Ábyrgðin er okkar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Eftir 85 daga ganga Íslendingar að kjörborðinu og segja hug sinn um hvernig þeir vilja að landinu verði stjórnað næstu fjögur árin. Hverjum þeir treysta best til að verða fulltrúar sínir á Alþingi. Slíkt val ætti með réttu að byggja á hæfilegri blöndu af reynslu og væntingum; hvað stjórnmálaflokkarnir hafa gert til að verðskulda atkvæði og hvað þeir segjast ætla að gera. Þetta heitir fulltrúalýðræði, hreyfingar eru stofnaðar um ákveðinn málstað, kjósendur velja á milli og fulltrúar hreyfinganna setjast á þing. Til að þetta kerfi virki sem best þarf hins vegar að vera áhugi á starfi hreyfinganna oftar en einn laugardag á fjögurra ára fresti. Íslenskt stjórnmálakerfi byggir á stjórnmálaflokkum, við kjósum flokka en ekki fólk, nema í litlum mæli. Þess vegna er það dapurleg staðreynd að ein af afleiðingum hrunsins er að áhugi á starfi stjórnmálaflokka fer síminnkandi. Áhugi á nöldri um starf stjórnmálaflokka hefur hins vegar farið vaxandi, en nagg og nöldur er neikvæð forsenda fyrir uppbyggingu stjórnmálakerfis. Af hverju hópaðist fólk ekki í stjórnmálaflokkana og breytti stefnu þeirra eftir hrun? Það þarf ótrúlega lítið til að taka yfir meðalstóran stjórnmálaflokk á Íslandi og vel skipulagður hópur þarf ekki að vera mjög stór til þess. Það er skiljanlegt að starf í stjórnmálaflokkum hafi ekki heillað marga síðustu árin, en vilji fólk raunverulegar breytingar á samfélaginu verður það að horfast í augu við þá staðreynd að við búum við fulltrúalýðræði sem byggir á stjórnmálaflokkum. Okkur getur þótt það slæmt, viljað auka persónukjör og gjörbreyta því lýðræðislega ferli sem við búum við, en á meðan það gerist ekki þá eru þetta leikreglurnar. Og með því að taka ekki þátt í leiknum dæmir fólk sig til áhrifaleysis. Sú skoðun þekkist og þykist fín að fólk sé búið að fá leið á hugsjónum. Það er dapurlegt ef hrunið hefur leitt til þess. Ég held reyndar að það sé ekki þannig. Ég held einmitt að fólk hafi mun meiri hugsjónir nú en fyrir nokkrum árum. Það hefur hins vegar ekki viljann til að koma þeim hugsjónum í þann eina farveg sem raunverulega getur gert þær að veruleika; inn í stjórnmálaflokkana. Þess vegna er sú staða uppi að enginn er sérstaklega hrifinn af því sem stjórnmálaflokkarnir hafa upp á að bjóða, en einhvern þeirra verðum við hins vegar að velja. Við berum hins vegar öll ábyrgð á því hvernig samfélagið okkar er samansett og það ekki bara á fjögurra ára fresti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir 85 daga ganga Íslendingar að kjörborðinu og segja hug sinn um hvernig þeir vilja að landinu verði stjórnað næstu fjögur árin. Hverjum þeir treysta best til að verða fulltrúar sínir á Alþingi. Slíkt val ætti með réttu að byggja á hæfilegri blöndu af reynslu og væntingum; hvað stjórnmálaflokkarnir hafa gert til að verðskulda atkvæði og hvað þeir segjast ætla að gera. Þetta heitir fulltrúalýðræði, hreyfingar eru stofnaðar um ákveðinn málstað, kjósendur velja á milli og fulltrúar hreyfinganna setjast á þing. Til að þetta kerfi virki sem best þarf hins vegar að vera áhugi á starfi hreyfinganna oftar en einn laugardag á fjögurra ára fresti. Íslenskt stjórnmálakerfi byggir á stjórnmálaflokkum, við kjósum flokka en ekki fólk, nema í litlum mæli. Þess vegna er það dapurleg staðreynd að ein af afleiðingum hrunsins er að áhugi á starfi stjórnmálaflokka fer síminnkandi. Áhugi á nöldri um starf stjórnmálaflokka hefur hins vegar farið vaxandi, en nagg og nöldur er neikvæð forsenda fyrir uppbyggingu stjórnmálakerfis. Af hverju hópaðist fólk ekki í stjórnmálaflokkana og breytti stefnu þeirra eftir hrun? Það þarf ótrúlega lítið til að taka yfir meðalstóran stjórnmálaflokk á Íslandi og vel skipulagður hópur þarf ekki að vera mjög stór til þess. Það er skiljanlegt að starf í stjórnmálaflokkum hafi ekki heillað marga síðustu árin, en vilji fólk raunverulegar breytingar á samfélaginu verður það að horfast í augu við þá staðreynd að við búum við fulltrúalýðræði sem byggir á stjórnmálaflokkum. Okkur getur þótt það slæmt, viljað auka persónukjör og gjörbreyta því lýðræðislega ferli sem við búum við, en á meðan það gerist ekki þá eru þetta leikreglurnar. Og með því að taka ekki þátt í leiknum dæmir fólk sig til áhrifaleysis. Sú skoðun þekkist og þykist fín að fólk sé búið að fá leið á hugsjónum. Það er dapurlegt ef hrunið hefur leitt til þess. Ég held reyndar að það sé ekki þannig. Ég held einmitt að fólk hafi mun meiri hugsjónir nú en fyrir nokkrum árum. Það hefur hins vegar ekki viljann til að koma þeim hugsjónum í þann eina farveg sem raunverulega getur gert þær að veruleika; inn í stjórnmálaflokkana. Þess vegna er sú staða uppi að enginn er sérstaklega hrifinn af því sem stjórnmálaflokkarnir hafa upp á að bjóða, en einhvern þeirra verðum við hins vegar að velja. Við berum hins vegar öll ábyrgð á því hvernig samfélagið okkar er samansett og það ekki bara á fjögurra ára fresti.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun