Að skapa sátt Páll Valur Björnsson skrifar 27. mars 2013 06:00 Eitt af því sem ég hef lært á mínum stutta ferli sem stjórnmálamaður og gefið hefur mér mest er að samskipti og samræða eru lykilatriði í að byggja upp gott samfélag. Ég var og er ekkert öðruvísi en annað fólk með sterkar skoðanir og meiningar, sem ég tel oftar en ekki að séu þær einu réttu. Lengi fram eftir mínu lífi var ég róttækur og reif kjaft (geri stundum enn) og taldi að svart væri hvítt og hvítt væri svart og hélt því fram að þeir sem ekki aðhylltust mín sjónarmið og skoðanir væru nú bara skrítnir. En það er nú svo yndislegt með þetta líf að með tímanum þroskast maður og verður víðsýnni, fer að sjá að litróf lífsins er töluvert meira en bara svart og hvítt. Ekki síst gerist það þegar maður áttar sig á því að til er fólk sem hefur aðrar skoðanir og aðra lífssýn en maður sjálfur, að átta sig á því gerir mann að betri manneskju. Manneskju sem þrátt fyrir sterkar skoðanir getur tekið tillit til skoðana annarra og borið virðingu fyrir þeim. Það er öllu fólki hollt að geta sett sig í spor annarra og ekki síst þeim sem leggja fyrir sig að starfa í stjórnmálum. Í námi mínu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands lærði ég mikið um hin jákvæðu samskipti og mikilvægi þeirra í lífi okkar. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor er höfundur bókarinnar Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar. Bók þessi er frábær leiðarvísir fyrir alla þá sem ætla að leggja fyrir sig kennarastarfið þar sem að hún tekur á öllum lykilþáttum mannlegra samskipta með höfuðáherslu á umhyggju og virðingu sem er undirstaða sáttar meðal manna. Ekki síst fjallar hún um mikilvægi samræðunnar og jákvæðra samskipta, hún segir m.a.: „…þekking og skilningur byggist upp í félagslegum samskiptum, ekki síst í samræðum þar sem fólk teflir fram ýmsum sjónarmiðum sínum, greinir á og kemur sér saman.“ Björt framtíð hefur þetta sem eitt af sínum leiðarljósum enda einn af lykilþáttum mannlegra samskipta. Í kosningaáherslum Bjartrar framtíðar segir: „Blásum til stóraukins samráðs milli ríkisstjórnar, Alþingis, sveitarfélaga, atvinnulífsins, launþega, fjármálageirans og alls konar samtaka í þjóðfélaginu um langtímamarkmið og umbætur á ýmsum sviðum. Það minnkar óvissu. Frá hruni hafa verið skrifaðar hátt í 200 skýrslur um hvað sé rétt að gera. Margar góðar. Stefnumörkun er fyrir hendi. Mikil rýnivinna búin. Nú er að stilla saman strengi og framkvæma.“ Þetta teljum við eitt af þeim lykilatriðum sem geta leitt okkur Íslendinga út úr þeim öldudal sem við höfum verið í undanfarin misseri og skapað meiri sátt í samfélaginu. Samráðsferli þar sem sjónarmið allra fá að koma fram og skoðanamunur leiddur til lykta með samræðunni. Lifið heil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem ég hef lært á mínum stutta ferli sem stjórnmálamaður og gefið hefur mér mest er að samskipti og samræða eru lykilatriði í að byggja upp gott samfélag. Ég var og er ekkert öðruvísi en annað fólk með sterkar skoðanir og meiningar, sem ég tel oftar en ekki að séu þær einu réttu. Lengi fram eftir mínu lífi var ég róttækur og reif kjaft (geri stundum enn) og taldi að svart væri hvítt og hvítt væri svart og hélt því fram að þeir sem ekki aðhylltust mín sjónarmið og skoðanir væru nú bara skrítnir. En það er nú svo yndislegt með þetta líf að með tímanum þroskast maður og verður víðsýnni, fer að sjá að litróf lífsins er töluvert meira en bara svart og hvítt. Ekki síst gerist það þegar maður áttar sig á því að til er fólk sem hefur aðrar skoðanir og aðra lífssýn en maður sjálfur, að átta sig á því gerir mann að betri manneskju. Manneskju sem þrátt fyrir sterkar skoðanir getur tekið tillit til skoðana annarra og borið virðingu fyrir þeim. Það er öllu fólki hollt að geta sett sig í spor annarra og ekki síst þeim sem leggja fyrir sig að starfa í stjórnmálum. Í námi mínu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands lærði ég mikið um hin jákvæðu samskipti og mikilvægi þeirra í lífi okkar. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor er höfundur bókarinnar Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar. Bók þessi er frábær leiðarvísir fyrir alla þá sem ætla að leggja fyrir sig kennarastarfið þar sem að hún tekur á öllum lykilþáttum mannlegra samskipta með höfuðáherslu á umhyggju og virðingu sem er undirstaða sáttar meðal manna. Ekki síst fjallar hún um mikilvægi samræðunnar og jákvæðra samskipta, hún segir m.a.: „…þekking og skilningur byggist upp í félagslegum samskiptum, ekki síst í samræðum þar sem fólk teflir fram ýmsum sjónarmiðum sínum, greinir á og kemur sér saman.“ Björt framtíð hefur þetta sem eitt af sínum leiðarljósum enda einn af lykilþáttum mannlegra samskipta. Í kosningaáherslum Bjartrar framtíðar segir: „Blásum til stóraukins samráðs milli ríkisstjórnar, Alþingis, sveitarfélaga, atvinnulífsins, launþega, fjármálageirans og alls konar samtaka í þjóðfélaginu um langtímamarkmið og umbætur á ýmsum sviðum. Það minnkar óvissu. Frá hruni hafa verið skrifaðar hátt í 200 skýrslur um hvað sé rétt að gera. Margar góðar. Stefnumörkun er fyrir hendi. Mikil rýnivinna búin. Nú er að stilla saman strengi og framkvæma.“ Þetta teljum við eitt af þeim lykilatriðum sem geta leitt okkur Íslendinga út úr þeim öldudal sem við höfum verið í undanfarin misseri og skapað meiri sátt í samfélaginu. Samráðsferli þar sem sjónarmið allra fá að koma fram og skoðanamunur leiddur til lykta með samræðunni. Lifið heil.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun