Ábyrgðin er okkar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Eftir 85 daga ganga Íslendingar að kjörborðinu og segja hug sinn um hvernig þeir vilja að landinu verði stjórnað næstu fjögur árin. Hverjum þeir treysta best til að verða fulltrúar sínir á Alþingi. Slíkt val ætti með réttu að byggja á hæfilegri blöndu af reynslu og væntingum; hvað stjórnmálaflokkarnir hafa gert til að verðskulda atkvæði og hvað þeir segjast ætla að gera. Þetta heitir fulltrúalýðræði, hreyfingar eru stofnaðar um ákveðinn málstað, kjósendur velja á milli og fulltrúar hreyfinganna setjast á þing. Til að þetta kerfi virki sem best þarf hins vegar að vera áhugi á starfi hreyfinganna oftar en einn laugardag á fjögurra ára fresti. Íslenskt stjórnmálakerfi byggir á stjórnmálaflokkum, við kjósum flokka en ekki fólk, nema í litlum mæli. Þess vegna er það dapurleg staðreynd að ein af afleiðingum hrunsins er að áhugi á starfi stjórnmálaflokka fer síminnkandi. Áhugi á nöldri um starf stjórnmálaflokka hefur hins vegar farið vaxandi, en nagg og nöldur er neikvæð forsenda fyrir uppbyggingu stjórnmálakerfis. Af hverju hópaðist fólk ekki í stjórnmálaflokkana og breytti stefnu þeirra eftir hrun? Það þarf ótrúlega lítið til að taka yfir meðalstóran stjórnmálaflokk á Íslandi og vel skipulagður hópur þarf ekki að vera mjög stór til þess. Það er skiljanlegt að starf í stjórnmálaflokkum hafi ekki heillað marga síðustu árin, en vilji fólk raunverulegar breytingar á samfélaginu verður það að horfast í augu við þá staðreynd að við búum við fulltrúalýðræði sem byggir á stjórnmálaflokkum. Okkur getur þótt það slæmt, viljað auka persónukjör og gjörbreyta því lýðræðislega ferli sem við búum við, en á meðan það gerist ekki þá eru þetta leikreglurnar. Og með því að taka ekki þátt í leiknum dæmir fólk sig til áhrifaleysis. Sú skoðun þekkist og þykist fín að fólk sé búið að fá leið á hugsjónum. Það er dapurlegt ef hrunið hefur leitt til þess. Ég held reyndar að það sé ekki þannig. Ég held einmitt að fólk hafi mun meiri hugsjónir nú en fyrir nokkrum árum. Það hefur hins vegar ekki viljann til að koma þeim hugsjónum í þann eina farveg sem raunverulega getur gert þær að veruleika; inn í stjórnmálaflokkana. Þess vegna er sú staða uppi að enginn er sérstaklega hrifinn af því sem stjórnmálaflokkarnir hafa upp á að bjóða, en einhvern þeirra verðum við hins vegar að velja. Við berum hins vegar öll ábyrgð á því hvernig samfélagið okkar er samansett og það ekki bara á fjögurra ára fresti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir 85 daga ganga Íslendingar að kjörborðinu og segja hug sinn um hvernig þeir vilja að landinu verði stjórnað næstu fjögur árin. Hverjum þeir treysta best til að verða fulltrúar sínir á Alþingi. Slíkt val ætti með réttu að byggja á hæfilegri blöndu af reynslu og væntingum; hvað stjórnmálaflokkarnir hafa gert til að verðskulda atkvæði og hvað þeir segjast ætla að gera. Þetta heitir fulltrúalýðræði, hreyfingar eru stofnaðar um ákveðinn málstað, kjósendur velja á milli og fulltrúar hreyfinganna setjast á þing. Til að þetta kerfi virki sem best þarf hins vegar að vera áhugi á starfi hreyfinganna oftar en einn laugardag á fjögurra ára fresti. Íslenskt stjórnmálakerfi byggir á stjórnmálaflokkum, við kjósum flokka en ekki fólk, nema í litlum mæli. Þess vegna er það dapurleg staðreynd að ein af afleiðingum hrunsins er að áhugi á starfi stjórnmálaflokka fer síminnkandi. Áhugi á nöldri um starf stjórnmálaflokka hefur hins vegar farið vaxandi, en nagg og nöldur er neikvæð forsenda fyrir uppbyggingu stjórnmálakerfis. Af hverju hópaðist fólk ekki í stjórnmálaflokkana og breytti stefnu þeirra eftir hrun? Það þarf ótrúlega lítið til að taka yfir meðalstóran stjórnmálaflokk á Íslandi og vel skipulagður hópur þarf ekki að vera mjög stór til þess. Það er skiljanlegt að starf í stjórnmálaflokkum hafi ekki heillað marga síðustu árin, en vilji fólk raunverulegar breytingar á samfélaginu verður það að horfast í augu við þá staðreynd að við búum við fulltrúalýðræði sem byggir á stjórnmálaflokkum. Okkur getur þótt það slæmt, viljað auka persónukjör og gjörbreyta því lýðræðislega ferli sem við búum við, en á meðan það gerist ekki þá eru þetta leikreglurnar. Og með því að taka ekki þátt í leiknum dæmir fólk sig til áhrifaleysis. Sú skoðun þekkist og þykist fín að fólk sé búið að fá leið á hugsjónum. Það er dapurlegt ef hrunið hefur leitt til þess. Ég held reyndar að það sé ekki þannig. Ég held einmitt að fólk hafi mun meiri hugsjónir nú en fyrir nokkrum árum. Það hefur hins vegar ekki viljann til að koma þeim hugsjónum í þann eina farveg sem raunverulega getur gert þær að veruleika; inn í stjórnmálaflokkana. Þess vegna er sú staða uppi að enginn er sérstaklega hrifinn af því sem stjórnmálaflokkarnir hafa upp á að bjóða, en einhvern þeirra verðum við hins vegar að velja. Við berum hins vegar öll ábyrgð á því hvernig samfélagið okkar er samansett og það ekki bara á fjögurra ára fresti.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar