Nafnarnir Arnar Bjarki Sigurðsson og Arnar frá Blesastöðum 2A höfnuðu í þriðja sæti í A-úrslitum í fimmgangi ungmenna eftir að hafa komið efstir inn í úrslitin.
Arnar og Arnar voru í frábærri stöðu að loknu töltinu en skeiðið gekk ekki nógu vel til þess að landa gullinu. Bronsverðlaunin skiluðu sér þó í hús og vel var fagnað í Berlín.
Rut Sigurðardóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísi, tók meðfylgjandi myndir.
