Íslenskir knattspyrnumenn með óeðlilegt hjartalínurit Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júní 2013 06:45 Arnar valdi sér viðfangsefnið á þriðja ári í læknisfræði, en ekkert annað kom til greina en að láta slag standa. Mynd/aðsend Óvænt dauðsföll knattspyrnumanna hafa oftar en ekki vakið óhug og vaknar oft upp sú spurning hvort álagið á íþróttafólki í erfiðisgreinum sé einfaldlega of mikið. Ný íslensk rannsókn sýnir að hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna séu mjög óvenjuleg og ef um sextugan karlmann væri að ræða þyrftu læknar að hafa töluverðar áhyggjur af sjúklingnum. Greint er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Í ljós kom að helmingur þeirra 159 íslensku knattspyrnumanna sem tóku þátt í rannsókninni eru með óeðlilegt hjartalínurit. Arnar Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í tennis og læknanemi, vann að rannsókninni og voru niðurstöðurnar fróðlegar. „Þetta hófst allt þegar ég valdi mér rannsóknarverkefni á þriðja ári í læknisfræðinni,“ sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. „Sjálfur hef ég mikið verið í íþróttum og því fannst mér viðfangsefnið fróðlegt. Ég vann þetta verkefni undir lok þriðja ársins og strax í kjölfarið réðumst við í það að gera vísindagrein um niðurstöðurnar, en núna rúmlega ári síðan fékk greinin birtingu.“Skyndidauði til rannsóknar Rannsóknin fór fram á árunum 2008-2010 en leikmenn sem voru valdir til þátttöku voru eingöngu þeir sem tóku þátt í keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. „Sambandið skyldar alla leikmenn til að fara í almenna læknisskoðun þar sem hjartalínuritið er einnig tekið fyrir. Allir leikmenn þurfa að fara í hjartaómskoðun svo þessi hópur var tilvalinn til rannsóknar. Skyndidauði knattspyrnumanna hefur lengi verið í umræðunni og hafa læknar reynt að rannsaka slíkt ítarlega. Það eru til góð dæmi frá Ítalíu þar sem slíkar rannsóknir hafa aðstoðað lækna við að finna undirliggjandi hjartasjúkdóma íþróttamanna og þar af leiðandi komið í veg fyrir stórslys.“Álagið of mikið fyrir hjartað „Það er þekkt í þolíþróttagreinum að þær hafa viss áhrif á hjartað. Stór hluti rannsóknarinnar var að skoða hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna sem eiga allir að vera í toppformi. Það sem við sáum í okkar rannsókn var að hjartalínurit þessara leikmanna voru nokkuð brengluð. Ef um væri að ræða sextugan karlmann með sömu niðurstöður þá myndi maður hafa miklar áhyggjur. Við erum í raun að sýna fram á að hið svokallaða íþróttahjarta sýnir oft á tíðum skrítið hjartalínurit. Það þarf þó ekki að þýða að eitthvað slæmt sé sem undirliggjandi.“ Margir muna eftir því þegar Fabrice Muamba, fyrrum leikmaður Bolton Wanderers, fékk hjartastopp í miðjum leik þann 17. apríl 2012 og lá lengi milli heims og helju. Leikmaðurinn þurfti að hætta knattspyrnuiðkun. „Svona rannsóknir gera oft læknum kleift að finna út þá leikmenn sem eru með undirliggjandi hjartasjúkdóma og geta komið í veg fyrir svona atvik. Þetta er einn liðurinn í því að vita að hverju við eigum að leita til þess að reyna koma í veg fyrir þessi fáu en mjög alvarlegu tilfelli. Það er alls ekkert hlaupið að því að finna út undirliggjandi hjartasjúkdóma hjá afreksíþróttamönnum. Hjartalínurit þeirra eru mörg hver svo óeðlileg og því er þetta oft eins og að leita að nál í heystakki.“ Alls höfðu 84 knattspyrnumenn eða 53 prósent óeðlilegt hjartarit. „Karlmenn sýna meiri tilhneigingu til þess að vera með óeðlilegt hjartalínurit og sérstaklega einstaklingar í erfiðisíþróttum. Það er því gríðarlega erfitt að finna út hvort menn í þessum hópi séu með undirliggjandi hjartasjúkdóma. Rannsóknir af þessu toga eru samt stórt skref í rétta átt.“ Íþróttir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns Sjá meira
