Við erum of grandalausir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2013 08:00 Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur áhyggjur af þróun mála. Mynd/Vilhelm Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur evrópska lögreglan, Europol, komið upp um gríðarlega spillingu í knattspyrnuheiminum. Átján mánaða rannsókn þeirra leiddi í ljós að úrslitum hefði verið hagrætt í 680 leikjum um allan heim. Ekki tókst það alltaf en leikmönnum eða dómurum var þó mútað. Rannsóknin teygði anga sína til 30 landa og Fréttablaðið spurði Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra KSÍ, að því hvort rannsóknin hefði teygt anga sína til Íslands. „Við heyrðum aldrei neitt frá Europol. Ég myndi telja líklegt að við hefðum verið með í ráðum ef þeir vildu rannsaka Ísland," segir Þórir sem var þá nýbúinn að sjá fréttirnar. „Þetta er alveg ótrúlegt. Að sama skapi er þetta eitthvað sem menn hafa óttast í langan tíma." Þó svo að Ísland hafi ekki verið með í þessari rannsókn hafa komið upp slík mál á Íslandi. „Það hefur ekki komið upp mál þar sem er hægt að segja hreint að það hafi verið keypt þrjú stig. Það er ekkert staðfest tilvik. Það eru samt vísbendingar um að slíkt hafi verið reynt á Íslandi," segir Þórir en KSÍ kom í veg fyrir að Letti stofnaði 3. deildar lið á Íslandi í fyrra með eigin leikmönnum. Sami aðili hafði líka lýst yfir áhuga á því að taka yfir Grindavík. „Hver er fjárhagslegur ávinningur af því að stofna félag á Íslandi? Hvað er þar í gangi? Það blasti alveg við. Svo kom upp mál árið 2008 en leikmaður HK leitaði þá til leikmanns Grindavíkur um að hafa áhrif á gang mála. Grindvíkingurinn tilkynnti sínu félagi um málið og þeir fóru með það í okkur. Það mál var því stöðvað," segir Þórir, en báðir leikmenn eru af erlendu bergi brotnir. „Það var svindlari að spila á Íslandi síðasta sumar. Það er svo einfalt. Hann hefur játað það fyrir rétti," segir Þórir, en hann vísar þar til Erdzan Beciri, leikmanns Víkings Ólafsvíkur. Hann viðurkenndi að hafa þegið tæpar 2 milljónir króna fyrir að hafa áhrif á gang mála í Slóveníu. Aðeins þremur dögum síðar var hann orðinn leikmaður Víkings. Hvorki félagið né KSÍ vissu af þessum dómi Beciri, sem lék 11 leiki með Víkingi í fyrra. Hann var einnig leikmaður HK er það mál komst upp 2008. Ekki er þó vitað hvort hann sé HK-ingurinn sem var tilkynntur til KSÍ vegna þess máls. Beciri þessi hefur viðurkennt að hafa hagrætt úrslitum leikja í Króatíu og hann er grunaður um sömu iðju í fleiri löndum að því er fram kemur í frétt fótbolti.net á dögunum. „Það er óhætt að segja að við höfum áhyggjur af þróun mála enda hafa svona hlutir verið að gerast allt í kringum okkur. Fullt af málum í Finnlandi og frestaðir leikir í Noregi vegna gruns um svindl. Því miður er þetta úti um alla Evrópu," segir Þórir ákveðinn og bætir við: „Mesta hættan er sú að menn eru allt of grandalausir. Félögin og samfélagið halda að þetta eigi ekkert við á Íslandi. Það er mesta hættan. Við megum hafa áhyggjur af þessu og vonandi verða þessar nýjustu fréttir til þess að vekja félögin og almenning til umhugsunar um meinið." Íslenski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur evrópska lögreglan, Europol, komið upp um gríðarlega spillingu í knattspyrnuheiminum. Átján mánaða rannsókn þeirra leiddi í ljós að úrslitum hefði verið hagrætt í 680 leikjum um allan heim. Ekki tókst það alltaf en leikmönnum eða dómurum var þó mútað. Rannsóknin teygði anga sína til 30 landa og Fréttablaðið spurði Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra KSÍ, að því hvort rannsóknin hefði teygt anga sína til Íslands. „Við heyrðum aldrei neitt frá Europol. Ég myndi telja líklegt að við hefðum verið með í ráðum ef þeir vildu rannsaka Ísland," segir Þórir sem var þá nýbúinn að sjá fréttirnar. „Þetta er alveg ótrúlegt. Að sama skapi er þetta eitthvað sem menn hafa óttast í langan tíma." Þó svo að Ísland hafi ekki verið með í þessari rannsókn hafa komið upp slík mál á Íslandi. „Það hefur ekki komið upp mál þar sem er hægt að segja hreint að það hafi verið keypt þrjú stig. Það er ekkert staðfest tilvik. Það eru samt vísbendingar um að slíkt hafi verið reynt á Íslandi," segir Þórir en KSÍ kom í veg fyrir að Letti stofnaði 3. deildar lið á Íslandi í fyrra með eigin leikmönnum. Sami aðili hafði líka lýst yfir áhuga á því að taka yfir Grindavík. „Hver er fjárhagslegur ávinningur af því að stofna félag á Íslandi? Hvað er þar í gangi? Það blasti alveg við. Svo kom upp mál árið 2008 en leikmaður HK leitaði þá til leikmanns Grindavíkur um að hafa áhrif á gang mála. Grindvíkingurinn tilkynnti sínu félagi um málið og þeir fóru með það í okkur. Það mál var því stöðvað," segir Þórir, en báðir leikmenn eru af erlendu bergi brotnir. „Það var svindlari að spila á Íslandi síðasta sumar. Það er svo einfalt. Hann hefur játað það fyrir rétti," segir Þórir, en hann vísar þar til Erdzan Beciri, leikmanns Víkings Ólafsvíkur. Hann viðurkenndi að hafa þegið tæpar 2 milljónir króna fyrir að hafa áhrif á gang mála í Slóveníu. Aðeins þremur dögum síðar var hann orðinn leikmaður Víkings. Hvorki félagið né KSÍ vissu af þessum dómi Beciri, sem lék 11 leiki með Víkingi í fyrra. Hann var einnig leikmaður HK er það mál komst upp 2008. Ekki er þó vitað hvort hann sé HK-ingurinn sem var tilkynntur til KSÍ vegna þess máls. Beciri þessi hefur viðurkennt að hafa hagrætt úrslitum leikja í Króatíu og hann er grunaður um sömu iðju í fleiri löndum að því er fram kemur í frétt fótbolti.net á dögunum. „Það er óhætt að segja að við höfum áhyggjur af þróun mála enda hafa svona hlutir verið að gerast allt í kringum okkur. Fullt af málum í Finnlandi og frestaðir leikir í Noregi vegna gruns um svindl. Því miður er þetta úti um alla Evrópu," segir Þórir ákveðinn og bætir við: „Mesta hættan er sú að menn eru allt of grandalausir. Félögin og samfélagið halda að þetta eigi ekkert við á Íslandi. Það er mesta hættan. Við megum hafa áhyggjur af þessu og vonandi verða þessar nýjustu fréttir til þess að vekja félögin og almenning til umhugsunar um meinið."
Íslenski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira