Freistingarnar eru allstaðar! Magnús Berg Magnússon og Þorsteinn Kári Jónsson og stofnendur Meistaramánuðs skrifa 4. október 2013 17:47 Það er innbyggt í okkur öll að vilja frekar það sem er gott fyrir okkur í dag en það sem er gott á morgun. Freistingar leynast víða og eigum við oftar en ekki í litlum erfiðleikum með að verðlauna okkur með því að svala þrám okkar, án þess að leiða hugann að því hvort að við séum að gera okkur gott eða ekki. Það er líka staðreynd að freistingarnar umkringja okkur á afskaplega þrúgandi máta í nútíma samfélagi. Við þurfum ekki annað en að opna Facebook eða Instagram til að fá það beint í æð að einhversstaðar er einhver vinur okkar að gúffa í sig hamborgara sem á þessari stundu virðist vera girnilegasti hamborgari í heimi og örlitlu neðar í straumnum sjáum við vininn sem er að skála í ísköldum bjór við vinnufélagana „Einn hrímaður hérna megin, #meistaram hvað?“. Til þess að vinna bug á freistingum lífsins þarf bæði viljastyrk og sjálfsaga. Eitt er að setja sér falleg og góð markmið, annað er síðan að fylgja þeim staðfastlega eftir. Til þess þarf viljastyrk. Margir segjast ekki hafa neinn viljastyrk og hafi enga stjórn á sér gagnvart freistingum. Góðu fréttirnar eru þær að viljastyrk er hægt að þjálfa upp. Til þess eru fjölmargar leiðir en fyrsta skrefið er að átta sig á því að freistingarnar og viljinn til þess að uppfylla þrár sínar samstundis munu alltaf verða þarna, það er einfaldlega eitthvað sem allir þurfa að lifa með. Með því að setja sér bæði skýr og ákveðin markmið ásamt því fylgja þeim eftir af sannfæringu er hinsvegar hægt að venja sig á að standast freistingarnar.Það getur hver sem er sett sér markmið sem miðuð eru að því að gerast betri maður. Staðreyndin er nefnilega sú að það er auðvelt að taka ákvörðun um það hverju maður vill bæta við líf sitt. Það sem erfiðara og flóknara getur þó reynst að koma í framkvæmd er að gera upp við sig hverju maður er tilbúin að fórna til þess að ná betri árangri. Viljinn sem þarf til þess að sannfæra sig um að freistingin gefi af sér minni ávinning en það að standast hana krefst styrks, aga og skilnings á sjálfum okkur. Í slíkum aðstæðum er lykilatriði að veita sér hvatningu með því að hugsa bæði um heildarmyndina sem og útkomuna sem sóst er eftir. Það talaði aldrei neinn um það að auðvelt yrði að komast í gegnum októbermánuð fylltan af breytingum sem krefjast einbeitingar og aðhalds. Þeir sem hingað til hafa ekki rekist á sínar hindranir munu gera það síðar og þeir sem hafa átt erfitt með að fylgja sínum markmiðum eftir í upphafi mánaðarins eiga eftir að rekast á fleiri freistingar. En vitiði til, eins og í svo mörgu öðru þá á tilgangurinn það til að helga meðalið. Við viljum því senda alla þáttakendur Meistaramánaðarins inn í helgina með heilög orð Destiny’s Child, um mikilvægi þess að sýna sinn innri styrk til þess að komast yfir erfiðari hjalla lífsins, að leiðarljósi. Meistaramánuður Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Sjá meira
Það er innbyggt í okkur öll að vilja frekar það sem er gott fyrir okkur í dag en það sem er gott á morgun. Freistingar leynast víða og eigum við oftar en ekki í litlum erfiðleikum með að verðlauna okkur með því að svala þrám okkar, án þess að leiða hugann að því hvort að við séum að gera okkur gott eða ekki. Það er líka staðreynd að freistingarnar umkringja okkur á afskaplega þrúgandi máta í nútíma samfélagi. Við þurfum ekki annað en að opna Facebook eða Instagram til að fá það beint í æð að einhversstaðar er einhver vinur okkar að gúffa í sig hamborgara sem á þessari stundu virðist vera girnilegasti hamborgari í heimi og örlitlu neðar í straumnum sjáum við vininn sem er að skála í ísköldum bjór við vinnufélagana „Einn hrímaður hérna megin, #meistaram hvað?“. Til þess að vinna bug á freistingum lífsins þarf bæði viljastyrk og sjálfsaga. Eitt er að setja sér falleg og góð markmið, annað er síðan að fylgja þeim staðfastlega eftir. Til þess þarf viljastyrk. Margir segjast ekki hafa neinn viljastyrk og hafi enga stjórn á sér gagnvart freistingum. Góðu fréttirnar eru þær að viljastyrk er hægt að þjálfa upp. Til þess eru fjölmargar leiðir en fyrsta skrefið er að átta sig á því að freistingarnar og viljinn til þess að uppfylla þrár sínar samstundis munu alltaf verða þarna, það er einfaldlega eitthvað sem allir þurfa að lifa með. Með því að setja sér bæði skýr og ákveðin markmið ásamt því fylgja þeim eftir af sannfæringu er hinsvegar hægt að venja sig á að standast freistingarnar.Það getur hver sem er sett sér markmið sem miðuð eru að því að gerast betri maður. Staðreyndin er nefnilega sú að það er auðvelt að taka ákvörðun um það hverju maður vill bæta við líf sitt. Það sem erfiðara og flóknara getur þó reynst að koma í framkvæmd er að gera upp við sig hverju maður er tilbúin að fórna til þess að ná betri árangri. Viljinn sem þarf til þess að sannfæra sig um að freistingin gefi af sér minni ávinning en það að standast hana krefst styrks, aga og skilnings á sjálfum okkur. Í slíkum aðstæðum er lykilatriði að veita sér hvatningu með því að hugsa bæði um heildarmyndina sem og útkomuna sem sóst er eftir. Það talaði aldrei neinn um það að auðvelt yrði að komast í gegnum októbermánuð fylltan af breytingum sem krefjast einbeitingar og aðhalds. Þeir sem hingað til hafa ekki rekist á sínar hindranir munu gera það síðar og þeir sem hafa átt erfitt með að fylgja sínum markmiðum eftir í upphafi mánaðarins eiga eftir að rekast á fleiri freistingar. En vitiði til, eins og í svo mörgu öðru þá á tilgangurinn það til að helga meðalið. Við viljum því senda alla þáttakendur Meistaramánaðarins inn í helgina með heilög orð Destiny’s Child, um mikilvægi þess að sýna sinn innri styrk til þess að komast yfir erfiðari hjalla lífsins, að leiðarljósi.
Meistaramánuður Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Sjá meira