Óvænt dauðsföll knattspyrnumanna hafa oftar en ekki vakið óhug og vaknar oft upp sú spurning hvort álagið á íþróttafólki í erfiðisgreinum sé einfaldlega of mikið. Ný íslensk rannsókn sýnir að hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna séu mjög óvenjuleg og ef um sextugan karlmann væri að ræða þyrftu læknar að hafa töluverðar áhyggjur af sjúklingnum. Greint er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Í ljós kom að helmingur þeirra 159 íslensku knattspyrnumanna sem tóku þátt í rannsókninni eru með óeðlilegt hjartalínurit. Arnar Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í tennis og læknanemi, vann að rannsókninni og voru niðurstöðurnar fróðlegar. „Þetta hófst allt þegar ég valdi mér rannsóknarverkefni á þriðja ári í læknisfræðinni,“ sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. „Sjálfur hef ég mikið verið í íþróttum og því fannst mér viðfangsefnið fróðlegt. Ég vann þetta verkefni undir lok þriðja ársins og strax í kjölfarið réðumst við í það að gera vísindagrein um niðurstöðurnar, en núna rúmlega ári síðan fékk greinin birtingu.“Skyndidauði til rannsóknar Rannsóknin fór fram á árunum 2008-2010 en leikmenn sem voru valdir til þátttöku voru eingöngu þeir sem tóku þátt í keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. „Sambandið skyldar alla leikmenn til að fara í almenna læknisskoðun þar sem hjartalínuritið er einnig tekið fyrir. Allir leikmenn þurfa að fara í hjartaómskoðun svo þessi hópur var tilvalinn til rannsóknar. Skyndidauði knattspyrnumanna hefur lengi verið í umræðunni og hafa læknar reynt að rannsaka slíkt ítarlega. Það eru til góð dæmi frá Ítalíu þar sem slíkar rannsóknir hafa aðstoðað lækna við að finna undirliggjandi hjartasjúkdóma íþróttamanna og þar af leiðandi komið í veg fyrir stórslys.“Álagið of mikið fyrir hjartað „Það er þekkt í þolíþróttagreinum að þær hafa viss áhrif á hjartað. Stór hluti rannsóknarinnar var að skoða hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna sem eiga allir að vera í toppformi. Það sem við sáum í okkar rannsókn var að hjartalínurit þessara leikmanna voru nokkuð brengluð. Ef um væri að ræða sextugan karlmann með sömu niðurstöður þá myndi maður hafa miklar áhyggjur. Við erum í raun að sýna fram á að hið svokallaða íþróttahjarta sýnir oft á tíðum skrítið hjartalínurit. Það þarf þó ekki að þýða að eitthvað slæmt sé sem undirliggjandi.“ Margir muna eftir því þegar Fabrice Muamba, fyrrum leikmaður Bolton Wanderers, fékk hjartastopp í miðjum leik þann 17. apríl 2012 og lá lengi milli heims og helju. Leikmaðurinn þurfti að hætta knattspyrnuiðkun. „Svona rannsóknir gera oft læknum kleift að finna út þá leikmenn sem eru með undirliggjandi hjartasjúkdóma og geta komið í veg fyrir svona atvik. Þetta er einn liðurinn í því að vita að hverju við eigum að leita til þess að reyna koma í veg fyrir þessi fáu en mjög alvarlegu tilfelli. Það er alls ekkert hlaupið að því að finna út undirliggjandi hjartasjúkdóma hjá afreksíþróttamönnum. Hjartalínurit þeirra eru mörg hver svo óeðlileg og því er þetta oft eins og að leita að nál í heystakki.“ Alls höfðu 84 knattspyrnumenn eða 53 prósent óeðlilegt hjartarit. „Karlmenn sýna meiri tilhneigingu til þess að vera með óeðlilegt hjartalínurit og sérstaklega einstaklingar í erfiðisíþróttum. Það er því gríðarlega erfitt að finna út hvort menn í þessum hópi séu með undirliggjandi hjartasjúkdóma. Rannsóknir af þessu toga eru samt stórt skref í rétta átt.“
Íþróttir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns Sjá meira