Selma Dóra Evrópumeistari í áströlskum fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2013 17:00 Selma Dóra Ólafsdóttir . Mynd/Tómas G. Gíslason Íslenska landsliðið í andspyrnu tók nú um helgina þátt í Evrópubikarmótinu í áströlskum fótbolta sem fram fór í Bordeaux í Frakklandi og átti Ísland bæði fulltrúa í karla og kvennaflokki. Í karlaflokki lék Ísland í riðli með Katalóníu og Englandi sem hefur verið eitt af betri landsliðum í Evrópu síðustu ár. Íslenska liðið vann stórsigur á Katalóníu 66-9, en tapaði illa fyrir Englandi 66-13, en England stóð síðan uppi sem sigurvegari á mótinu. Í leikjum um sæti tapaði liðið síðan fyrir Finnlandi og Spáni, og endaði í 8. sæti af 12, sem er besti árangur liðsins hingað til. Í ár átti Ísland líka í fyrsta skipti fulltrúa í kvennaliði á mótinu, en Siglfirðingurinn Selma Dóra Ólafsdóttir sem leikur með liði Akureyrar hér á landi spilaði með kvennaliði Crusaders sem samanstendur af leikmönnum frá ýmsum löndum. Aðeins voru tvö kvennalið á mótinu að þessu sinni, Frakkland og hið blandaða lið Crusaders og í úrslitaleiknum sigraði lið Crusaders franska liðið í æsispennandi úrslitaleik 45:26, og átti Selma góðan leik. Páll Tómas Finnsson, leikmaður íslenska karlaliðsins, var valinn í Evrópuúrvalið að móti loknu, en hann hefur verið einn besti leikmaðurinn í Evrópu undanfarin ár og er í dag einnig þjálfari danska liðsins í áströlskum fótbolta. Jón Einarsson, leikmaður íslenska liðsins, sigraði í Strongman aflraunakeppninni sem fram fór á mótinu og er því sterkasti leikmaðurinn í Evrópu. Þetta er í fimmta skipti sem Ísland tekur þátt í Evrópubikarmóti í áströlskum fótbolta, en á sínu fyrsta Evrópubikarmóti sem fram fór í Króatíu árið 2009 náði liðið 9. sæti. Ísland er sem stendur í 11. sæti Evrópulistans í áströlskum fótbolta, einu sæti á undan Finnum og einu sæti á eftir Frökkum sem lentu í öðru sæti á mótinu. Íþróttir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal Sjá meira
Íslenska landsliðið í andspyrnu tók nú um helgina þátt í Evrópubikarmótinu í áströlskum fótbolta sem fram fór í Bordeaux í Frakklandi og átti Ísland bæði fulltrúa í karla og kvennaflokki. Í karlaflokki lék Ísland í riðli með Katalóníu og Englandi sem hefur verið eitt af betri landsliðum í Evrópu síðustu ár. Íslenska liðið vann stórsigur á Katalóníu 66-9, en tapaði illa fyrir Englandi 66-13, en England stóð síðan uppi sem sigurvegari á mótinu. Í leikjum um sæti tapaði liðið síðan fyrir Finnlandi og Spáni, og endaði í 8. sæti af 12, sem er besti árangur liðsins hingað til. Í ár átti Ísland líka í fyrsta skipti fulltrúa í kvennaliði á mótinu, en Siglfirðingurinn Selma Dóra Ólafsdóttir sem leikur með liði Akureyrar hér á landi spilaði með kvennaliði Crusaders sem samanstendur af leikmönnum frá ýmsum löndum. Aðeins voru tvö kvennalið á mótinu að þessu sinni, Frakkland og hið blandaða lið Crusaders og í úrslitaleiknum sigraði lið Crusaders franska liðið í æsispennandi úrslitaleik 45:26, og átti Selma góðan leik. Páll Tómas Finnsson, leikmaður íslenska karlaliðsins, var valinn í Evrópuúrvalið að móti loknu, en hann hefur verið einn besti leikmaðurinn í Evrópu undanfarin ár og er í dag einnig þjálfari danska liðsins í áströlskum fótbolta. Jón Einarsson, leikmaður íslenska liðsins, sigraði í Strongman aflraunakeppninni sem fram fór á mótinu og er því sterkasti leikmaðurinn í Evrópu. Þetta er í fimmta skipti sem Ísland tekur þátt í Evrópubikarmóti í áströlskum fótbolta, en á sínu fyrsta Evrópubikarmóti sem fram fór í Króatíu árið 2009 náði liðið 9. sæti. Ísland er sem stendur í 11. sæti Evrópulistans í áströlskum fótbolta, einu sæti á undan Finnum og einu sæti á eftir Frökkum sem lentu í öðru sæti á mótinu.
Íþróttir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal Sjá meira