„Við gerðum bara ekki nóg til að vinna þennan leik í dag,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðið hafði tapað gegn Fram í undanúrslitum Borgunarbikarsins, 2-1, en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í dag.
„Ég veit ekki hvort það hafi verið þreyta í mannskapnum hjá mér en ég skora á alla að ferðast til Kasakstan og til baka til Íslands á þremur dögum, það er ekki fyrir alla.“
„Framarar vissu greinilega hvað við vorum búnir að vera gera undanfarna leiki og höfðu undirbúið sig vel.“
„Fram verðskuldaði forystuna í hálfleik en við ákváðum að leggja allt í sölurnar í þeim síðari en það bara dugði ekki til.“
Hægt er sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.
Ólafur: Skora á menn að ferðast til Kasakstan
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
