Hjartanlega sama? Teitur Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Umræðan um hjarta- og æðasjúkdóma hefur verið talsverð á undanförnum árum og við höfum séð töluverða breytingu í átt til hins betra með bættri fræðslu til almennings, auk þess sem við höfum náð að eiga betur við áhættuþætti slíkra sjúkdóma. Þau okkar sem hafa kynnt sér málið vita að erfðir, reykingar, hár blóðþrýstingur, hækkað kólesteról, sykursýki, hreyfingarleysi og streita hafa mikil áhrif á myndun hjarta- og æðasjúkdóma og eru fjölmargar rannsóknir sem liggja þar að baki. Vissulega hafa þessir áhættuþættir mismunandi mikið vægi í myndun æðakölkunar og þeirra vandamála sem hún getur leitt af sér, en það er ljóst að því fleiri slíka sem þú hefur því meiri er áhættan. Það getur því verið í mörg horn að líta og nauðsynlegt að reyna að hafa áhrif á sem flesta þeirra til að draga úr eigin áhættu. Eitt af því sem er þó afar mikilvægt er að verða ekki heltekinn af því að passa sig, einstaklingar verða að njóta lífsins á sama tíma og þeir reyna að ná þessu jafnvægi. Vellíðan er einn lykilþátturinn í því að viðhalda og styrkja ónæmiskerfið, sem aftur hefur hemil á bólgumyndun sem einum af þeim fjölmörgu þáttum sem leiða til æðakölkunar.Algengasta dánarorsök kvenna Það eru nokkur atriði sem við þurfum öll að hafa í huga þegar horft er til hjarta- og æðasjúkdóma í þessari umræðu. Þau eru til dæmis að karlmenn eru líklegri til að fá slík vandamál fyrr á lífsleiðinni en konur og er talið að hormónastarfsemi kvenna eigi þar hlut að máli. Konur fá engu að síður slík vandamál og má sem dæmi nefna að í Bandaríkjunum sem og í flestum öðrum vestrænum ríkjum eru hjartasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna. Þegar lagðar eru saman fjöldatölur kemur meira að segja í ljós að sjö næstalgengustu dánarorsakir kvenna í Bandaríkjunum leggja færri að velli en þær sem deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóma þar í landi. Það þótti í hróplegu ósamræmi þegar það var skoðað árið 2000 að einungis 8% kvenna töldu hjarta- og æðasjúkdóma vera helstu heilsufarsógn sína. Það sem gerir það enn verra er að konur eru 15% líklegri til að deyja en karlar af völdum hjartaáfalls og einnig tvöfalt líklegri til að fá annað áfall á næstu sex árum samkvæmt sömu niðurstöðum. Þær höfðu flestar áhyggjur af því að fá brjóstakrabbamein sem er mun ólíklegra þrátt fyrir að það sé algengasta krabbamein kvenna. Það kom því í ljós að konur voru ekki nægjanlega vel upplýstar um áhættu sína með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og ótti þeirra við slíka var minni en við aðra óalgengari sjúkdóma. Mér er ekki kunnugt um rannsóknir þessa efnis hérlendis en mögulega hafa þær verið gerðar, sé það svo væri áhugavert að vita hvort íslenskar konur séu á svipuðu reiki og kynsystur þeirra í Bandaríkjunum.Einkennin oft mistúlkuð Það eru ekki sérlega mörg ár síðan þessar kannanir voru opinberaðar og í kjölfarið fór af stað mikil vakning um hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna í Bandaríkjunum. Fagmenn eru þó sammála um það að betur má ef duga skal. American Heart Association hratt af stað herferðinni goredforwomen sem hefur það að markmiði að upplýsa og fræða konur um áhættuna. Herferðin er með sérstaka heimasíðu sem hægt er að skoða undir www.goredforwomen.org og tölurnar eru sláandi! Hér eru nokkrar staðreyndir af síðu þeirra sem líklega eiga við hérlendis að einhverju leyti en eru væntanlega ekki að fullu yfirfæranlegar. Ein kona deyr hverja mínútu ársins í Bandaríkjunum af völdum hjartasjúkdóms. 43 milljónir kvenna þar eru með hjartasjúkdóm. 90% kvenna hafa fleiri en einn áhættuþátt fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Síðan 1984 hafa fleiri konur en karlar dáið af völdum hjartasjúkdóma á hverju ári. Einkenni geta verið frábrugðin þeim sem karlar fá og eru oft mistúlkuð sem leiðir til seinni greiningar. Ein af hverjum þremur konum í Bandaríkjunum deyr úr hjartasjúkdómi en ein af hverri 31 konu deyr úr brjóstakrabbameini. Aðeins 20% kvenna telja hjartasjúkdóm sína helstu heilsufarsógn. Konur eru einungis 24% þeirra sjúklinga sem taka þátt í rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta er því afar mikilvægur sjúkdómur og samkvæmt tölunum sá mikilvægasti þeirra. Hann er einnig einn þeirra sem við þekkjum hvað best og líklega vitum við einna mest um það hvernig við eigum að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla hann. Ef þú ert kona þá átt þú að kynna þér þetta og hvetja aðrar konur til þess einnig, eða er þér hjartanlega sama? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um hjarta- og æðasjúkdóma hefur verið talsverð á undanförnum árum og við höfum séð töluverða breytingu í átt til hins betra með bættri fræðslu til almennings, auk þess sem við höfum náð að eiga betur við áhættuþætti slíkra sjúkdóma. Þau okkar sem hafa kynnt sér málið vita að erfðir, reykingar, hár blóðþrýstingur, hækkað kólesteról, sykursýki, hreyfingarleysi og streita hafa mikil áhrif á myndun hjarta- og æðasjúkdóma og eru fjölmargar rannsóknir sem liggja þar að baki. Vissulega hafa þessir áhættuþættir mismunandi mikið vægi í myndun æðakölkunar og þeirra vandamála sem hún getur leitt af sér, en það er ljóst að því fleiri slíka sem þú hefur því meiri er áhættan. Það getur því verið í mörg horn að líta og nauðsynlegt að reyna að hafa áhrif á sem flesta þeirra til að draga úr eigin áhættu. Eitt af því sem er þó afar mikilvægt er að verða ekki heltekinn af því að passa sig, einstaklingar verða að njóta lífsins á sama tíma og þeir reyna að ná þessu jafnvægi. Vellíðan er einn lykilþátturinn í því að viðhalda og styrkja ónæmiskerfið, sem aftur hefur hemil á bólgumyndun sem einum af þeim fjölmörgu þáttum sem leiða til æðakölkunar.Algengasta dánarorsök kvenna Það eru nokkur atriði sem við þurfum öll að hafa í huga þegar horft er til hjarta- og æðasjúkdóma í þessari umræðu. Þau eru til dæmis að karlmenn eru líklegri til að fá slík vandamál fyrr á lífsleiðinni en konur og er talið að hormónastarfsemi kvenna eigi þar hlut að máli. Konur fá engu að síður slík vandamál og má sem dæmi nefna að í Bandaríkjunum sem og í flestum öðrum vestrænum ríkjum eru hjartasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna. Þegar lagðar eru saman fjöldatölur kemur meira að segja í ljós að sjö næstalgengustu dánarorsakir kvenna í Bandaríkjunum leggja færri að velli en þær sem deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóma þar í landi. Það þótti í hróplegu ósamræmi þegar það var skoðað árið 2000 að einungis 8% kvenna töldu hjarta- og æðasjúkdóma vera helstu heilsufarsógn sína. Það sem gerir það enn verra er að konur eru 15% líklegri til að deyja en karlar af völdum hjartaáfalls og einnig tvöfalt líklegri til að fá annað áfall á næstu sex árum samkvæmt sömu niðurstöðum. Þær höfðu flestar áhyggjur af því að fá brjóstakrabbamein sem er mun ólíklegra þrátt fyrir að það sé algengasta krabbamein kvenna. Það kom því í ljós að konur voru ekki nægjanlega vel upplýstar um áhættu sína með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og ótti þeirra við slíka var minni en við aðra óalgengari sjúkdóma. Mér er ekki kunnugt um rannsóknir þessa efnis hérlendis en mögulega hafa þær verið gerðar, sé það svo væri áhugavert að vita hvort íslenskar konur séu á svipuðu reiki og kynsystur þeirra í Bandaríkjunum.Einkennin oft mistúlkuð Það eru ekki sérlega mörg ár síðan þessar kannanir voru opinberaðar og í kjölfarið fór af stað mikil vakning um hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna í Bandaríkjunum. Fagmenn eru þó sammála um það að betur má ef duga skal. American Heart Association hratt af stað herferðinni goredforwomen sem hefur það að markmiði að upplýsa og fræða konur um áhættuna. Herferðin er með sérstaka heimasíðu sem hægt er að skoða undir www.goredforwomen.org og tölurnar eru sláandi! Hér eru nokkrar staðreyndir af síðu þeirra sem líklega eiga við hérlendis að einhverju leyti en eru væntanlega ekki að fullu yfirfæranlegar. Ein kona deyr hverja mínútu ársins í Bandaríkjunum af völdum hjartasjúkdóms. 43 milljónir kvenna þar eru með hjartasjúkdóm. 90% kvenna hafa fleiri en einn áhættuþátt fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Síðan 1984 hafa fleiri konur en karlar dáið af völdum hjartasjúkdóma á hverju ári. Einkenni geta verið frábrugðin þeim sem karlar fá og eru oft mistúlkuð sem leiðir til seinni greiningar. Ein af hverjum þremur konum í Bandaríkjunum deyr úr hjartasjúkdómi en ein af hverri 31 konu deyr úr brjóstakrabbameini. Aðeins 20% kvenna telja hjartasjúkdóm sína helstu heilsufarsógn. Konur eru einungis 24% þeirra sjúklinga sem taka þátt í rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta er því afar mikilvægur sjúkdómur og samkvæmt tölunum sá mikilvægasti þeirra. Hann er einnig einn þeirra sem við þekkjum hvað best og líklega vitum við einna mest um það hvernig við eigum að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla hann. Ef þú ert kona þá átt þú að kynna þér þetta og hvetja aðrar konur til þess einnig, eða er þér hjartanlega sama?
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun