Háskalegur blekkingarleikur Kristinn H. Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Um árabil hefur verið stundaður háskalegur blekkingarleikur um áhrif verðtryggingar á lánum. Áróðurinn hefur aukist eftir bankahrunið 2008. Því er haldið fram að lánin hafi stökkbreyst vegna verðtryggingarinnar. Boðað er að lausnin felist í óverðtryggðum lánum. Þá geti lántakendur verið rólegir þrátt fyrir verðbólgu því að höfuðstóll lánanna muni ekki hækka. Til vara er lagt til að setja hámark á verðtrygginguna þannig að verðbólga umfram það verði lántakandanum að kostnaðarlausu. Þarna er alvarleg blekking á ferðinni. Lántakendur eru látnir halda að aðgerðin lækki vaxtakostnaðinn, en staðreyndin er að þeir yrðu að mestu leyti verr staddir en áður ef þessi málflutningur næði fram að ganga. Ýmsar skýrslur á undanförunum árum, þar með Seðlabanka Íslands, staðfesta að óverðtryggðir vextir eru að jafnaði hærri en verðtryggðir. Askar Capital telur í skýrslu frá mars 2010, sem unnin var fyrir efnahagsráðuneytið, að ætla megi að vaxtastig yrði hærra ef verðtryggingar nyti ekki við. Afnám verðtryggingar á lánum myndi því ekki lækka vaxtakostnað lántakenda, heldur er líklegast að vextirnir yrðu hærri. Sú tillaga að setja þak á verðbætur verðtryggðra lána er villuljós, þar sem þá myndu vextirnir ofan á verðtrygginguna hækka. Það lánar enginn peninga með tapi og þess yrði gætt að vextir og verðtrygging samanlagt yrðu fyrir ofan verðbólguna hverju sinni, rétt eins og gert er í óverðtryggðum lánum. Í verðtryggðum lánum er áföllnum verðbótum á hverjum gjalddaga dreift á eftirstöðvar af lánstímanum og aðeins hluti þeirra kemur til greiðslu. Ef svokölluð stökkbreytt lán hefðu verið óverðtryggð þegar hrunið varð, hefði hver greiðsla orðið óviðráðanlega há og tugþúsundir hefðu líkast til ekki getað staðið í skilum. En vegna greiðsludreifingarinnar verður skuldin viðráðanleg. Munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum er aðeins hvenær vextirnir og verðbæturnar eru greiddar. Þegar upp er staðið er kostnaðurinn svipaður, þó heldur meiri í óverðtryggðum lánum. Eigi húsnæðislán að vera eingöngu óverðtryggð yrði óhjákvæmilegt að taka upp svipaða greiðsludreifingu á vöxtum og gildir um verðtrygginguna ef ekki á illa að fara. Hvað er þá áunnið með afnámi verðtryggingar? Vandinn liggur í viðvarandi verðbólgu og óábyrgri efnahagsstjórn en ekki í formi vaxtanna. Þeir sem stunda blekkingarleikinn eru vandamál en ekki lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Um árabil hefur verið stundaður háskalegur blekkingarleikur um áhrif verðtryggingar á lánum. Áróðurinn hefur aukist eftir bankahrunið 2008. Því er haldið fram að lánin hafi stökkbreyst vegna verðtryggingarinnar. Boðað er að lausnin felist í óverðtryggðum lánum. Þá geti lántakendur verið rólegir þrátt fyrir verðbólgu því að höfuðstóll lánanna muni ekki hækka. Til vara er lagt til að setja hámark á verðtrygginguna þannig að verðbólga umfram það verði lántakandanum að kostnaðarlausu. Þarna er alvarleg blekking á ferðinni. Lántakendur eru látnir halda að aðgerðin lækki vaxtakostnaðinn, en staðreyndin er að þeir yrðu að mestu leyti verr staddir en áður ef þessi málflutningur næði fram að ganga. Ýmsar skýrslur á undanförunum árum, þar með Seðlabanka Íslands, staðfesta að óverðtryggðir vextir eru að jafnaði hærri en verðtryggðir. Askar Capital telur í skýrslu frá mars 2010, sem unnin var fyrir efnahagsráðuneytið, að ætla megi að vaxtastig yrði hærra ef verðtryggingar nyti ekki við. Afnám verðtryggingar á lánum myndi því ekki lækka vaxtakostnað lántakenda, heldur er líklegast að vextirnir yrðu hærri. Sú tillaga að setja þak á verðbætur verðtryggðra lána er villuljós, þar sem þá myndu vextirnir ofan á verðtrygginguna hækka. Það lánar enginn peninga með tapi og þess yrði gætt að vextir og verðtrygging samanlagt yrðu fyrir ofan verðbólguna hverju sinni, rétt eins og gert er í óverðtryggðum lánum. Í verðtryggðum lánum er áföllnum verðbótum á hverjum gjalddaga dreift á eftirstöðvar af lánstímanum og aðeins hluti þeirra kemur til greiðslu. Ef svokölluð stökkbreytt lán hefðu verið óverðtryggð þegar hrunið varð, hefði hver greiðsla orðið óviðráðanlega há og tugþúsundir hefðu líkast til ekki getað staðið í skilum. En vegna greiðsludreifingarinnar verður skuldin viðráðanleg. Munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum er aðeins hvenær vextirnir og verðbæturnar eru greiddar. Þegar upp er staðið er kostnaðurinn svipaður, þó heldur meiri í óverðtryggðum lánum. Eigi húsnæðislán að vera eingöngu óverðtryggð yrði óhjákvæmilegt að taka upp svipaða greiðsludreifingu á vöxtum og gildir um verðtrygginguna ef ekki á illa að fara. Hvað er þá áunnið með afnámi verðtryggingar? Vandinn liggur í viðvarandi verðbólgu og óábyrgri efnahagsstjórn en ekki í formi vaxtanna. Þeir sem stunda blekkingarleikinn eru vandamál en ekki lausn.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun