Ástrós og Helgi unnu góða sigra á EM ungmenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2013 12:45 Íslensku keppendurnir ásamt fylgdarliði sínu. Mynd/Meisam Rafiei Fjórir íslenskir taekwondokappar kepptu á Evrópumóti ungmenna sem lauk í Svíþjóð um helgina. Helgi Valentín Arnarsson úr Fram náði bestum árangri íslensku keppendanna á mótinu. Helgi Valentín vann sigur á keppanda frá Úkraínu í fyrsta bardaga sínum í aukalotu. Næst mætti Helgi keppanda frá Króatíu sem sigraði eftir að Helgi hætti keppni í annarri lotu. Framarinn hafnaði í fimmta sæti í +65 kg flokknum. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík sat hjá í fyrstu umferð og mætti keppanda frá Hvíta-Rússlandi í annarri umferð. Ástrós, sem valin var taekwondo kona ársins á Íslandi í fyrra, var lengi í gang en sneri við blaðinu og vann góðan sigur. Í þriðju umferðinni þurfti Ástrós að játa sig sigraða gegn sænskum keppanda eftir mikla baráttu og jafnan bardaga. Fór svo að sú sænska vann til silfurverðlauna í -47 kg flokknum. Bjarni Júlíus Jónsson úr Keflavík mætti keppanda frá Póllandi í -65 kg flokknum. Bardaginn var jafn og spennandi og var íslenska fylgdarliðið ósátt við dómgæsluna. Svo fór að Pólverjanum var dæmdur sigur en sá pólski vann til bronsverðlauna í flokknum. Hinn efnilegi Ágúst Kristinn Eðvarðsson mætti tyrkneskum keppanda í fyrstu umferð. Sá tyrkneski reyndist of sterkur biti, vann sigur og nældi í bronsverðlaun í -33 kg flokknum áður en yfir lauk. Landsliðsþjálfarinn Meisam Rafie var ánægður með árangurinn og sagði að keppendur hefðu staðið sig mjög vel á mótinu að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Taekwondosambandi Íslands. Hann var ánægður að keppendur hlustuðu vel á leiðbeiningar og sýndu íþróttamannslega hegðun. Hann var þá líka mjög ánægður að fá tvo keppendur upp úr fyrstu og annarri umferð á mótinu en það þykir sjaldgæft á svo sterku móti. Hann segir að framtíð taekwondo á Íslandi sé í unga fólkinu, en efnilegasta taekwondofólkið á Íslandi er enn ungt að árum. Íþróttir Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjá meira
Fjórir íslenskir taekwondokappar kepptu á Evrópumóti ungmenna sem lauk í Svíþjóð um helgina. Helgi Valentín Arnarsson úr Fram náði bestum árangri íslensku keppendanna á mótinu. Helgi Valentín vann sigur á keppanda frá Úkraínu í fyrsta bardaga sínum í aukalotu. Næst mætti Helgi keppanda frá Króatíu sem sigraði eftir að Helgi hætti keppni í annarri lotu. Framarinn hafnaði í fimmta sæti í +65 kg flokknum. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík sat hjá í fyrstu umferð og mætti keppanda frá Hvíta-Rússlandi í annarri umferð. Ástrós, sem valin var taekwondo kona ársins á Íslandi í fyrra, var lengi í gang en sneri við blaðinu og vann góðan sigur. Í þriðju umferðinni þurfti Ástrós að játa sig sigraða gegn sænskum keppanda eftir mikla baráttu og jafnan bardaga. Fór svo að sú sænska vann til silfurverðlauna í -47 kg flokknum. Bjarni Júlíus Jónsson úr Keflavík mætti keppanda frá Póllandi í -65 kg flokknum. Bardaginn var jafn og spennandi og var íslenska fylgdarliðið ósátt við dómgæsluna. Svo fór að Pólverjanum var dæmdur sigur en sá pólski vann til bronsverðlauna í flokknum. Hinn efnilegi Ágúst Kristinn Eðvarðsson mætti tyrkneskum keppanda í fyrstu umferð. Sá tyrkneski reyndist of sterkur biti, vann sigur og nældi í bronsverðlaun í -33 kg flokknum áður en yfir lauk. Landsliðsþjálfarinn Meisam Rafie var ánægður með árangurinn og sagði að keppendur hefðu staðið sig mjög vel á mótinu að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Taekwondosambandi Íslands. Hann var ánægður að keppendur hlustuðu vel á leiðbeiningar og sýndu íþróttamannslega hegðun. Hann var þá líka mjög ánægður að fá tvo keppendur upp úr fyrstu og annarri umferð á mótinu en það þykir sjaldgæft á svo sterku móti. Hann segir að framtíð taekwondo á Íslandi sé í unga fólkinu, en efnilegasta taekwondofólkið á Íslandi er enn ungt að árum.
Íþróttir Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjá meira