Tískuljósmyndarinn Tommy Ton fór yfir tískuárið 2012 á vefsíðunni Style.com. Honum þótti ýmislegt bera af á árinu og nefndi meðal annars hálfíslenska tískumerkið Ostwald Helgason til nýliða ársins.
Rússnesku tískuíkonin Miroslava Duma og Anya Ziourova voru oft myndaðar í hönnun Ostwald Helgason. Ingvar Helgason og Susanne Ostwald standa að baki merkinu, sem hefur verið á mikilli siglingu undanfarið ár.
Ostwald Helgason þótti best
