Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 14:02 Neymar Junior fann fyrir hverju skrefi í leikjunum með Santos enda höfðu læknar hans ráðlagt honum að spila ekki. Getty/Ricardo Moreira Santos verður áfram í brasilísku deildinni og það er ekki síst þökk sé fórnfýsi stórstjörnu liðsins. Neymar sýndi meistaratakta í mikilvægum sigrum í fallbaráttunni þrátt fyrir að spila með rifinn liðþófa. Neymar hefur oft verið sakaður um að hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig en hann vann sér inn virðingu hjá mörgum með því að gefa sig allan í að bjarga uppeldisfélagi sínu frá falli. View this post on Instagram A post shared by OneFootball (@onefootball) Þegar aðeins þrír leikir voru eftir af Brasileiro Série A sátu þeir í fallsæti og blasti við annað fall þeirra á þremur árum. Til að gera illt verra varð Neymar fyrir alvarlegum hnémeiðslum og læknar ráðlögðu honum að gangast undir aðgerð. Hann hundsaði þó þau ráð og það hefur svo sannarlega borgað sig. Það var líka tilfinningaþrungin stund fyrir fyrirliða Santos, Neymar, þegar uppeldisfélag hans forðaðist fall úr Brasileirao-deildinni og tryggði sér sæti í Copa Sudamericana. Þeir hafa ekki aðeins forðast fall, heldur hefur gott gengi þeirra skotið þeim upp töfluna. Þrátt fyrir meiðslin þá var Neymar með fimm mörk og eina stoðsendingu í síðustu fjórum leikjum liðsins. Hann kom ekki að marki í lokaleiknum en Santos vann þá 3-0 sigur á Cruzeiro. Neymar reyndi þó fjögur skot og bjó til þrjú færi fyrir liðsfélaga sína. Í leikslok hoppaði Neymar um völlinn eins og kátur krakki. Gleðin lengdi sér ekki. Neymar mun líklega yfirgefa félagið árið 2026 þegar samningur hans rennur út í leit að spiltíma fyrir heimsmeistaramótið, en það sem hann hefur gert mun aldrei gleymast. Næst á dagskránni er að fara í hnéaðgerð sem vonandi heppnast vel. View this post on Instagram A post shared by 433 (@433) Brasilía Fótbolti Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Neymar sýndi meistaratakta í mikilvægum sigrum í fallbaráttunni þrátt fyrir að spila með rifinn liðþófa. Neymar hefur oft verið sakaður um að hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig en hann vann sér inn virðingu hjá mörgum með því að gefa sig allan í að bjarga uppeldisfélagi sínu frá falli. View this post on Instagram A post shared by OneFootball (@onefootball) Þegar aðeins þrír leikir voru eftir af Brasileiro Série A sátu þeir í fallsæti og blasti við annað fall þeirra á þremur árum. Til að gera illt verra varð Neymar fyrir alvarlegum hnémeiðslum og læknar ráðlögðu honum að gangast undir aðgerð. Hann hundsaði þó þau ráð og það hefur svo sannarlega borgað sig. Það var líka tilfinningaþrungin stund fyrir fyrirliða Santos, Neymar, þegar uppeldisfélag hans forðaðist fall úr Brasileirao-deildinni og tryggði sér sæti í Copa Sudamericana. Þeir hafa ekki aðeins forðast fall, heldur hefur gott gengi þeirra skotið þeim upp töfluna. Þrátt fyrir meiðslin þá var Neymar með fimm mörk og eina stoðsendingu í síðustu fjórum leikjum liðsins. Hann kom ekki að marki í lokaleiknum en Santos vann þá 3-0 sigur á Cruzeiro. Neymar reyndi þó fjögur skot og bjó til þrjú færi fyrir liðsfélaga sína. Í leikslok hoppaði Neymar um völlinn eins og kátur krakki. Gleðin lengdi sér ekki. Neymar mun líklega yfirgefa félagið árið 2026 þegar samningur hans rennur út í leit að spiltíma fyrir heimsmeistaramótið, en það sem hann hefur gert mun aldrei gleymast. Næst á dagskránni er að fara í hnéaðgerð sem vonandi heppnast vel. View this post on Instagram A post shared by 433 (@433)
Brasilía Fótbolti Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira