöðu til verkefnisins. Landsvirkjun hefur miðað við að niðurstöður frummats liggi fyrir í lok þessa árs og að þá getum við verið tilbúin að leggja til næsta skref af okkar hálfu, hvort ráðist verði í dýrar og umfangsmeiri rannsóknir á verkefninu. Ákvörðun um að leggja sæstreng er síðan í fyrsta lagi möguleg eftir nokkur ár og er mikilvægt að um slíka ákvörðun náist sem breiðust sátt í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ráðgjafahópur um lagningu sæstrengs til Evrópu hefur skilað tillögum sínum í skýrslu til iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Tillögur ráðgjafahópsins eru mikilvægur áfangi í þeirri vegferð sem Landsvirkjun hefur verið í að kanna möguleika og hagkvæmni þess að tengjast evrópskum orkumörkuðum með lagningu sæstrengs. Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir Landsvirkjun, sem hefur alla tíð lagt áherslu á nauðsyn breiðrar sáttar um svo stórt verkefni, hversu góð samstaða varð í ráðgjafahópnum og að enginn hafi skilað séráliti. Rannsóknum verði haldið áfram Í skýrslunni kemur fram að vísbendingar eru um að lagning sæstrengs milli Íslands og Bretlands geti reynst þjóðhagslega arðsöm að nokkrum skilyrðum uppfylltum, meðal annars ef tækist að semja við gagnaðila um hagstæð kjör á seldri orku með tiltölulega miklu öryggi og til nokkuð langs tíma. Ráðgjafahópurinn var samhljóða í ályktun sinni að leggja til að haldið yrði áfram að kortleggja alla þætti verkefnisins um leið og leitað yrði svara um möguleg rekstrar- og eignarhaldsmódel hjá viðsemjendum í Bretlandi. Einstakt viðskiptatækifæri Landsvirkjun hefur unnið að því að meta sæstreng um nokkurt skeið og höfum við kynnt almenningi afrakstur þeirrar vinnu á árs- og haustfundum okkar. Tenging við evrópska raforkumarkaði eins og breskan markað getur verið einstakt tækifæri fyrir Íslendinga til að hámarka afraksturinn af orkuauðlindunum. Við getum selt þá umframorku sem er alla jafna í kerfinu en iðnaður getur ekki nýtt, orkuöflunarmöguleikum getur fjölgað, sveigjanleiki vatnsaflsins yrði nýttur betur, áhættudreifing aukin og orkuöryggi Íslands betur tryggt með því að rjúfa einangrun raforkukerfisins. Fjölmörg ný og spennandi störf og tækifæri geta skapast. Verðmætasköpunin getur orðið umtalsverð. Samkeppnishæf kjör á Íslandi Fyrir utan breiða sátt um verkefnið hefur Landsvirkjun lagt áherslu á að tvennt komi til lagningar sæstrengs. Annars vegar að iðnfyrirtækjum verði áfram tryggð samkeppnishæf kjör á raforku þannig að þau geti áfram vaxið á Íslandi. Hins vegar að raforkuverð til almennings hækki ekki óhóflega. Engar líkur eru til þess að raforkuverð til almennings margfaldist eins og stundum er haldið fram, enda er munur milli landa ekki margfaldur í dag. Norðmönnum hefur tekist vel til við að sætta sjónarmið hagsmunaaðila og nýta þau tækifæri sem felast í raforkusölu á evrópska markaði. Það er gert án þess að tilveru iðnaðar í Noregi sé ógnað. Ákvörðun möguleg eftir nokkur ár Iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun nú fara yfir tillögur hópsins og ákveða næstu skref en íslensk stjórnvöld þurfa að móta sér afstöðu til verkefnisins. Landsvirkjun hefur miðað við að niðurstöður frummats liggi fyrir í lok þessa árs og að þá getum við verið tilbúin að leggja til næsta skref af okkar hálfu, hvort ráðist verði í dýrar og umfangsmeiri rannsóknir á verkefninu. Ákvörðun um að leggja sæstreng er síðan í fyrsta lagi möguleg eftir nokkur ár og er mikilvægt að um slíka ákvörðun náist sem breiðust sátt í samfélaginu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar