Fry líkir Pútín við Hitler Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2013 23:15 Stephen Fry. Nordicphotos/AFP Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Stephen Fry hefur bæst í hóp þeirra sem eru á móti því að Vetrarólympíuleikarnir árið 2014 fari fram í Rússlandi. Skoðun sína byggir Fry á nýjum lögum í Rússlandi sem takmarka réttindi samkynhneigðra. Líkir hann ákvörðuninni að halda leikana í Rússlandi við þá að hafa Ólympíuleika í Berlín árið 1936 þegar nasistar réðu þar völdum. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Fry hefur birt og er stílað á Alþjóðaólympíunefndina og David Cameron, forsætisráðherra Breta. Bréfið birti Fry á heimasíðu sinni og hefur dreift meðal annars á Twitter þar sem tvær milljónir manna fylgjast með skoðunum hans. „Vladimir Pútín er að gera samkynhneigða að sökudólgum líkt og Hitler gerði við gyðingana," skrifar Fry. Fry, sem er samkynhneigður, er afar harðorður í garð nýrra laga í Rússlandi. „Pútín er að endurtaka glæpinn. Aðeins núna beinist hann gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki í Rússlandi," skrifar Fry. Vetrarólympíuleikarnir eiga að fara fram í Sochi í febrúar. Fry segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir að leikarnir fari fram í Rússlandi. „Haldið þá hvar sem er annars staðar, Utah, Lillehammer eða hvar sem er. Hvað sem það kostar. Það má ekki líta þannig út að Pútín hafi samþykki heimsins." Nýju lögin, sem nýlega voru samþykkt, eiga að koma í veg fyrir hvers kyns samkomur til stuðnings óhefðbundinni kynhneigð. Háar sektir bíða þeirra sem reyna að mæla með samkynhneigð fyrir fólk yngra en átján ára. Íþróttir Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Stephen Fry hefur bæst í hóp þeirra sem eru á móti því að Vetrarólympíuleikarnir árið 2014 fari fram í Rússlandi. Skoðun sína byggir Fry á nýjum lögum í Rússlandi sem takmarka réttindi samkynhneigðra. Líkir hann ákvörðuninni að halda leikana í Rússlandi við þá að hafa Ólympíuleika í Berlín árið 1936 þegar nasistar réðu þar völdum. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Fry hefur birt og er stílað á Alþjóðaólympíunefndina og David Cameron, forsætisráðherra Breta. Bréfið birti Fry á heimasíðu sinni og hefur dreift meðal annars á Twitter þar sem tvær milljónir manna fylgjast með skoðunum hans. „Vladimir Pútín er að gera samkynhneigða að sökudólgum líkt og Hitler gerði við gyðingana," skrifar Fry. Fry, sem er samkynhneigður, er afar harðorður í garð nýrra laga í Rússlandi. „Pútín er að endurtaka glæpinn. Aðeins núna beinist hann gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki í Rússlandi," skrifar Fry. Vetrarólympíuleikarnir eiga að fara fram í Sochi í febrúar. Fry segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir að leikarnir fari fram í Rússlandi. „Haldið þá hvar sem er annars staðar, Utah, Lillehammer eða hvar sem er. Hvað sem það kostar. Það má ekki líta þannig út að Pútín hafi samþykki heimsins." Nýju lögin, sem nýlega voru samþykkt, eiga að koma í veg fyrir hvers kyns samkomur til stuðnings óhefðbundinni kynhneigð. Háar sektir bíða þeirra sem reyna að mæla með samkynhneigð fyrir fólk yngra en átján ára.
Íþróttir Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Sjá meira