Fyrir fólkið í landinu Katrín Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2013 06:00 Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð talsverðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður. Stórbætt staða ríkissjóðs og íslensks efnahagslífs er árangur þess erfiðis. Þessi árangur hefur skapað forsendur fyrir því að nú er raunhæft að hefja sókn að bættum lífskjörum. Þar skiptir máli hvaða leið er farin. Vinstri græn vilja að hér byggist upp samfélag jöfnuðar og velmegunar þar sem verðmætasköpun byggist á fjölbreyttu atvinnulífi. Samfélag þar sem stefnt er að velsæld til lengri tíma en ekki gripið til stórvaxinna skammtímalausna. Það er nefnilega eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri næstu áratuga. Það skiptir því miklu máli að horfa til langs tíma við allar aðgerðir og hafa þar í huga hagmuni komandi kynslóða ekki síður en okkar. Vinstri grænna hafa skýr markmið. Aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk eins og sú hugsun að ganga ekki þannig á náttúruna að við skerðum lífsskilyrði komandi kynslóða. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar og byggja hagvöxt á hugviti. Vinstri græn hafa skýr markmið fyrir komandi kjörtímabil. Við höfum lagt fram áætlun í ríkisfjármálum fyrir næsta kjörtímabil sem gerir ráð fyrir að hægt verði að auka framlög til heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála um 50-60 milljarða króna. Hún byggir á hagsspá Hagstofunnar, engum skatthækkunum og aukinni rentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Við ætlum að halda áfram að búa til þá grænu framtíð sem við höfum nú þegar unnið að á kjörtímabilinu. Þar skiptir miklu máli að stuðla að atvinnuuppbyggingu í sátt við umhverfið en skapa um leið aukin verðmæti. Þar munum við leggja sérstaka áherslu að bæta rekstrarskilyrði lítilla fyrirtækja og halda áfram uppbyggingu hinna skapandi greina, ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og nýsköpunar. Um leið er mikilvægt að efla grunnatvinnuvegina enda byggist nýsköpun ekki síst á því að auka verðmæti sjávarfangs og landbúnaðarafurða. Aukin verðmætasköpun mun skila betri kjörum fyrir fólkið í landinu sem er forgangsverkefni. Við stöndum á tímamótum og valkostirnir eru skýrir. Við höfum tækifæri til þess að taka skrefið til fulls og halda áfram uppbyggingu velferðarsamfélags þar sem hagsmunir almennings eru í fyrirrúmi. Allar forsendur til þess hafa verið skapaðar á undanförnum árum. Við getum eflt heilbrigðiskerfið, bætt menntakerfið, bætt kjörin og byggt upp fjölbreytt atvinnulíf án þess að ganga náttúruna og tækifæri komandi kynslóða. Við getum bætt kjör almennings. Í þessum efnum eru Vinstri græn skýr valkostur fyrir fólkið í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð talsverðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður. Stórbætt staða ríkissjóðs og íslensks efnahagslífs er árangur þess erfiðis. Þessi árangur hefur skapað forsendur fyrir því að nú er raunhæft að hefja sókn að bættum lífskjörum. Þar skiptir máli hvaða leið er farin. Vinstri græn vilja að hér byggist upp samfélag jöfnuðar og velmegunar þar sem verðmætasköpun byggist á fjölbreyttu atvinnulífi. Samfélag þar sem stefnt er að velsæld til lengri tíma en ekki gripið til stórvaxinna skammtímalausna. Það er nefnilega eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri næstu áratuga. Það skiptir því miklu máli að horfa til langs tíma við allar aðgerðir og hafa þar í huga hagmuni komandi kynslóða ekki síður en okkar. Vinstri grænna hafa skýr markmið. Aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk eins og sú hugsun að ganga ekki þannig á náttúruna að við skerðum lífsskilyrði komandi kynslóða. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar og byggja hagvöxt á hugviti. Vinstri græn hafa skýr markmið fyrir komandi kjörtímabil. Við höfum lagt fram áætlun í ríkisfjármálum fyrir næsta kjörtímabil sem gerir ráð fyrir að hægt verði að auka framlög til heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála um 50-60 milljarða króna. Hún byggir á hagsspá Hagstofunnar, engum skatthækkunum og aukinni rentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Við ætlum að halda áfram að búa til þá grænu framtíð sem við höfum nú þegar unnið að á kjörtímabilinu. Þar skiptir miklu máli að stuðla að atvinnuuppbyggingu í sátt við umhverfið en skapa um leið aukin verðmæti. Þar munum við leggja sérstaka áherslu að bæta rekstrarskilyrði lítilla fyrirtækja og halda áfram uppbyggingu hinna skapandi greina, ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og nýsköpunar. Um leið er mikilvægt að efla grunnatvinnuvegina enda byggist nýsköpun ekki síst á því að auka verðmæti sjávarfangs og landbúnaðarafurða. Aukin verðmætasköpun mun skila betri kjörum fyrir fólkið í landinu sem er forgangsverkefni. Við stöndum á tímamótum og valkostirnir eru skýrir. Við höfum tækifæri til þess að taka skrefið til fulls og halda áfram uppbyggingu velferðarsamfélags þar sem hagsmunir almennings eru í fyrirrúmi. Allar forsendur til þess hafa verið skapaðar á undanförnum árum. Við getum eflt heilbrigðiskerfið, bætt menntakerfið, bætt kjörin og byggt upp fjölbreytt atvinnulíf án þess að ganga náttúruna og tækifæri komandi kynslóða. Við getum bætt kjör almennings. Í þessum efnum eru Vinstri græn skýr valkostur fyrir fólkið í landinu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun