Utan vallar: Korter í Kalmar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2013 06:30 Margrét Lára Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum. Fimm leikir hafa tapast og sá eini sem vannst var gegn Ungverjum, sem sitja í 37. sæti heimslistans. Íslenska liðið komst í fyrsta skipti í lokakeppni stórmóts fyrir fjórum árum í Finnlandi. Þá töpuðu okkar stelpur öllum leikjum sínum en hægt var að fela sig á bak við frumsýningarskrekk. Nú er Ísland í riðli með Noregi, Hollandi og Þýskalandi sem er langsterkasta liðið í riðlinum. Fyrir fram hefði maður talið að íslenska liðið ætti möguleika til jafns við Noreg og Holland en svartsýnin hefur aukist á undanförnum mánuðum. Botninn tók úr í 3-2 tapi gegn Skotum á Laugardalsvelli um helgina.Glódís þarf meiri tíma Ýmislegt var skrýtið í landsleiknum gegn Skotum. Sif Atladóttir, besti miðvörður landsliðsins, var sett í stöðu bakvarðar en Glódís Perla Viggósdóttir og Katrín Jónsdóttir voru í hjarta varnarinnar. Glódís á framtíðina fyrir sér en taugaveiklunin leyndi sér ekki í fyrsta skipti í byrjunarliði fyrir framan land og þjóð. Glódísar er framtíðin en hún er ekki tilbúin í aðalhlutverk í Svíþjóð. Katrínar Ómarsdóttur var sárt saknað á miðjunni hjá Íslandi. Leiðtoginn á miðjunni, Edda Garðarsdóttir, hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu í töluverðan tíma. 103 landsleikja konan hefur staðið fyrir sínu en nú þurfa aðrir að taka við.Kapphlaup við tímann Lítill vafi leikur á því að Margrét Lára Viðarsdóttir er besti leikmaður sem Ísland hefur alið. Þótt jákvætt sé að hún hafi komist í gegnum 90 mínútur þá var lítið að frétta af henni í leiknum. Til þessa hefur maður talið að Margrét Lára á hálfum hraða væri lífsnauðsynleg liðinu en gegn sterkum andstæðingum á slík skoðun ekki lengur við rök að styðjast. 37 dagar eru í að flautað verði til leiksins gegn Noregi í Kalmar. Þá þurfa Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir, lykilmenn liðsins, að hafa hrist af sér meiðsli og gott betur, þær þurfa að vera í toppformi. Annars fer illa. Pepsi Max-deild kvenna Pistillinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum. Fimm leikir hafa tapast og sá eini sem vannst var gegn Ungverjum, sem sitja í 37. sæti heimslistans. Íslenska liðið komst í fyrsta skipti í lokakeppni stórmóts fyrir fjórum árum í Finnlandi. Þá töpuðu okkar stelpur öllum leikjum sínum en hægt var að fela sig á bak við frumsýningarskrekk. Nú er Ísland í riðli með Noregi, Hollandi og Þýskalandi sem er langsterkasta liðið í riðlinum. Fyrir fram hefði maður talið að íslenska liðið ætti möguleika til jafns við Noreg og Holland en svartsýnin hefur aukist á undanförnum mánuðum. Botninn tók úr í 3-2 tapi gegn Skotum á Laugardalsvelli um helgina.Glódís þarf meiri tíma Ýmislegt var skrýtið í landsleiknum gegn Skotum. Sif Atladóttir, besti miðvörður landsliðsins, var sett í stöðu bakvarðar en Glódís Perla Viggósdóttir og Katrín Jónsdóttir voru í hjarta varnarinnar. Glódís á framtíðina fyrir sér en taugaveiklunin leyndi sér ekki í fyrsta skipti í byrjunarliði fyrir framan land og þjóð. Glódísar er framtíðin en hún er ekki tilbúin í aðalhlutverk í Svíþjóð. Katrínar Ómarsdóttur var sárt saknað á miðjunni hjá Íslandi. Leiðtoginn á miðjunni, Edda Garðarsdóttir, hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu í töluverðan tíma. 103 landsleikja konan hefur staðið fyrir sínu en nú þurfa aðrir að taka við.Kapphlaup við tímann Lítill vafi leikur á því að Margrét Lára Viðarsdóttir er besti leikmaður sem Ísland hefur alið. Þótt jákvætt sé að hún hafi komist í gegnum 90 mínútur þá var lítið að frétta af henni í leiknum. Til þessa hefur maður talið að Margrét Lára á hálfum hraða væri lífsnauðsynleg liðinu en gegn sterkum andstæðingum á slík skoðun ekki lengur við rök að styðjast. 37 dagar eru í að flautað verði til leiksins gegn Noregi í Kalmar. Þá þurfa Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir, lykilmenn liðsins, að hafa hrist af sér meiðsli og gott betur, þær þurfa að vera í toppformi. Annars fer illa.
Pepsi Max-deild kvenna Pistillinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira