Utan vallar: Korter í Kalmar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2013 06:30 Margrét Lára Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum. Fimm leikir hafa tapast og sá eini sem vannst var gegn Ungverjum, sem sitja í 37. sæti heimslistans. Íslenska liðið komst í fyrsta skipti í lokakeppni stórmóts fyrir fjórum árum í Finnlandi. Þá töpuðu okkar stelpur öllum leikjum sínum en hægt var að fela sig á bak við frumsýningarskrekk. Nú er Ísland í riðli með Noregi, Hollandi og Þýskalandi sem er langsterkasta liðið í riðlinum. Fyrir fram hefði maður talið að íslenska liðið ætti möguleika til jafns við Noreg og Holland en svartsýnin hefur aukist á undanförnum mánuðum. Botninn tók úr í 3-2 tapi gegn Skotum á Laugardalsvelli um helgina.Glódís þarf meiri tíma Ýmislegt var skrýtið í landsleiknum gegn Skotum. Sif Atladóttir, besti miðvörður landsliðsins, var sett í stöðu bakvarðar en Glódís Perla Viggósdóttir og Katrín Jónsdóttir voru í hjarta varnarinnar. Glódís á framtíðina fyrir sér en taugaveiklunin leyndi sér ekki í fyrsta skipti í byrjunarliði fyrir framan land og þjóð. Glódísar er framtíðin en hún er ekki tilbúin í aðalhlutverk í Svíþjóð. Katrínar Ómarsdóttur var sárt saknað á miðjunni hjá Íslandi. Leiðtoginn á miðjunni, Edda Garðarsdóttir, hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu í töluverðan tíma. 103 landsleikja konan hefur staðið fyrir sínu en nú þurfa aðrir að taka við.Kapphlaup við tímann Lítill vafi leikur á því að Margrét Lára Viðarsdóttir er besti leikmaður sem Ísland hefur alið. Þótt jákvætt sé að hún hafi komist í gegnum 90 mínútur þá var lítið að frétta af henni í leiknum. Til þessa hefur maður talið að Margrét Lára á hálfum hraða væri lífsnauðsynleg liðinu en gegn sterkum andstæðingum á slík skoðun ekki lengur við rök að styðjast. 37 dagar eru í að flautað verði til leiksins gegn Noregi í Kalmar. Þá þurfa Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir, lykilmenn liðsins, að hafa hrist af sér meiðsli og gott betur, þær þurfa að vera í toppformi. Annars fer illa. Pepsi Max-deild kvenna Pistillinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum. Fimm leikir hafa tapast og sá eini sem vannst var gegn Ungverjum, sem sitja í 37. sæti heimslistans. Íslenska liðið komst í fyrsta skipti í lokakeppni stórmóts fyrir fjórum árum í Finnlandi. Þá töpuðu okkar stelpur öllum leikjum sínum en hægt var að fela sig á bak við frumsýningarskrekk. Nú er Ísland í riðli með Noregi, Hollandi og Þýskalandi sem er langsterkasta liðið í riðlinum. Fyrir fram hefði maður talið að íslenska liðið ætti möguleika til jafns við Noreg og Holland en svartsýnin hefur aukist á undanförnum mánuðum. Botninn tók úr í 3-2 tapi gegn Skotum á Laugardalsvelli um helgina.Glódís þarf meiri tíma Ýmislegt var skrýtið í landsleiknum gegn Skotum. Sif Atladóttir, besti miðvörður landsliðsins, var sett í stöðu bakvarðar en Glódís Perla Viggósdóttir og Katrín Jónsdóttir voru í hjarta varnarinnar. Glódís á framtíðina fyrir sér en taugaveiklunin leyndi sér ekki í fyrsta skipti í byrjunarliði fyrir framan land og þjóð. Glódísar er framtíðin en hún er ekki tilbúin í aðalhlutverk í Svíþjóð. Katrínar Ómarsdóttur var sárt saknað á miðjunni hjá Íslandi. Leiðtoginn á miðjunni, Edda Garðarsdóttir, hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu í töluverðan tíma. 103 landsleikja konan hefur staðið fyrir sínu en nú þurfa aðrir að taka við.Kapphlaup við tímann Lítill vafi leikur á því að Margrét Lára Viðarsdóttir er besti leikmaður sem Ísland hefur alið. Þótt jákvætt sé að hún hafi komist í gegnum 90 mínútur þá var lítið að frétta af henni í leiknum. Til þessa hefur maður talið að Margrét Lára á hálfum hraða væri lífsnauðsynleg liðinu en gegn sterkum andstæðingum á slík skoðun ekki lengur við rök að styðjast. 37 dagar eru í að flautað verði til leiksins gegn Noregi í Kalmar. Þá þurfa Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir, lykilmenn liðsins, að hafa hrist af sér meiðsli og gott betur, þær þurfa að vera í toppformi. Annars fer illa.
Pepsi Max-deild kvenna Pistillinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira