Mikilvægum áfanga náð með samstöðu um lagningu sæstrengs Hörður Arnarson skrifar 29. júní 2013 07:00 Ráðgjafahópur um lagningu sæstrengs til Evrópu hefur skilað tillögum sínum í skýrslu til iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Tillögur ráðgjafahópsins eru mikilvægur áfangi í þeirri vegferð sem Landsvirkjun hefur verið í að kanna möguleika og hagkvæmni þess að tengjast evrópskum orkumörkuðum með lagningu sæstrengs. Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir Landsvirkjun, sem hefur alla tíð lagt áherslu á nauðsyn breiðrar sáttar um svo stórt verkefni, hversu góð samstaða varð í ráðgjafahópnum og að enginn hafi skilað séráliti. Rannsóknum verði haldið áfram Í skýrslunni kemur fram að vísbendingar eru um að lagning sæstrengs milli Íslands og Bretlands geti reynst þjóðhagslega arðsöm að nokkrum skilyrðum uppfylltum, meðal annars ef tækist að semja við gagnaðila um hagstæð kjör á seldri orku með tiltölulega miklu öryggi og til nokkuð langs tíma. Ráðgjafahópurinn var samhljóða í ályktun sinni að leggja til að haldið yrði áfram að kortleggja alla þætti verkefnisins um leið og leitað yrði svara um möguleg rekstrar- og eignarhaldsmódel hjá viðsemjendum í Bretlandi. Einstakt viðskiptatækifæri Landsvirkjun hefur unnið að því að meta sæstreng um nokkurt skeið og höfum við kynnt almenningi afrakstur þeirrar vinnu á árs- og haustfundum okkar. Tenging við evrópska raforkumarkaði eins og breskan markað getur verið einstakt tækifæri fyrir Íslendinga til að hámarka afraksturinn af orkuauðlindunum. Við getum selt þá umframorku sem er alla jafna í kerfinu en iðnaður getur ekki nýtt, orkuöflunarmöguleikum getur fjölgað, sveigjanleiki vatnsaflsins yrði nýttur betur, áhættudreifing aukin og orkuöryggi Íslands betur tryggt með því að rjúfa einangrun raforkukerfisins. Fjölmörg ný og spennandi störf og tækifæri geta skapast. Verðmætasköpunin getur orðið umtalsverð. Samkeppnishæf kjör á Íslandi Fyrir utan breiða sátt um verkefnið hefur Landsvirkjun lagt áherslu á að tvennt komi til lagningar sæstrengs. Annars vegar að iðnfyrirtækjum verði áfram tryggð samkeppnishæf kjör á raforku þannig að þau geti áfram vaxið á Íslandi. Hins vegar að raforkuverð til almennings hækki ekki óhóflega. Engar líkur eru til þess að raforkuverð til almennings margfaldist eins og stundum er haldið fram, enda er munur milli landa ekki margfaldur í dag. Norðmönnum hefur tekist vel til við að sætta sjónarmið hagsmunaaðila og nýta þau tækifæri sem felast í raforkusölu á evrópska markaði. Það er gert án þess að tilveru iðnaðar í Noregi sé ógnað. Ákvörðun möguleg eftir nokkur ár Iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun nú fara yfir tillögur hópsins og ákveða næstu skref en íslensk stjórnvöld þurfa að móta sér afstöðu til verkefnisins. Landsvirkjun hefur miðað við að niðurstöður frummats liggi fyrir í lok þessa árs og að þá getum við verið tilbúin að leggja til næsta skref af okkar hálfu, hvort ráðist verði í dýrar og umfangsmeiri rannsóknir á verkefninu. Ákvörðun um að leggja sæstreng er síðan í fyrsta lagi möguleg eftir nokkur ár og er mikilvægt að um slíka ákvörðun náist sem breiðust sátt í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðgjafahópur um lagningu sæstrengs til Evrópu hefur skilað tillögum sínum í skýrslu til iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Tillögur ráðgjafahópsins eru mikilvægur áfangi í þeirri vegferð sem Landsvirkjun hefur verið í að kanna möguleika og hagkvæmni þess að tengjast evrópskum orkumörkuðum með lagningu sæstrengs. Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir Landsvirkjun, sem hefur alla tíð lagt áherslu á nauðsyn breiðrar sáttar um svo stórt verkefni, hversu góð samstaða varð í ráðgjafahópnum og að enginn hafi skilað séráliti. Rannsóknum verði haldið áfram Í skýrslunni kemur fram að vísbendingar eru um að lagning sæstrengs milli Íslands og Bretlands geti reynst þjóðhagslega arðsöm að nokkrum skilyrðum uppfylltum, meðal annars ef tækist að semja við gagnaðila um hagstæð kjör á seldri orku með tiltölulega miklu öryggi og til nokkuð langs tíma. Ráðgjafahópurinn var samhljóða í ályktun sinni að leggja til að haldið yrði áfram að kortleggja alla þætti verkefnisins um leið og leitað yrði svara um möguleg rekstrar- og eignarhaldsmódel hjá viðsemjendum í Bretlandi. Einstakt viðskiptatækifæri Landsvirkjun hefur unnið að því að meta sæstreng um nokkurt skeið og höfum við kynnt almenningi afrakstur þeirrar vinnu á árs- og haustfundum okkar. Tenging við evrópska raforkumarkaði eins og breskan markað getur verið einstakt tækifæri fyrir Íslendinga til að hámarka afraksturinn af orkuauðlindunum. Við getum selt þá umframorku sem er alla jafna í kerfinu en iðnaður getur ekki nýtt, orkuöflunarmöguleikum getur fjölgað, sveigjanleiki vatnsaflsins yrði nýttur betur, áhættudreifing aukin og orkuöryggi Íslands betur tryggt með því að rjúfa einangrun raforkukerfisins. Fjölmörg ný og spennandi störf og tækifæri geta skapast. Verðmætasköpunin getur orðið umtalsverð. Samkeppnishæf kjör á Íslandi Fyrir utan breiða sátt um verkefnið hefur Landsvirkjun lagt áherslu á að tvennt komi til lagningar sæstrengs. Annars vegar að iðnfyrirtækjum verði áfram tryggð samkeppnishæf kjör á raforku þannig að þau geti áfram vaxið á Íslandi. Hins vegar að raforkuverð til almennings hækki ekki óhóflega. Engar líkur eru til þess að raforkuverð til almennings margfaldist eins og stundum er haldið fram, enda er munur milli landa ekki margfaldur í dag. Norðmönnum hefur tekist vel til við að sætta sjónarmið hagsmunaaðila og nýta þau tækifæri sem felast í raforkusölu á evrópska markaði. Það er gert án þess að tilveru iðnaðar í Noregi sé ógnað. Ákvörðun möguleg eftir nokkur ár Iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun nú fara yfir tillögur hópsins og ákveða næstu skref en íslensk stjórnvöld þurfa að móta sér afstöðu til verkefnisins. Landsvirkjun hefur miðað við að niðurstöður frummats liggi fyrir í lok þessa árs og að þá getum við verið tilbúin að leggja til næsta skref af okkar hálfu, hvort ráðist verði í dýrar og umfangsmeiri rannsóknir á verkefninu. Ákvörðun um að leggja sæstreng er síðan í fyrsta lagi möguleg eftir nokkur ár og er mikilvægt að um slíka ákvörðun náist sem breiðust sátt í samfélaginu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun