Er óhróður DV falur? Ólafur Hauksson skrifar 4. janúar 2013 08:00 DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. Stór hluti þessara þolenda ofbeldis DV eiga eitt sameiginlegt. Þeir eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana vegna lánamála, viðskiptahátta, uppgjöra, gjaldþrota og þar fram eftir götunum. Í mörgum tilfellum er um háar fjárkröfur og alvarlegar sakargiftir að ræða, en það réttlætir ekki miskunnarlaust og síendurtekið einelti á borð við það sem DV stundar. Hvers vegna? Þær upplýsingar sem DV hefur í höndunum um þessa einstaklinga, fjármál þeirra og fyrirtæki koma frá skiptastjórum, lögmönnum og starfsmönnum banka. Eitt er að notfæra sér slíkar upplýsingar til að skrifa frétt. Allt annað er að nota þær til að níðast endalaust á fólki. DV hefur bersýnilega tekið að sér að vera refsivöndur tiltekinna fjármálastofnana. Í því hlutverki dregur DV hvergi af sér. En hvers vegna? Hvað veldur þessari miklu elju, þessu linnulausa einelti í þágu erlendra hrægammasjóða? Óhjákvæmilegt er að spyrja hvort óhróðurinn í DV sé falur. Hvort hagsmunaaðilar – ég tala nú ekki um þá sem eiga nóg af peningum – geti keypt skoðanir og fréttaflutning sem DV svo viðrar opinberlega? Ekki er langt síðan DV skuldaði 75 milljónir króna í vörsluskatta. Eins og hendi væri veifað hvarf það vandamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Skoðun Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. Stór hluti þessara þolenda ofbeldis DV eiga eitt sameiginlegt. Þeir eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana vegna lánamála, viðskiptahátta, uppgjöra, gjaldþrota og þar fram eftir götunum. Í mörgum tilfellum er um háar fjárkröfur og alvarlegar sakargiftir að ræða, en það réttlætir ekki miskunnarlaust og síendurtekið einelti á borð við það sem DV stundar. Hvers vegna? Þær upplýsingar sem DV hefur í höndunum um þessa einstaklinga, fjármál þeirra og fyrirtæki koma frá skiptastjórum, lögmönnum og starfsmönnum banka. Eitt er að notfæra sér slíkar upplýsingar til að skrifa frétt. Allt annað er að nota þær til að níðast endalaust á fólki. DV hefur bersýnilega tekið að sér að vera refsivöndur tiltekinna fjármálastofnana. Í því hlutverki dregur DV hvergi af sér. En hvers vegna? Hvað veldur þessari miklu elju, þessu linnulausa einelti í þágu erlendra hrægammasjóða? Óhjákvæmilegt er að spyrja hvort óhróðurinn í DV sé falur. Hvort hagsmunaaðilar – ég tala nú ekki um þá sem eiga nóg af peningum – geti keypt skoðanir og fréttaflutning sem DV svo viðrar opinberlega? Ekki er langt síðan DV skuldaði 75 milljónir króna í vörsluskatta. Eins og hendi væri veifað hvarf það vandamál.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar