Öryggismál fyrirtækja – ábyrgð stjórnenda 19. febrúar 2013 06:00 Um þessar mundir hefur verið talsverð umræða um fíkniefnaprófanir á vinnustöðum og sitt sýnist hverjum um það málefni. Þegar fregnir bárust af því að ekkert umburðarlyndi væri sýnt og að viðkomandi aðilar sem greindust jákvæðir misstu vinnu sína tók fólk sérstaklega vel eftir. Það er reyndar ekkert nýtt að slíkar prófanir fari fram og hefur tíðkast um árabil hérlendis í vissum atvinnugreinum, sérstaklega í iðnaði þar sem jafnan er talin mikil hætta í umhverfi og á vinnustað og þetta því gert í öryggisskyni fyrst og fremst. Þessar prófanir hafa auðvitað sín takmörk og ber að umgangast þær þannig, en væntanlega eru allir sammála því að vilja ekki hafa á vinnustað sínum aðila sem er undir áhrifum eða í reglubundinni neyslu hvort heldur sem er áfengis eða vímuefna. Undirritaður hefur margra ára reynslu að því að nota slík próf við heilsufarsskoðanir og af innleiðingu þeirra á vinnustað og er almennt hlynntur notkun þeirra sem hluta af heildarsýn í öryggis- og heilbrigðismálum fyrirtækja. Þegar við horfum til þess hversu stórum hluta ævi okkar við verjum á vinnustað og hversu miklar hættur geta leynst víða í jafnvel hinu saklausasta umhverfi skiljum við hversu mikilvægt er að taka á öryggismálum af festu og skynsemi og með langtímamarkmið í huga. Þetta eru engin átaksverkefni í þeim skilningi heldur stefnumótun sem þarf að hríslast um allt fyrirtækið og ná til allra starfsmanna, helst með þeim hætti að hafa áhrif á vanahegðun. Slíkt er á ábyrgð stjórnenda og yfirmanna, sem þurfa að vera fyrirmyndir í einu og öllu við útfærslu og skipulag slíkrar nálgunar.Röng nálgun Stjórnendur horfa mikið til kostnaðar og umfangs við innleiðingu öryggis-, heilsu- og umhverfisstefnu og má með sanni segja að tilhneigingin til að gefa einhvern afslátt af öryggi er nær ávallt drifin áfram í sparnaðarskyni. Slíkt er vel skiljanlegt í rekstri almennt að horfa á alla möguleika sem eru til staðar til hagræðingar. Sú nálgun er þó í öllum tilvikum röng að mínu mati þegar horft er til lengri tíma, sem verður að vera sjónarmiðið þegar við nálgumst þennan málaflokk almennt. Það tók langan tíma að sannfæra fólk um að nota bílbelti á sínum tíma og þurfti meira að segja að sekta þá aðila til hlýðni og fá þá til að breyta vana sínum til hins betra. Í dag efast enginn um gildi bílbeltanna og megum við þakka þeim ófá lífin sem þau hafa bjargað. Hið sama gildir um æfingar sjómanna og slysavarnir, sem eru orðinn snar þáttur í menntun þeirra og enginn afsláttur er gefinn af slíku í dag. Þá var gert góðlátlegt grín að því á sínum tíma að samhæfa vinnubrögð flugmanna við stjórnun flugvéla en í dag hvarflar ekki að neinum heilvita manni að gagnrýna slíkt. Flugsamgöngur eru enda þær öruggustu í heimi vegna þeirra öryggisatriða og stefnumörkunar sem hefur gilt um árabil og er í stöðugri endurskoðun með það að markmiði að gera enn betur. Við þurfum að temja okkur svipaða nálgun almennt á vinnu okkar og umhverfi með öryggis- og heilbrigðissjónarmið í huga og hugsanlega þarf að breyta löggjöf eða reglum til að ýta undir slíka hegðun sbr. bílbeltanotkunina forðum. Ef við horfum til kostnaðar við að breyta vana okkar til hins betra og að verða meðvitaðri um öryggi okkar sjálfra og þeirra sem eru í kringum okkur, hvort heldur sem er í vinnu eða í leik, er ekki nokkur vafi í mínum huga að þeim peningum er vel varið. Áætlaður kostnaður vegna vinnuslysa hérlendis hleypur á tugum milljarða króna ár hvert en rannsóknir hafa sýnt það að 3-4% af vergri landsframleiðslu vestrænna ríkja glatist vegna heilsutjóns og slysa við vinnu. Þetta er því ekkert smáatriði og ætti öllum að vera ljóst hvort sem þeir reka fyrirtæki eða ekki.Hagsmunir okkar allra Öryggis-, heilsu og umhverfismál eiga að vera aðalatriði í öllum rekstri, hvort sem hann er einkarekinn eða á vegum ríkisins, við eigum að gera kröfur um gæði og það á að umbuna þeim sem standa sig vel í útfærslu slíkrar stefnu og ná árangri. Stórfyrirtæki í dag gera kröfur á undirverktaka sína; ríkið á að gera slíkt hið sama og engum á að líðast að gefa neina afslætti þegar við horfum til öryggissjónarmiða. Nú þegar tíðkast til dæmis að gefa afslátt við tjónleysi í ökutækjatryggingum, en slíkt er einnig að ryðja sér rúms í fyrirtækjatryggingum. Það mætti einnig hugsa sér frekari hvata af hálfu ríkisins í formi einhvers konar ívilnana. Það er vel þekkt að samkeppnishæfi fyrirtækja sem leggja mikla áherslu á þessi málefni og kosta til þess fjármunum getur verið bæði betra en einnig lakara og það er afleitt ef svo er, við þurfum að sjá til þess að það sé hagur í því að hugsa um fólkið okkar! Ég kýs að líta svo á að þetta séu hagsmunir okkar allra og vil því hvetja einstaklinga til að velta þessum málum fyrir sér og koma á úrbótum sé þeirra þörf. Stjórnendur bera ábyrgð á að hlutirnir séu í lagi og þeir munu ekki skorast undan henni, þvert á móti ber að fagna því hversu vel hefur tekist til á undanförnum árum og áratugum. Betur má þó ef duga skal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir hefur verið talsverð umræða um fíkniefnaprófanir á vinnustöðum og sitt sýnist hverjum um það málefni. Þegar fregnir bárust af því að ekkert umburðarlyndi væri sýnt og að viðkomandi aðilar sem greindust jákvæðir misstu vinnu sína tók fólk sérstaklega vel eftir. Það er reyndar ekkert nýtt að slíkar prófanir fari fram og hefur tíðkast um árabil hérlendis í vissum atvinnugreinum, sérstaklega í iðnaði þar sem jafnan er talin mikil hætta í umhverfi og á vinnustað og þetta því gert í öryggisskyni fyrst og fremst. Þessar prófanir hafa auðvitað sín takmörk og ber að umgangast þær þannig, en væntanlega eru allir sammála því að vilja ekki hafa á vinnustað sínum aðila sem er undir áhrifum eða í reglubundinni neyslu hvort heldur sem er áfengis eða vímuefna. Undirritaður hefur margra ára reynslu að því að nota slík próf við heilsufarsskoðanir og af innleiðingu þeirra á vinnustað og er almennt hlynntur notkun þeirra sem hluta af heildarsýn í öryggis- og heilbrigðismálum fyrirtækja. Þegar við horfum til þess hversu stórum hluta ævi okkar við verjum á vinnustað og hversu miklar hættur geta leynst víða í jafnvel hinu saklausasta umhverfi skiljum við hversu mikilvægt er að taka á öryggismálum af festu og skynsemi og með langtímamarkmið í huga. Þetta eru engin átaksverkefni í þeim skilningi heldur stefnumótun sem þarf að hríslast um allt fyrirtækið og ná til allra starfsmanna, helst með þeim hætti að hafa áhrif á vanahegðun. Slíkt er á ábyrgð stjórnenda og yfirmanna, sem þurfa að vera fyrirmyndir í einu og öllu við útfærslu og skipulag slíkrar nálgunar.Röng nálgun Stjórnendur horfa mikið til kostnaðar og umfangs við innleiðingu öryggis-, heilsu- og umhverfisstefnu og má með sanni segja að tilhneigingin til að gefa einhvern afslátt af öryggi er nær ávallt drifin áfram í sparnaðarskyni. Slíkt er vel skiljanlegt í rekstri almennt að horfa á alla möguleika sem eru til staðar til hagræðingar. Sú nálgun er þó í öllum tilvikum röng að mínu mati þegar horft er til lengri tíma, sem verður að vera sjónarmiðið þegar við nálgumst þennan málaflokk almennt. Það tók langan tíma að sannfæra fólk um að nota bílbelti á sínum tíma og þurfti meira að segja að sekta þá aðila til hlýðni og fá þá til að breyta vana sínum til hins betra. Í dag efast enginn um gildi bílbeltanna og megum við þakka þeim ófá lífin sem þau hafa bjargað. Hið sama gildir um æfingar sjómanna og slysavarnir, sem eru orðinn snar þáttur í menntun þeirra og enginn afsláttur er gefinn af slíku í dag. Þá var gert góðlátlegt grín að því á sínum tíma að samhæfa vinnubrögð flugmanna við stjórnun flugvéla en í dag hvarflar ekki að neinum heilvita manni að gagnrýna slíkt. Flugsamgöngur eru enda þær öruggustu í heimi vegna þeirra öryggisatriða og stefnumörkunar sem hefur gilt um árabil og er í stöðugri endurskoðun með það að markmiði að gera enn betur. Við þurfum að temja okkur svipaða nálgun almennt á vinnu okkar og umhverfi með öryggis- og heilbrigðissjónarmið í huga og hugsanlega þarf að breyta löggjöf eða reglum til að ýta undir slíka hegðun sbr. bílbeltanotkunina forðum. Ef við horfum til kostnaðar við að breyta vana okkar til hins betra og að verða meðvitaðri um öryggi okkar sjálfra og þeirra sem eru í kringum okkur, hvort heldur sem er í vinnu eða í leik, er ekki nokkur vafi í mínum huga að þeim peningum er vel varið. Áætlaður kostnaður vegna vinnuslysa hérlendis hleypur á tugum milljarða króna ár hvert en rannsóknir hafa sýnt það að 3-4% af vergri landsframleiðslu vestrænna ríkja glatist vegna heilsutjóns og slysa við vinnu. Þetta er því ekkert smáatriði og ætti öllum að vera ljóst hvort sem þeir reka fyrirtæki eða ekki.Hagsmunir okkar allra Öryggis-, heilsu og umhverfismál eiga að vera aðalatriði í öllum rekstri, hvort sem hann er einkarekinn eða á vegum ríkisins, við eigum að gera kröfur um gæði og það á að umbuna þeim sem standa sig vel í útfærslu slíkrar stefnu og ná árangri. Stórfyrirtæki í dag gera kröfur á undirverktaka sína; ríkið á að gera slíkt hið sama og engum á að líðast að gefa neina afslætti þegar við horfum til öryggissjónarmiða. Nú þegar tíðkast til dæmis að gefa afslátt við tjónleysi í ökutækjatryggingum, en slíkt er einnig að ryðja sér rúms í fyrirtækjatryggingum. Það mætti einnig hugsa sér frekari hvata af hálfu ríkisins í formi einhvers konar ívilnana. Það er vel þekkt að samkeppnishæfi fyrirtækja sem leggja mikla áherslu á þessi málefni og kosta til þess fjármunum getur verið bæði betra en einnig lakara og það er afleitt ef svo er, við þurfum að sjá til þess að það sé hagur í því að hugsa um fólkið okkar! Ég kýs að líta svo á að þetta séu hagsmunir okkar allra og vil því hvetja einstaklinga til að velta þessum málum fyrir sér og koma á úrbótum sé þeirra þörf. Stjórnendur bera ábyrgð á að hlutirnir séu í lagi og þeir munu ekki skorast undan henni, þvert á móti ber að fagna því hversu vel hefur tekist til á undanförnum árum og áratugum. Betur má þó ef duga skal.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun