Benedikt vann þriðju umferð Crossbollans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2013 22:15 MyndiArnold Björnsson Benedikt Jónasson vann öruggan sigur í þriðju umferð Crossbollans sem fór fram um helgina en Crossbollinn er cyclocross mótaröð hjólreiðafélagsins Tindur. 30 keppendur þurftu að glíma við sannkallaðar vetraraðstæður en þeir tóku af stað í snjókomu og brautin var mjög hál. Emil Þór Guðmundsson og Benedikt Jónasson tóku forystuna strax í upphafi en fljótlega fór Benedikt þó fram úr. Hann jók forskot sitt jafnt og þétt út alla keppnina og landaði öruggu fyrsta sæti. Emil átti einnig góða keppni og var öruggur með annað sætið þótt honum hafi ekki tekist að ógna sigri Benedikts. Á eftir Emil Þór kom svo Óskar Ómarsson í þriðja sæti en Ingvar Ómarsson, sigurvegari fyrstu tveggja umferðanna, sleit keðju og missti þar af fremstu mönnum snemma í keppninni. Keppnirnar í Crossbollanum fara fram á stuttum og skemmtilegum brautum og er hver keppni 45 mínútur. Cyclocross er vetrargrein hjólreiða og eru keppnirnar haldnar í öllum aðstæðum sem Íslenskt veðurfar hefur uppá að bjóða. Allir ættu að geta tekið þátt, bæði cyclocross hjól ásamt fjallahjólum eru leyfð í þessum keppnum og er keppnin tiltölulega einföld en þó þurfa keppendur til dæmis að hoppa af hjóli sínu til að hlaupa upp stuttar en brattar brekkur. Keppnirnar eru einnig mjög áhorfendavænar þar sem þær fara fram á litlum afmörkuðum svæðum. Cyclocross er yfir 100 ára gömul keppnisgrein á heimsvísu en aðeins eru tæp 2 ár síðan Tindur hélt fyrstu cyclocross keppnina sem haldin hefur verið hérlendis. Greinin hefur verið gríðarlega vinsæl í Evrópu, sérstaklega í Belgíu en er nú í mikilli uppsveiflu á heimsvísu og er t.d. algjört cyclocross æði í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá keppninni sem og flottar myndir sem Arnold Björnsson tók af keppendunum.Benedikt JónassonMynd/Arnold BjörnssonÓskar Ómarsson.MyndiArnold BjörnssonEmil Þór GuðmundssonMynd/Arnold BjörnssonEmil Þór Guðmundsson.Mynd/Arnold BjörnssonÓskar ÓmarssonMynd/Arnold BjörnssonBenedikt Jónasson.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson Íþróttir Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira
Benedikt Jónasson vann öruggan sigur í þriðju umferð Crossbollans sem fór fram um helgina en Crossbollinn er cyclocross mótaröð hjólreiðafélagsins Tindur. 30 keppendur þurftu að glíma við sannkallaðar vetraraðstæður en þeir tóku af stað í snjókomu og brautin var mjög hál. Emil Þór Guðmundsson og Benedikt Jónasson tóku forystuna strax í upphafi en fljótlega fór Benedikt þó fram úr. Hann jók forskot sitt jafnt og þétt út alla keppnina og landaði öruggu fyrsta sæti. Emil átti einnig góða keppni og var öruggur með annað sætið þótt honum hafi ekki tekist að ógna sigri Benedikts. Á eftir Emil Þór kom svo Óskar Ómarsson í þriðja sæti en Ingvar Ómarsson, sigurvegari fyrstu tveggja umferðanna, sleit keðju og missti þar af fremstu mönnum snemma í keppninni. Keppnirnar í Crossbollanum fara fram á stuttum og skemmtilegum brautum og er hver keppni 45 mínútur. Cyclocross er vetrargrein hjólreiða og eru keppnirnar haldnar í öllum aðstæðum sem Íslenskt veðurfar hefur uppá að bjóða. Allir ættu að geta tekið þátt, bæði cyclocross hjól ásamt fjallahjólum eru leyfð í þessum keppnum og er keppnin tiltölulega einföld en þó þurfa keppendur til dæmis að hoppa af hjóli sínu til að hlaupa upp stuttar en brattar brekkur. Keppnirnar eru einnig mjög áhorfendavænar þar sem þær fara fram á litlum afmörkuðum svæðum. Cyclocross er yfir 100 ára gömul keppnisgrein á heimsvísu en aðeins eru tæp 2 ár síðan Tindur hélt fyrstu cyclocross keppnina sem haldin hefur verið hérlendis. Greinin hefur verið gríðarlega vinsæl í Evrópu, sérstaklega í Belgíu en er nú í mikilli uppsveiflu á heimsvísu og er t.d. algjört cyclocross æði í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá keppninni sem og flottar myndir sem Arnold Björnsson tók af keppendunum.Benedikt JónassonMynd/Arnold BjörnssonÓskar Ómarsson.MyndiArnold BjörnssonEmil Þór GuðmundssonMynd/Arnold BjörnssonEmil Þór Guðmundsson.Mynd/Arnold BjörnssonÓskar ÓmarssonMynd/Arnold BjörnssonBenedikt Jónasson.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson
Íþróttir Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira