Benedikt vann þriðju umferð Crossbollans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2013 22:15 MyndiArnold Björnsson Benedikt Jónasson vann öruggan sigur í þriðju umferð Crossbollans sem fór fram um helgina en Crossbollinn er cyclocross mótaröð hjólreiðafélagsins Tindur. 30 keppendur þurftu að glíma við sannkallaðar vetraraðstæður en þeir tóku af stað í snjókomu og brautin var mjög hál. Emil Þór Guðmundsson og Benedikt Jónasson tóku forystuna strax í upphafi en fljótlega fór Benedikt þó fram úr. Hann jók forskot sitt jafnt og þétt út alla keppnina og landaði öruggu fyrsta sæti. Emil átti einnig góða keppni og var öruggur með annað sætið þótt honum hafi ekki tekist að ógna sigri Benedikts. Á eftir Emil Þór kom svo Óskar Ómarsson í þriðja sæti en Ingvar Ómarsson, sigurvegari fyrstu tveggja umferðanna, sleit keðju og missti þar af fremstu mönnum snemma í keppninni. Keppnirnar í Crossbollanum fara fram á stuttum og skemmtilegum brautum og er hver keppni 45 mínútur. Cyclocross er vetrargrein hjólreiða og eru keppnirnar haldnar í öllum aðstæðum sem Íslenskt veðurfar hefur uppá að bjóða. Allir ættu að geta tekið þátt, bæði cyclocross hjól ásamt fjallahjólum eru leyfð í þessum keppnum og er keppnin tiltölulega einföld en þó þurfa keppendur til dæmis að hoppa af hjóli sínu til að hlaupa upp stuttar en brattar brekkur. Keppnirnar eru einnig mjög áhorfendavænar þar sem þær fara fram á litlum afmörkuðum svæðum. Cyclocross er yfir 100 ára gömul keppnisgrein á heimsvísu en aðeins eru tæp 2 ár síðan Tindur hélt fyrstu cyclocross keppnina sem haldin hefur verið hérlendis. Greinin hefur verið gríðarlega vinsæl í Evrópu, sérstaklega í Belgíu en er nú í mikilli uppsveiflu á heimsvísu og er t.d. algjört cyclocross æði í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá keppninni sem og flottar myndir sem Arnold Björnsson tók af keppendunum.Benedikt JónassonMynd/Arnold BjörnssonÓskar Ómarsson.MyndiArnold BjörnssonEmil Þór GuðmundssonMynd/Arnold BjörnssonEmil Þór Guðmundsson.Mynd/Arnold BjörnssonÓskar ÓmarssonMynd/Arnold BjörnssonBenedikt Jónasson.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson Íþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Sjá meira
Benedikt Jónasson vann öruggan sigur í þriðju umferð Crossbollans sem fór fram um helgina en Crossbollinn er cyclocross mótaröð hjólreiðafélagsins Tindur. 30 keppendur þurftu að glíma við sannkallaðar vetraraðstæður en þeir tóku af stað í snjókomu og brautin var mjög hál. Emil Þór Guðmundsson og Benedikt Jónasson tóku forystuna strax í upphafi en fljótlega fór Benedikt þó fram úr. Hann jók forskot sitt jafnt og þétt út alla keppnina og landaði öruggu fyrsta sæti. Emil átti einnig góða keppni og var öruggur með annað sætið þótt honum hafi ekki tekist að ógna sigri Benedikts. Á eftir Emil Þór kom svo Óskar Ómarsson í þriðja sæti en Ingvar Ómarsson, sigurvegari fyrstu tveggja umferðanna, sleit keðju og missti þar af fremstu mönnum snemma í keppninni. Keppnirnar í Crossbollanum fara fram á stuttum og skemmtilegum brautum og er hver keppni 45 mínútur. Cyclocross er vetrargrein hjólreiða og eru keppnirnar haldnar í öllum aðstæðum sem Íslenskt veðurfar hefur uppá að bjóða. Allir ættu að geta tekið þátt, bæði cyclocross hjól ásamt fjallahjólum eru leyfð í þessum keppnum og er keppnin tiltölulega einföld en þó þurfa keppendur til dæmis að hoppa af hjóli sínu til að hlaupa upp stuttar en brattar brekkur. Keppnirnar eru einnig mjög áhorfendavænar þar sem þær fara fram á litlum afmörkuðum svæðum. Cyclocross er yfir 100 ára gömul keppnisgrein á heimsvísu en aðeins eru tæp 2 ár síðan Tindur hélt fyrstu cyclocross keppnina sem haldin hefur verið hérlendis. Greinin hefur verið gríðarlega vinsæl í Evrópu, sérstaklega í Belgíu en er nú í mikilli uppsveiflu á heimsvísu og er t.d. algjört cyclocross æði í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá keppninni sem og flottar myndir sem Arnold Björnsson tók af keppendunum.Benedikt JónassonMynd/Arnold BjörnssonÓskar Ómarsson.MyndiArnold BjörnssonEmil Þór GuðmundssonMynd/Arnold BjörnssonEmil Þór Guðmundsson.Mynd/Arnold BjörnssonÓskar ÓmarssonMynd/Arnold BjörnssonBenedikt Jónasson.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson
Íþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Sjá meira